Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 75 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur?

Æviágrip René Descartes (stundum nefndur Renatus Cartesius, upp á latínu) var franskur heimspekingur og stærðfræðingur. Hann fæddist í La Haye í Touraine í Frakklandi 31. mars árið 1596. Bærinn var raunar seinna látinn heita eftir honum; árið 1802 fékk hann nafnið La Haye-Descartes og 1967 var nafnið einfa...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...

category-iconHeimspeki

Hverjar voru helstu heimspekihugmyndir Platons?

Höfundur þessa svars hefur þegar fjallað um heimspeki Platons í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum. Í svarinu Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól? gerir hann grein fyrir frægustu kenningu Platons, frummyndakenningunn...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver eru sérsvið afbrotafræðinnar?

Afbrotafræðin er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Afbrotafræðin er vísindaleg rannsókn á afbrotum, afbrotahegðan og viðurlögum. Mikilvægt einkenni afbrotafræðinnar er þverfaglegt eðli hennar. Afbrotafræðingar koma úr ýmsum vi...

category-iconHeimspeki

Við hvað geta heimspekingar unnið annað en heimspekikennslu?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvaða starfsmöguleikar eru fyrir heimspeking? Menn hafa óralengi glímt við spurningar eins og: Hvers vegna erum við til? Höfum við frjálsan vilja? Er til sál? Hvað er siðferði? Heimspeki reynir með kerfisbundnum hætti að svara slíkum grundvallarspurningum um lífið og tilveru...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis?

Lára Björk bætir við: „Hefur merking þess breyst í gegnum tíðina?“ Hér er einnig svarað spurningu Öldu Sveinsdóttur: „Hvað er egóisti?“ Orðið egó, ‘ég’, er komið úr latínu og er þar persónufornafn í fyrstu persónu eintölu nefnifalli. Á síðari hluta 19. aldar var farið að nota orðið egó að erlendri fyrirmynd, da...

category-iconHeimspeki

Hvað þarf maður að gera til að lífa góðu lífi?

Fjölmargir heimspekingar hafa leitast við að finna svör við þessari spurningu sem óneitanlega tengist mjög hamingjunni, ánægjunni og tilgangi lífsins. Forngrískir heimspekingar ætluðu siðfræðinni það hlutverk að svara því hvernig best væri að lifa vel. Að lifa vel má til dæmis skilja með orðunum að vera hamingjusa...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Gætu stjörnurnar verið frumagnir í risavaxinni veru sem við erum inni í?

Það samrýmist ekki heimsmynd nútíma vísinda að stjörnurnar og himingeimurinn séu byggingareiningar einhverrar lífveru. Vegna þess að hraði boðskipta takmarkast við ljóshraðann og geimurinn er firnastór mundu boðskipti innan slíkrar lífveru taka þvílíkan óratíma að fáir mundu vilja kenna slíkt við líf. Hins vegar k...

category-iconMannfræði

Hvað getið þið sagt mér um hið merkilega Jola-fólk í Senegal?

Meirihluti íbúa á Casamance-landsvæðinu í Senegal er fólk af Jola-ættflokknum. Á frönsku nefnist það Diola. Jola-fólkið finnst einnig víðsvegar um vestanverða Afríku, til dæmis í Búrkína Fasó, á Fílabeinsströndinni, í Malí, Gana, Gambíu og einnig í norðurhluta Gíneu-Bissá, þar sem fjöldi Jola-manna býr. Upprun...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?

Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir Catch-22?

„Catch-22” er orðatiltæki sem merkir ástand sem er ómögulegt að vinna sig út úr, hve mikið sem maður reynir; svipað íslenska orðinu 'sjálfhelda'. Orðatiltækið dregur nafn sitt af samnefndri bók, eftir bandaríska rithöfundinn Joseph Heller (1923-1999). Bókin vakti athygli hjá ungu fólki sem dýrkaði umdeilt og undar...

category-iconHeimspeki

Í hverju felst sókratíska aðferðin?

Sókratíska aðferðin er kennd við Sókrates sem Platon lét spyrja spurninga í þeim samræðum sínum sem taldar eru elstar og iðulega nefndar sókratísku samræðurnar. Snið aðferðarinnar er ekki flókið: Sókrates spyr þá sem hann heldur (eða þykist halda) að gætu vitað eitthvað og þykjast reyndar vita eitthvað. Oft spyr h...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er gólem?

Í goðsögum gyðinga er gólem ímynd eða form, yfirleitt einhvers konar leirmynd, sem er gefið líf. Í þessum skilningi mætti kalla Adam fyrsta gólemið: Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál (Fyrsta Mósebók 2:7). Helgir menn voru sumir sagð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconSálfræði

Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?

Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...

Fleiri niðurstöður