Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu kenningar í sambandi við fjöldadauða í lok tríastímabilsins?

Talið er að aðeins fjórum til fimm sinnum í sögu jarðar hafi átt sér stað jafn umfangsmikill útdauði tegunda og varð í lok tríastímabils fyrir um 208 milljónum ára. Meira en 20% af þeim 300 ættum hryggleysingja og hryggdýra sem lifðu í sjó um þetta leyti dóu út. Einnig hefur verið sýnt fram á að landdýr urðu illa ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru hreindýr þung og er það rétt að hreindýr sem lifa norðarlega séu léttari en þau sem lifa sunnar á hnettinum?

Algeng þyngd hreindýra (Rangifer tarandus), það er karldýra, er að jafnaði í kringum 160-185 kg en kvendýrin eru nokkuð minni eða að jafnaði um 80-120 kg. Að vísu getur stærð hreindýra verið allbreytileg eftir stofnum og deilitegundum en hreindýrum er skipt niður í nokkrar deilitegundir enda lifa þau villt allt í ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna valda rúsínur vindgangi?

Rúsínur eru þurrkuð vínber og innihalda um 60-70% ávaxtasykur, auk steinefna og trefja. Í rúsínum er engin fita. Flestar fæðutegundir sem innihalda sykrur geta valdið vindgangi. Eðlileg losun á loftegundum um endaþarmsopið er talin vera um 14 til 23 skipti á dag. Ástæðan er sú að líkaminn getur ekki melt og ...

category-iconLæknisfræði

Hver var Díoskúrídes?

Pedaníos Díoskúrídes var forngrískur læknir og grasafræðingur sem starfaði í Róm um og eftir miðja fyrstu öld. Hann var frá Caesareu í Kilikíu í Litlu-Asíu en er iðulega kenndur við Anazarbos en það er yngra heiti á borginni. Gjarnan er talið að Díoskúrídes hafi verið læknir í rómverska hernum en ályktunin byggir ...

category-iconHeimspeki

Hver var Ernest Gellner og hvað gerði hann merkilegt?

Ernest Gellner (1925-1995) var mannfræðingur og heimspekingur sem þekktastur varð fyrir tvennt; framlag sitt til félagslegrar mannfræði og gagnrýni sína á svonefnda mannamálsheimspeki. Hugmyndir hans hafa haft einkar mikil áhrif í rannsóknum á þjóðernishyggju annars vegar og í rannsóknum á íslam hins vegar. Gel...

category-iconLögfræði

Hvað er bankaleynd og hversu víðtæk er hún?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Bankaleynd hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Yfir hvaða svið bankaviðskipta nær leyndin? Hvað má upplýsa og hvað ekki? Í 7. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er kveðið á um trúnaðarskyldur starfsfólks þeirra. Þar er lögð almenn skylda á allt starfsfólk f...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?

Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað er fylliliður?

Orðið fylliliður er í setningafræði notað um það sem á ensku er kallað complement. Þetta hugtak er notað um þá liði sem fylgja aðalorði setningarliðs. Fylliliður getur verið fallorð og stjórnar aðalorðið þá falli hans. Sama gildir um andlög sagna. Atviksliðir og forsetningarliðir teljast oft fylliliðir ef þeir fyl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta skjaldbökur orðið gamlar?

Í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hve lengi lifir risaskjaldbakan? kemur fram að risaskjaldbakan er langlífust allra hryggdýra. Þar segir: Elsta skjaldbakan sem heimildir eru um varð að öllum líkindum 152 ára. Heimildum ber þó ekki fyllilega saman um þennan aldur, en risaskjaldbökur hafa ekki verið r...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?

Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær. Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?

Svarið er í stuttu máli tvíþætt. Í fyrsta lagi er alls ekki líklegt að hraðeindir séu til og engar vísbendingar um það þó að sumir hafi viljað bollaleggja um þær. Í öðru lagi er engan veginn sjálfgefið að tilvist þeirra mundi breyta neinu um möguleika okkar á að koma hlutum í kringum okkur upp fyrir ljóshraða. ...

category-iconLögfræði

Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?

Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna nær heimild til verkfalls ekki til eftirtalinna starfsmanna:Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og Kjaranefnd. Starfsmanna Alþingis og stofnana þess, svo og starfsmanna á skrifstofu f...

category-iconFélagsvísindi

Í hvað fer kirkjuskatturinn sem maður er látinn borga, til dæmis ef maður segir sig úr þjóðkirkjunni?

Athugasemd Ritstjórnar: Svarið var uppfært 13.09.2010 með hliðsjón af breyttum lögum um sóknargjöld. Um sóknargjöld og fleira skulu þjóðkirkjusöfnuðir og skráð trúfélög eiga ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Það helgast svo af því hvaða trúfélagi maður tilheyrir hvert „kirkjuskattur” eða sóknargjöld manns renn...

category-iconHugvísindi

Hvað var örkin hans Nóa stór í samanburði við til dæmis flutningaskip Eimskipa?

Um gerð arkarinnar segir í fyrstu bók Móse að hún skuli gerð úr góferviði, brædd biki utan og innan og enn fremur segir þar: Glugga skalt þú gjöra á örkinni og búa hann til á henni ofanverðri, allt að alin á hæð, og dyr arkarinnar skalt þú setja á hlið hennar og búa til þrjú loft í henni: neðst, í miðju og efs...

category-iconHeimspeki

Er trúaður maður sem brýtur af sér hræsnari?

Helsta einkenni hræsnara er uppgerð eða blekking. Hræsnari þykist vera eitthvað annað en hann er eða þykist hafa skoðun eða trú sem hann hefur ekki í raun. Þetta gerir hann í því skyni að líta betur út í augum annarra. Hræsnari er sem sagt sá sem þykist betri en hann er. Ef maður fordæmir aðra fyrir hegðun sem...

Fleiri niðurstöður