Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju tala dýrin ekki?

Lífríki jarðar hefur orðið til við þróun á óralöngum tíma, um það bil þremur og hálfum milljarði ára (3.500.000.000 árum). Þessi þróun byrjaði með afar einföldum lífverum en hefur síðan leitt til þess gríðarlega fjölda og fjölbreytileika tegunda og lífvera sem við sjáum í kringum okkur á jörðinni. Sumar lífverur e...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er varasamt að borða grillaðan mat?

Á sólríkum dögum draga margir útigrillin úr geymslum og loftið fyllist af indælli grilllykt. Það er ekki sama hvernig er staðið að eldun á grilli. Við matreiðslu yfir opnum eldi er hætta á myndun efna sem eru í flokki krabbameinsvaldandi efna. Þessi skaðlegu efni myndast við ófullkominn bruna og er þar helst að...

category-iconHeimspeki

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?

Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar. Gel...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Karl Magnússon rannsakað?

Magnús Karl Magnússon er prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Á síðustu árum hefur orðið bylting í erfðafræði. Fjöldi mismunandi breytileika í erfðamenginu hefur verið tengdur við ýmsa sjúkdóma og þannig fást vísbendingar um orsakir þessara sjúkdóma. En til að skilja hvernig erfðabreytileikar leiða til sjú...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Snædal rannsakað?

Jón Snædal hefur unnið mestan sinn starfsaldur á öldrunarlækningadeild Landspítalans en meginviðfangsefni hans hafa verið Alzheimers-sjúkdómur og aðrir sjúkdómar sem valda heilabilun. Hann hefur samhliða starfi sínu stundað vísindarannsóknir í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Rannsóknarstörf hans hófust á t...

category-iconSálfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Andri Steinþór Björnsson rannsakað?

Andri Steinþór Björnsson er prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Andri einkum kannað þætti sem stuðla að því að geðraskanir viðhaldist, og hvernig megi bæta sálræna meðferð. Jafnframt hefur Andri tekið þátt í langtímarannsóknum á ferli kvíðaraskana. Þær geðraskanir sem Andri hefur ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna er andefni lýst sem svo góðu eldsneyti í vísindaskáldskap?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Ég horfi mikið á Star Trek en eins og við vitum eru þessir þættir byggðir meira og minna á kenningum. Ég var því að velta því fyrir mér hvers vegna andefni er svona gott eldsneyti og hvort það hafi verið búið til. Ennfremur var ég að spá hvað þessi "vörpun" sem mikið er talað u...

category-iconVeðurfræði

Er eitthvað til í því að morgunroði boði vætu en kvöldroði þurrk? Ef svo er, hvers vegna?

Gömul trú er að morgunroðinn væti en kvöldroðinn bæti og er þá þurrkur talinn til bóta. Erfitt er að leggja mat á hversu marktæk þessi regla er. Við hefðbundnar veðurathuganir er roði á himni ekki skráður, svo að leita þyrfti annarra heimilda eða gera sérstakar athuganir um nokkra hríð. Hugsanlega mætti met...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru sjónvarpsbylgjur og hvernig er hægt að senda mynd eða hljóð gegnum loftið?

Þegar við heyrum hljóð hefur það upphaflega skollið á hljóðhimnunni en eyrað breytir því í rafmerki eða eins konar breytilegan rafstraum sem berst til heilans. Hljóðnemi breytir líka hljóði í rafstraum. Þegar hljóðinu er útvarpað er rafmerkinu breytt í mótaðar rafsegulbylgjur eins og lýst er í svari SIV við spurni...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er spegilmynd manns á hvolfi þegar horft er í skeið?

Hér er einnig svarað spurningum frá Hildi Snæland, Jóhanni Ragnarssyni, Eygló Egilsdóttur og Guðrúnu Þorsteinsdóttur.Þetta sést glöggt þegar við skoðum geislagang í holspegli, en skeiðinni verður í þessu samhengi best lýst sem slíkum spegli. Bláa pílan sem vísar upp á við og er til vinstri á myndinni hér á eftir t...

category-iconHugvísindi

Af hverju kallast Skuggahverfi svo? En Barónsstígur og Grjótaþorp?

Í Sögustað við Sund segir Páll Líndal:Skuggahverfi var upphaflega nafn á óskipulegu hverfi tómthúsbýla sem tóku að rísa snemma á 19. öld meðfram ströndinni austan núverandi Ingólfsstrætis og allt inn að Vitastíg, en norðan núverandi Laugavegar. (66)Enn fremur segir Páll:Skuggi hét tómthúsbýli sem reist var 1802-18...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir hnísan?

Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þ...

category-iconHugvísindi

Hverjir fundu upp bækur?

Bókin í þeirri mynd sem við þekkjum hana er uppfinning Rómverjanna. Bók með síðum sem hægt er að fletta, svonefnt codex, festist í sessi undir lok þriðju aldar. Áður höfðu menn lesið af rollum, en það voru lengjur úr papýrusblöðum vafin upp á kefli. Hægt er að lesa meira um bækur í svari við spurningunni Hvað er b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það ekki tóm þvæla að vatn frjósi neðan frá?

Jú, það er hárrétt hjá spyrjanda. Vatn frýs ekki neðan frá heldur frýs það fyrst við yfirborðið og nær þá að einangra heitara vatnið sem er fyrir neðan. Ef vatn frysi neðan frá mundu vötn botnfrjósa í frostum og dýralíf í þeim yrði lítið! Nær allir vökvar dragast saman þegar þeir kólna og eðlismassi þeirra hækk...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna frýs uppsprettuvatn ekki?

Fyrir þessu eru tvær ástæður: Í fyrsta lagi er uppsprettuvatn ekki nógu kalt til að frjósa, og þó að það kynni stundum að kólna alveg niður að frostmarki gæti straumurinn tafið fyrir því að allt vatnið frysi varanlega. Við Íslendingar búum ekki við sífrera sem kallað er, heldur fer frost úr jörð á sumrin á lágl...

Fleiri niðurstöður