Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 299 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvaða formúla er notuð til að finna hversu langt á að slá golfkúlu ef hola stendur lægra eða hærra en teigur?

Spyrjandi sendi Vísindavefnum ýtarlega skýringu: Svar Vísindavefsins við spurningu Loga Bergmanns byggir á misskilningi. Ritstjóri vefsins umorðar spurningu Loga og tapar við það inntaki spurningarinnar. Kylfingar almennt vita hversu langt þeir slá á jafnsléttu með hverri kylfu. Það sem Logi vill fá að vita e...

category-iconTrúarbrögð

Eru guðstrú og vísindahyggja með öllu ósamrýmanleg?

Stutta svar höfundar er nei, það er guðstrú og vísindahyggja eru ekki með öllu ósamrýmanleg. Svar við spurningunni er þó umdeilanlegt og hlýtur að vera háð reynsluheimi og jafnvel trú eða trúleysi þess sem svarar. Í því tilliti er rétt að taka fram að umrætt svar er frá raunvísindamanni á sviði efna- og eðlisfræði...

category-iconMannfræði

Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru transfitusýrur, í hvaða matvælum finnast þær og hvað gera þær?

Transfitusýrur eru ein gerð harðrar fitu í matvælum. Þær eru ýmist í matvælunum frá náttúrunnar hendi eða vegna þess að þær hafa myndast við vinnslu eða meðhöndlun. Transfitusýrur koma fyrir á þrennan hátt í matvælum og myndast: þegar lin fita er hert að hluta (fljótandi fita gerð hörð) í vömb jórturdýra fyrir t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fer talning á refum fram á landsvísu?

Eini refurinn sem býr á Íslandi er tófan en hún er af tegundinni Vulpes lagopus (áður Alopex lagopus) og finnst um allt norðurheimskautið. Tófur eru um allt land en þéttleikinn er mismunandi eftir svæðum. Af augljósum ástæðum er ekki hægt að telja allar tófur á Íslandi en þar sem veiðar hafa verið stundaðar með re...

category-iconLandafræði

Hver er yngsta þjóð í heimi?

Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin. Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þórólfur Matthíasson stundað?

Þórólfur Matthíasson lauk embættisprófi í hagfræði (Cand.oecon-prófi) frá Háskólanum í Osló í Noregi vorið 1981. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði (Dr. Polit.) frá sama skóla vorið 1998. Þórólfur starfaði um hríð sem hagfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu í Reykjavík, en hefur verið starfsmaður Háskóla Íslands frá j...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafði megalodon margar tennur?

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er rökfræðin svona flókin og hver er tilgangurinn með henni?

Rökfræði fjallar um það hvenær eina setningu, sem við köllum niðurstöðu, leiðir af öðrum setningum, sem við köllum þá forsendur. Og ástæðan fyrir því að rökfræði getur verið flókin er í sem stystu máli sú að það getur verið flókið mál hvenær niðurstöðu leiðir af gefnum forsendum. Aþenuskólinn e. Rafael. Aristótel...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hefur tilvist sérstæðu verið staðfest í stjarnvísindum?

Enska orðið singularity hefur verið þýtt sem 'sérstæða' eða 'sérgildi' á íslensku. Þetta hugtak kemur upp í þyngdarfræði Einsteins þar sem jöfnur almennu afstæðiskenningarinnar eru ólínulegar og hafa lausnir þar sem sveigja tímarúmsins og orkuþéttleiki efnisins stefna á óendanlegt einhvers staðar í tímarúminu. ...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar eru meginreglur tónlistar sem ekki má brjóta?

Svarið er í stuttu máli: Engar - ef miðað er við alla tónlist mannkynsins. Reglur hafa orðið til og þróast um tónlist í ákveðnum samfélögum á tilteknum skeiðum. Einstök tónskáld eða hópar þeirra hafa sett sér reglur og tónskáld setja sér jafnvel reglur um einstök verk. En almennar reglur sem gildi um alla tónlist ...

category-iconHeimspeki

Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Nietzsche sagði að Guð væri dáinn; hvernig getur Guð verið dáinn ef Guð fæddist aldrei, hvernig getur eithvað dáið sem aldrei hefur öðlast líf?Ýmsir hafa brotið heilann um þessa spurningu en tvær ólíkar forsendur kunna að liggja henni til grundvallar. Annars vegar má hugsa sér...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnunni er elst? Hvert þeirra er yngst?

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu (FA Premier League) var formlega sett á laggirnar 20. febrúar 1992 og tók við sem efsta deild ensku deildarkeppninnar (Football League) keppnistímabilið 1992-1993. Við það breyttust einnig nöfn neðri deildanna, önnur deild varð fyrsta, sú þriðja önnur og sú fjórða að þriðju. Deild...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru salerni oftast úr postulíni?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver fann upp postulínið og úr hverju er það?Postulín er ekki ýkja gömul uppfinning en talið er að það hafi fyrst verið framleitt í Kína á valdatíma Tangættarinnar (618-907). Líklegt þykir að það hafi fengið á sig það form sem þekktast er á Vesturlöndum meðan hin mongólska Yuanætt...

category-iconBókmenntir og listir

Er einhver ástæða fyrir því að glæpamenn klæðast oft leðurflíkum í kvikmyndum?

Spyrjandi vill fá að vita hvað það tákni að glæpamenn í kvikmyndum klæðast oft leðurflíkum. Fyrsta svarið við þeirri spurningu er afar stutt og líklega verður spyrjandi fyrir vonbrigðum með það: Það er ómögulegt að svara því hvað leðurklæðnaður glæpamanna í bíómyndum táknar - nema þá að hann tákni á einhvern há...

Fleiri niðurstöður