Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5276 svör fundust
Hver er munurinn á B.A.- og B.S.-gráðu og hvað táknar skammstöfunin?
Skammstafanirnar B.A. og B.S. eru latneskar að uppruna og standa fyrir baccalaureus artium og baccalaureus scientiarum. Orðið 'baccalaureus' er myndað eftir latnesku orðunum bacca lauri, það er 'ber lárviðarins', en það var siður Grikkja og Rómverja að heiðra menn með lárviðarsveig, sérstaklega skáld. Frá síðari h...
Hver er sagan á bak við orðið völundarhús?
Spurningin sem Hólmkell Leó sendi inn hljóðaði svona: Ég er forvitinn að vita af hverju völundarhús heita þessu nafni? Orðið völundarhús er annars vegar notað um flókna byggingu með mörgum göngum og ranghölum en hins vegar um hluta af innra eyra. Fyrri merkingin er mun eldri og kemur þegar fram í fornu mál...
Hvers vegna eru Heiður og Dagmar kvenmannsnöfn en Eiður og Ingimar karlmannsnöfn?
Kvenmannsnafnið Heiður þekkist frá fornu fari. Það kemur fram sem heiti á völvum, meðal annars í Völuspá: Heiði hana hétu, hvars til húsa kom, (hvars = hvar sem) völu velspáa ... Eiginnafnið beygðist og beygist enn samkvæmt sterkri beygingu nafnorða: Nf. Heiður Þf. Heiði Þgf. Heiði Ef. Heiðar Merking nafn...
Um hvað fjallar samræðan Gorgías eftir Platon?
Samræðan Gorgías eftir Platon fjallar að minnsta kosti á yfirborðinu um mælskulist enda hlaut hún undirtitilinn Um mælskulistina þegar í fornöld. Samræðan á að eiga sér stað einhvern tímann á 3. áratug 5. aldar f. Kr. Mælskulistarkennarinn Gorgías frá Leontíní (um 485-380 f. Kr.) er kominn til Aþenu og þegar samræ...
Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?
Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr...
Er til galdrafólk?
Í svari sínu við spurningunni; Eru galdrar til?, hefur Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi að segja um galdra:Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér viðleitni mannsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður eftir þeim leiðum sem hann telur færar hverju sinni. Í því ljósi má...
Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?
Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef sam...
Hver er líkamlega erfiðasta íþrótt í heimi?
Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör og ber að taka öllu því sem kemur hér á eftir með ákveðnum fyrirvara enda þetta svar einungis gert til gamans. Mjög viðamikla rannsókn þyrfti til að skera úr um óyggjandi svar við ofangreindri spurningu. Spurningin þrengir þó töluvert það sem þyrfti að skoða. Hér þarf ek...
Hvað getið þið sagt mér um flæðigos eða hawaiísk eldgos?
Flæðigos, oft einfaldlega kölluð hraungos, eru einkum af tvennu tagi. Annars vegar gos á sprungum sem eru frá nokkrum upp í tugi kílómetra á lengd, og hins vegar dyngjugos þar sem kvikan kemur að miklu leyti upp um eitt gosop. Strókar af glóandi kvikuflikkjum rísa tugi eða hundruð metra upp af gosopunum, en gosmök...
Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?
Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast...
Af hverju verður fólk feitt?
Eins og með margt annað ákvarðast holdafar fólks af umhverfisþáttum og erfðum. Í grunninn er tvennt sem ræður því hversu feitur einstaklingur er. Annars vegar fer það eftir fjölda fitufrumna og hins vegar eftir stærð þeirra. Líkaminn er þannig úr garði gerður að hann leitast við að halda þyngdinni stöðugri. Ef við...
Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?
Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...
Er einhver munur á því að setja mann í embætti eða skipa hann?
Já, á þessu tvennu er munur. Hann felst í því hvernig staðið er að ráðningu viðkomandi, hve lengi hún stendur og hve varanleg hún er. Að sama skapi er staða embættismanna sem hafa verið settir í embætti og skipaðir ekki alfarið sú sama. Almenna reglan er sú að opinberir embættismenn eru skipaðir í embætti. Samk...
Af hverju eru sumir heimskir en aðrir snjallir?
Eins og lesa má í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Af hverju eru sumir gáfaðri en aðrir? hefur verið deilt um hvort greind sé meðfædd eða áunnin. Helstu rannsóknirnar í þessu sambandi snúa að eineggja tvíburum sem hafa verið skildir að við fæðingu, þó að öðrum ástæðum en til að gera rannsóknina!...
Hvernig eru jöklar flokkaðir og af hverju eru sumir jöklar úr snjó frekar en ís?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Jöklar eru flokkaðir í þíðjökla og gaddjökla/hjarnjökla. Af myndum að dæma af brotsárum jökla á Grænlandi eða Suðurheimskautinu þá er ekki þar um ís að ræða heldur sampressaðan snjó? Þegar jöklar hérlendis kelfa er greinilega um ís að ræða. Hvað er rétt í þessu? H...