Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er í svokölluðu kæruleysislyfi sem gjarnan er gefið á spítölum og hvaða áhrif hefur það á mann?

Kæruleysislyf er samheiti yfir nokkur lyf sem hafa róandi og slævandi áhrif og vinna gegn streitu. Þau eru gjarnan gefin fyrir aðgerð áður en sjúklingur er svæfður. Kostur þessara lyfja er að sjúklingur heldur meðvitund og getur fylgt fyrirmælum, svo sem að færa sig úr stað eða rétta út útlim, en þau valda einnig ...

category-iconVísindavefur

Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina?

Sumarstarfsmaður Vísindavefsins var mjög áfjáður í að komast til botns í þessu máli, svo áfjáður, að hann svaf lítið nóttina eftir að umhugsunin hófst. Fyrsta vandamálið var vissulega að velja vin við hæfi, ekki voru allir tilbúnir að vera diffraðir. Sem betur fer fyrir vísindaheiminn þekkjast einstaklingar sem ha...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stækka brjóst kvenna snemma á meðgöngunni?

Það eru kynhormón sem valda breytingum á líkama konunnar á meðgöngu og undirbúa hann fyrir fæðingu og mjólkurmyndun að fæðingu lokinni. Mjólkurmyndandi einingar brjóstanna, svokallaðar kirtilblöðrur (e. alveoli) stækka fyrir áhrif meðgönguhormónsins prógesteróns. Kirtilblöðrurnar líkjast vínberjaklösum, þar sem...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?

Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni. Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt á...

category-iconLögfræði

Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...

category-iconHeimspeki

Hvað er að skilja skoðun?

Að skilja skoðun getur ýmist verið fólgið í því að vita inntak skoðunarinnar; að vita undir hvaða kringumstæðum skoðunin er sönn eða ósönn. Ef það er skoðun mín að kaffi sé almennt gott fyrir svefninn, þá er sú skoðun sönn einungis ef kaffi er almennt gott fyrir svefninn. Og til að skilja þessa skoðun þarf maður þ...

category-iconVísindi almennt

Er til annar heimur?

Fyrst þurfum við að átta okkur á því hvað þessi spurning þýðir. Ef við hugsum okkur svolítið um sjáum við að hún hlýtur að snúast um það hvort til sé heimur sem væri algerlega aðgreindur frá þeim heimi sem við þekkjum. Það merkir aftur að engin boð geta borist milli heimanna. Í þessu felst eina skýra merkingin sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Voru loðfílar einhvern tíma á Íslandi?

Eftir því sem best er vitað lifðu loðfílar (fílategundir af ættkvíslinni Mammuthus) ekki á Íslandi. Ástæðan er einföld, heimkynni þeirra voru bundin við túndrusvæði Evrasíu og Norður-Ameríku sem voru í skjóli af ísaldarjöklunum. Afar ólíklegt er að þeir hafi farið yfir lagnaðarísinn á Norður-Atlantshafi, þegar han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna er álftin friðuð?

Í áliti nefndar sem fjallaði um friðun álftarinnar á Alþingi árið 1913 (sama ár og haförninn var friðaður) segir: Þá er svanurinn, og um alfriðun hans má búast við að verði skiftar skoðanir, en nefndin er í engum vafa um að rjett sje að friða hann. Svanurinn er hin mesta prýði í íslensku fuglalífi, nytjar hans mun...

category-iconFöstudagssvar

Tala kindur fjármál?

Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er HTML?

HTML (HyperText Markup Language) er svonefnt umbrotsmál fyrir tölvur sem lýsir því hvernig innihald vefsíðu birtist. HTML er grunnur allra vefsíðna á Internetinu. Með HTML er hægt að skilgreina texta, myndir, töflur, hlekki og fleira. Ein helsta nýjungin við HTML á sínum tíma var að með því var hægt að tengja sama...

category-iconGátur og heilabrot

Hver er lausnin á gátunni sem felst í þessum þríhyrningamyndum?

Lesendum sem vilja spreyta sig á þessu sjálfir er bent á að lesa ekki lengra í bili! Í myndunum er sjónhverfing sem felst í því að skálínan sem myndar efri brún þríhyrningsins er ekki bein. Hún sveigir niður á við á efri myndinni en upp á við á þeirri neðri. Þar afmarkast þá meira flatarmál sem nemur einmit...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er adrenalín og hvernig er það myndað í líkamanum?

Adrenalín er hormón myndað úr amínósýru í merg nýrnahettna. Myndun og seyti adrenalíns er undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins, nánar tiltekið drifkerfi þess. Þegar við finnum fyrir streitu af einhverju tagi skynjar undirstúkan það og kemur taugaboðum áleiðis til nýrnahettumergs og örvar hann til að seyta adrena...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eyðir meðalmaður miklum pening í matvörur á ári?

Eftir því sem næst verður komist vörðu Íslendingar um 64 milljörðum króna í kaup á matvörum árið 2002. Þann 1. desember það ár voru Íslendingar 288 þúsund svo að hver og einn keypti matvörur fyrir um 222 þúsund krónur að meðaltali. Að auki keyptu landsmenn óáfenga drykki fyrir tæpa tólf milljarða og áfenga drykki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?

Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200. Í nútímamáli eru báð...

Fleiri niðurstöður