Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6211 svör fundust
Hvað er átt við þegar fólk segir farðu norður og niður?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við með þegar fólk segir farðu norður og niður og hvaðan kemur þetta orð? Orðasambandið að fara norður og niður í merkingunni ‘fara til fjandans’ er vel þekkt um aldir. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 17. öld úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafs...
Hvers vegna er settur poki í Geysi?
Poki með sandi er settur í rauf sem hoggin var árið 1935 í norðurbarm hversins. Tilgangurinn er að hefta rennslið úr honum og hafa skálina fulla, einkum vegna slysahættu ef hverinn gýs. Ef lítið vatn er í skálinni fara ferðamenn of nálægt gosrásinni. Pokinn er ekki settur í hverinn sjálfan en hins vegar er stundum...
Hvers vegna þurfum við að fara í skólann ef við viljum það ekki?
Til þess að geta lifað og starfað í samfélagi nútímans er nauðsynlegt að hafa gengið í skóla. Það er hvort tveggja nauðsynlegt einstaklingunum, hverjum í sinni hamingjuleit, og samfélaginu í heild, bæði til að öllum störfum sé sinnt sem þurfa þykir og að virkt lýðræði haldist í landinu. Lýðræðisþróun Innifó...
Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?
Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...
Af hverju var rithöfundurinn Salman Rushdie dæmdur til dauða?
Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, rithöfundinn Salman Rushdie (f. 1947) til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangt...
Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?
Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...
Hvað þýða litirnir í norska fánanum?
Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...
Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn
Þann 25. janúar 2016 birtist þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavef Háskóla Íslands. Það er einstakur árangur og sýnir elju Guðrúnar og um leið mikinn og lifandi áhuga spyrjenda á íslenskri tungu, málfari, orðatiltækjum og almennt öllu því sem snertir málvísindi. Svör Guðrúnar eru aðallega í tveimur f...
Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?
Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...
Hvað er registry í tölvum og hvað gerir það?
Registry, eða stillingaskrá[1], er gagnasafn yfir stillingar og stöður fyrir stýrikerfið Microsoft Windows og forrit sem eru uppsett á því. Það hefur verið hluti af öllum útgáfum af Windows-stýrikerfinu síðan Windows 3.1 (sem kom út 1992). Það er mikill kostur fyrir stýrikerfi að hafa allar upplýsingar og stilling...
Hver fann upp kjarnorkusprengjuna?
Þegar menn uppgötvuðu rafeindina og atómkjarnann kringum aldamótin 1900 varð ljóst að atómið var ekki smæsta eining efnis eins og áður hafði verið talið, heldur væri það í raun kljúfanlegt. Í takmörkuðu afstæðiskenningunni (e. theory of special relativity) sem Einstein setti fram árið 1905, fólst meðal annars að ú...
Hver var Jacques Derrida og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Um franska heimspekinginn Jacques Derrida (1930-2004) er óhætt að fullyrða að hann hafi verið býsna umdeild persóna sem öðru fremur helgaði sig linnulausri gagnrýni á hvers kyns ríkjandi valdhafa og kennivald. Enda þótt menntun hans hafi að mörgu leyti verið dæmigerð fyrir franska heimspekinga var samband hans við...
Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?
Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...
Hvernig getur tilviljun eða heppni komið mönnum á rétt spor í vísindalegri uppgötvun?
Fjölmörg dæmi eru um uppgötvanir af hreinni tilviljun. Stundum eru menn fljótir að nýta sér nýfengna þekkingu og þróa nýjar aðferðir eða tæki. Þegar fyrirbærið virðist flóknara þá leita menn skilnings á því og beita þá vísindalegum aðferðum. Forvitnin er mikilvæg í þekkingarleitinni, löngunin til að vita og skilja...
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...