Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2119 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að sanna stærðfræðilega að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Áður hefur verið fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4? Þar var stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á náttúrulegu tölunum $1$, $2$, $3$, og svo framvegis: Segjum að við höfum tvö söfn af hlutum og að við getum parað hlutina úr fyrra safninu sa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?

Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er laxsíld?

Laxsíld er samheiti yfir nokkrar tegundir af laxsíldaættinni (l. Myctophidae). Laxasíldar eru litlir, þunnvaxnir og stórmynntir fiskar sem halda sig á miðsævinu á úthafinu. Í riti Gunnars Jónssonar, Íslenskir fiskar er getið um 10 tegundir af þessari ætt sem fundist hafa innan íslensku efnahagslögsögunnar en all...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur íslenska orðið von?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess? Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin vá > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26). Kvenkynsorðið von ‘vænting’ ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ö aftast í íslenska stafrófinu?

Spurningin öll hljóðaði svona: Hvernig stendur á því að ö er haft aftast í íslenska stafrófinu á meðan t.d. á og í koma á eftir a og i, og ð kemur á eftir d en þ aftarlega? Fyrst er rétt að rifja upp íslenska stafrófið og stafrófsröðina: a, á, b, d, ð, e, é, f, g, h, i, í, j, k, l, m, n, o, ó, p, r, s, t, u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða merkingu hefur það í stærðfræði að eitthvað sé ,,lokað undir'' samlagningu og margföldun og svo framvegis?

Í stærðfræði er mengi sagt vera lokað undir einhverri aðgerð ef útkoman úr aðgerðinni er aftur í menginu. Formlega skilgreiningin er svona: Látum X vera mengi, n vera náttúrlega tölu, og b : Xn → X vera vörpun. Þá segjum við að X sé lokað undir b ef að b(x1, ..., xn) er í X, fyrir öll x1, ..., xn í X. Se...

category-iconLæknisfræði

Er kransæðasjúkdómur arfgengur?

Það hefur lengi verið þekkt að kransæðasjúkdómur er ættlægur sjúkdómur[1] og hefur ættlægnin verið metin allt að 50%.[2] Arfgeng kólesterólhækkun er dæmi um vel skilgreindan erfðasjúkdóm sem veldur snemmkomnum kransæðasjúkdómi vegna mikillar hækkunar í blóði á eðlisléttu fituprótíni (e. low density lipoprotein, LD...

category-iconHeimspeki

Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt?

Elstu menningarþjóðirnar, Forn-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið "núll", en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafnum "0" (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kem...

category-iconFélagsvísindi

Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?

Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið kolefni bindur lúpína á hvern fermetra á ári?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hversu mikil er kolefnisbinding með sáningu lúpínu? Hversu mikið CO2 og NO2 bindur lúpína á hektara? Hefur útbreiðsla lúpínunnar á Íslandi aukið kolefnisbindingu landsins? Vaxtarskilyrði fyrir alaskalúpínu (Lupinus nootkatensis) eru misjöfn hér á landi. Rannsóknir hafa sýnt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig bárust ánamaðkar til Íslands?

Öll spurningin frá Sigurjóni hljóðaði svona: Nú eru ánamaðkar ekki snarir í snúningum, en samt eru þeir um allt land. Hvernig skyldu þeir hafa borist til landsins og dreifst svo víða? Nokkrir möguleikar eru á því hvernig ánamaðkar (Lumbricidae: Annelida) og liðormar (Annelida) hafa borist til Íslands. Þessi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig beygist sögnin að skína? Ég skín, hún skín en þú...? Og af hverju?

1.p.et. ég skín 2.p.et. þú skín 3.p.et. hann/hún/það skín og svo framvegis Sögnin að skína telst til svonefnds fyrsta flokks sterkra sagna. Eftir honum beygjast til dæmis sagnir eins og bíta, skíta, rífa og margar fleiri. Í fornu máli átti sögnin skína því að fá endinguna -r í annarri og þriðju persónu e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið ógnanir til?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er Atlantshafshryggurinn langur?

Atlantshafshryggurinn er hluti af miðhafshryggjakerfinu sem er um 75.000 km langt og hlykkjast um alla jörðina. Það mun vera stærsta einstaka jarðfræðifyrirbæri á yfirborði jarðar. Hryggirnir rísa yfirleitt nokkur þúsund metra yfir djúphafssléttuna og sums staðar ná eldfjöll á hryggnum upp úr sjó eða jafnvel hrygg...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er hálfleiðari?

Rafleiðni efna, það er að segja hæfni þeirra til að leiða rafstraum, er geysilega mismunandi. Tökum sem dæmi 20 m langan koparvír sem er 3,3 mm í þvermál. Viðnám hans er 0,04 ohm. Ef við setjum á hann spennuna 1 volt verður straumurinn í honum 25 amper, sem er mikill straumur, til dæmis meiri en öryggin leyfa okku...

Fleiri niðurstöður