Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er mýrarauði hættulegur mönnum ef hann kemst í neysluvatn?

Rauðleitt neysluvatn er vísbending um að járn sé yfir leyfðum mörkum. Það er ekki hættulegt heilsu manna en eyðileggur bragðgæði og veldur því að vond lykt er af vatninu. Vatnið er löngu orðið ódrekkandi, rautt og illa lyktandi, áður en það er hættulegt heilsu manna. Vatn sem í er járn yfir leyfðum mörkum er l...

category-iconFélagsvísindi

Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?

Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi ...

category-iconHeimspeki

Hvað er sýndarveruleiki?

Orðið sýndarveruleiki er gjarnan notað sem þýðing á enska orðasambandinu „virtual reality“, en það er einkum haft um tölvulíkön sem líkja eftir afmörkuðum sviðum veruleikans. Elstu dæmin um sýndarveruleika, í þessum skilningi, eru flughermar sem notaðir hafa verið til að þjálfa flugmenn frá því á 7. áratug 20. ald...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast letidýr?

Letidýr tilheyra tveimur ættum spendýra, Bradypodidae (þrítæða letidýr) og Megalonychidae (tvítæða letidýr). Þessi dýr finnast einungis í Suður- og Mið-Ameríku. Upphaflega voru öll letidýr sett í fyrrnefndu ættina en nú er greint á milli þeirra tveggja, út frá táafjölda og öðrum atriðum, til dæmis fjölda hálsliða....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta sílamávar?

Sílamávurinn (Larus fuscus) er líkt og aðrir mávar af Larus-ættkvíslinni mikill tækifærissinni í fæðuvali. Rannsóknir hafa þó sýnt að á sumum stöðum eru ýmsar tegundir sjávarhryggleysingja svo sem krabbadýr (Crustacea) og skrápdýr (Echinodermata) stór hluti af fæðu hans þótt það eigi ekki endilega við hér á landi....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar flugur eru bananaflugur og gætu þær lifað í náttúru Íslands?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mér leikur forvitni á að vita hvaðan koma hinar svokölluðu "bananaflugur". Eru egg þessara flugu í hýðinu sem klekjast svo út þegar búið er að afhýða banana? Hvað getið þið sagt mér um þessa er virðist saklausu en hvimleiðu flugu, þ.e.a.s. heiti og fl.? Hin svokallaða bananaflu...

category-iconHugvísindi

Hver fann Danmörku?

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er munurinn á málfræðilegu kyni og raunkyni?

Það vill oft vefjast fyrir ýmsum hvernig fara skuli með málfræðilegt kyn og raunkyn. Með málfræðilegu kyni er átt við það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, er aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til. Orðið naut er hvorugkyns í málvitundinni...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju er allt svona mikið vesen?

Það er af því að einu sinni var uppi maður að nafni Murphy. Hann setti fram lögmál sem við hann er kennt og nefnist lögmál Murphys. Lögmálið er yfirleitt dregið saman í eina setningu: Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar. Út frá lögmálinu má meðal annars leiða eftirfarandi reglur: Allt te...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru hættulegar jurtir allt í kringum okkur?

Sumir virðast halda að allt, eða að minnsta kosti flest, sem kemur úr náttúrunni, og þá sérstaklega úr jurtaríkinu, sé hollt og heilnæmt. Þá gleymist að mörg af lúmskustu og sterkustu eiturefnum sem við þekkjum koma einmitt úr jurtaríkinu. Fáein dæmi um vel þekkt eiturefni úr jurtaríkinu eru blásýra, nikótín, kóka...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju er allt í geimnum kringlótt?

Þrátt fyrir að sólstjörnur, reikistjörnur og tungl séu yfirleitt sem næst kúlulaga er það ekki svo að allt í geimnum sé kringlótt. Dæmi um hluti í geimnum sem eru ekki endilega kringlóttir eru smástirni. Þyngdarkraftar frá smástirnum duga ekki til að þjappa þeim í kúlulögun. En í svari Þorsteins Vilhjálmssonar ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna heitir allt „Sindra“ á Hornafirði?

Við þessari einföldu spurningu er til einfalt svar. Það er vegna Ungmennafélagsins Sindra. Sindri var stofnaður árið 1934 á Höfn í Hornafirði og hefur síðan þá verið miðpunktur í félagsstarfi og íþróttalífi bæjarins. Sindrabragginn eða Bíóbragginn hýsti fyrstu félagsaðstöðuna sem tekin var í notkun 1944 og ger...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð allt efnið í alheiminum til?

Þess skal getið að ítarlegt svar við náskyldri spurningu, Hvernig verða frumeindir til? frá 2013 er að finna á Vísindavefnum. Hér verður reynt að koma á framfæri viðbótum og að nýta sér myndefni og framsetningu sem litið hefur dagsins ljós frá þeim tíma, auk þess að gefa yfirlit yfir myndun efnis alheimsins frá Mi...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig er daglegt líf geimfara í geimnum?

Í þyngdarleysinu í geimnum verða daglegar athafnir eins og að fara í bað, drekka, borða, hreyfa sig og fara upp í rúm ótrúlega erfiðar. Geimfarar kvarta yfir að vera í þyngdarleysi vegna þess að það gerir þeim erfitt fyrir að vinna vinnuna sína. Hlutir eins og skrúfur og skrúfjárn liggja ekki kyrr heldur fljót...

Fleiri niðurstöður