Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 279 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin gul og skínandi?

Sólin skín vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Vetniskjarnar renna saman af völdum kjarnahvarfa og helíumkjarni myndast að lokum. Við það losnar gríðarleg orka og brot af henni berst til okkar sem hiti og ljós. Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Af hverju er sólin heit?. En hvers vegn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?

Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land. Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á l...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?

Hér er rétt að telja að um tvö tungumál sé að ræða. Háþýska er tungumál ekki mállýska. Lágþýska (þ. Plattdeutsch/Niederdeutsch, e. Low German) er töluð á landssvæðunum í Norður-Þýskaland. Það er nokkuð umdeilt hvort lágþýska er sjálfstætt tungumál en hún hefur verið viðurkennd af Evrópuráðinu sem tungumál (Evrópus...

category-iconHugvísindi

Hver var Marcus Garvey?

Marcus Moziah Garvey var blökkumannaleiðtogi og skipulagði fyrstu þjóðernishreyfingu blökkumanna í Ameríku sem eitthvað kvað að. Hann var fæddur 17. ágúst 1887 í St. Ann’s Bay á Jamaíku. Á unga aldri ferðaðist hann um Mið-Ameríku og Evrópu en hann bjó í London á árunum 1912-1914. Þá sneri hann aftur til Jamaíku o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég er sagður sestur í helgan stein. Hvar finn ég „helga steininn“!?

Í nútímamáli er merkingin í orðasambandinu að setjast í helgan stein að ‘draga sig í hlé, hætta að vinna’ og elsta dæmi Orðabókar Háskólans um þá notkun er frá fyrri hluta 19. aldar. Í fornu máli var merkingin að ‘ganga í klaustur’. Að vísu var lýsingarorðið heilagur ekki með í orðasambandinu í elsta máli held...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu dýr mundi Hafliði allur vera?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hver var hann þessi Hafliði sem þótti svo dýr (allur) og hvað kostaði hann eiginlega? Hver er merkingin í orðasambandinu 'dýr mundi Hafliði allur' og hvaðan kemur það? Af Hafliða segir í Þorgils sögu og Hafliða sem er einn kaflinn í Sturlungu. Hafliði var Másson og bjó á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?

Aðeins sex deilitegundur tígrisdýra eru eftir á jörðinni. Þær eru amur-(ussuri)tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) sem stundum er nefnt Síberíu-tígrisdýr, suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis), bengaltígrisdýrið (Panthera tigris tigris), indókínverska tígrisdýrið (Pantera tigris corbetti), ...

category-iconEfnafræði

Af hverju lýsir luminol þegar það kemst í snertingu við blóð?

Luminol (C8H7O3N3) er hvítt eða gulleitt, kristallað efni sem leysist auðveldlega upp í vökva. Þegar það oxast, það er bætir við sig súrefnisfrumeindum (O), gefur það frá sér einkennandi bláa ljómun. Þetta er eitt af því sem hægt hefur verið að nýta við rannsóknir á sakamálum. Þeir sem rannsaka vettvang glæpa v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna eru skýin hvít?

Ský eru safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa og ískristalla sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Þegar sólarljósið fellur á ískristalla og vatnsdropana endurkasta þessar agnir öllum bylgjulengdum hins sýnilega ljóss og við skynjum endurkastið sem hvítt ljós. Vatnsdropar og ískristallar...

category-iconLæknisfræði

Hvað er magnesínsterat sem virðist vera í mörgum lyfjum?

Magnesínsterat (e. magnesium stearate), einnig kallað magnesínsalt, er algengt sem óvirkt efni í lyfjum. Ein sameind efnisins er mynduð úr einni magnesínkatjón og jafngildi tveggja sterata (anjóna af steratsýru). Efnið hefur sameindaformúluna Mg(C18H35O2)2. Við stofuhita er efnið hvítt, fíngert duft og hefur klíst...

category-iconSálfræði

Hvað er blindsýn (blindsight)?

Blindsýn (e. blindsight) er undarlegur og jafnframt nokkuð umdeildur eiginleiki sem getur komið fram við skemmdir í frumsjónberki (e. primary visual cortex, striate cortex) heilans. Frumsjónbörkur er þannig upp byggður að tiltekin svæði innan hans samsvara ákveðnum hluta sjónsviðsins. Skemmist partur af sjónbe...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig varð heimurinn til?

Vísindamenn telja að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli. Edwin Hubble komst að því á 3. áratug síðustu aldar að heimurinn væri að þenjast út en hann tók eftir því að ljósið sem barst frá fjarlægum vetrarbrautum virtist fjarlægjast okkur. En ef alheimurinn er að þenjast út er ljóst að efnið í heiminum hefur á...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

category-iconHugvísindi

Hvernig var tískan á stríðsárunum?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig var tískan á millistríðsárunum? er fjallað um tískuna á 3. og 4. áratug 20. aldar og er það ágætis inngangur að þessu svari. Seinni heimsstyrjöldin braust út í byrjun september árið 1939. Máltækið segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Óhætt er að y...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjir eru litir hesta?

Litafjölbreytni er eitt einkenna íslenska hestsins. Helstu litir og litaafbrigði eru þessi: Rauður: Fjölbreytilegur, frá fölrauðum til nánast bleiks yfir í sótrauðan. Liturinn á tagli og faxi er oft svipaður og á búk en einnig ljósari. Bleikur: Ljósari en rauði liturinn. Munurinn felst í því að húðin er ljós...

Fleiri niðurstöður