Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8079 svör fundust

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða tilgangi þjóna „skuggaráðuneyti“?

Í skuggaráðuneytum er fylgst með ráðuneytum sitjandi ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan velur ráðherraefni úr sínum röðum til þess að fylgjast með tilteknum ráðuneytum og kallast þau skuggaráðuneyti og ráðherraefnin skuggaráðherrar. Þannig getur stjórnarandstaðan fylgst vel með verkum sitjandi ríkisstjórnar og gagn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Orðið plebbi er í tísku núna en hvað þýðir það?

Orðið plebbi er notað um ómenningarlegan eða lágkúrulegan mann. Það er stytting á nafnorðinu plebeji í sömu merkingu sem barst hingað úr dönsku plebejer og er eldra í málinu eða frá því snemma á 20. öld. Eins er til lýsingarorðið plebejískur 'lágkúrulegur' fengið frá dönsku plebejisk. Plebbi er vel þekkt í málinu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?

Í auglýsingu menntamálaráðuneytisins um greinarmerkjasetningu frá 1974 er ekki fjallað um svokallaða úrfellingarpunkta eða þrípunkta. Nokkur hefð hefur þó skapast um notkun þeirra og eru þessar reglur helstar:Þrír punktar eru notaðir til að sýna að fellt hafi verið innan úr venjulegum texta eða úr tilvitnun. Þá er...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig myndaðist jörðin?

Jörðin varð til á svipaðan hátt og aðrir himinhnettir. Sagan byrjar með því að mikið ský úr gasi og ryki er á sveimi kringum sólina. Þetta ský snýst um miðju sína svipað og loftið í lægðunum í lofthjúpi jarðar snýst um lægðarmiðjuna. Smám saman þéttist skýið í gashnött sem síðan verður að vökva og yfirborð hans st...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hefur enska orðið 'brunch' verið íslenskað? Ég hef heyrt orðið "dögurður" í þessu sambandi. Heyrði það fyrst á Hótel Sögu árið 1986.Orðið brunch virðist notað af flestum í sinni upprunalegu mynd, það er sem aðkomuorð úr ensku. Eitthvað virðist þó orðið dögurður vera notað um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við þegar sagt er að einhvern reki í rogastans?

Orðið rogastans merkir ‘mikil undrun’ og er nær eingöngu notað í orðasambandinu að einhvern reki í rogastans ‘einhver verður mjög hissa’. Orðið er samsett úr roga- og nafnorðinu stans ‘dvöl, töf’. Það er sagt að menn reki í rogastans þegar þeir verða mjög hissa. Roga- er svokallaður ‘herðandi forliður’ sem notað...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að búa til lyf gegn Alzheimer-sjúkdómi með því að genabreyta hákörlum?

Upphaflega spurningin var svohljóðandi:Er hægt að búa til lyf gegn veikinni Alzheimer, með því að genabreyta hákörlum og þá nota efnið úr heila þeirra (eins og í bíómyndinni Deep Blue Sea)? Ég vil taka strax fram að ég hef ekki séð umrædda bíómynd og veit því ekki nákvæmlega hvað þar er gert. Ég geri hins vegar r...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er einræktun?

Með einræktun (klónun) er átt við fjölgun frumna eða lífvera sem eru erfðafræðilega eins. Þegar teknir eru græðlingar af plöntu og þeir látnir vaxa og verða að nýjum plöntum er um einræktun að ræða. Eineggja tvíburar hafa líka eins erfðaefni, ef undan eru skildar stökkbreytingar sem hugsanlega hafa orðið í líkamsf...

category-iconJarðvísindi

Hverjar eru helstu setgerðir og hvernig myndast setlög á Íslandi?

Yfirborð jarðar er að langmestu leyti hulið setlögum. Þetta á bæði við um víðáttu hafsbotnsins og þurrlendi meginlandanna. Það gefur því auga leið að setlög eru afar fjölbreytileg. Myndun setlaga hefst með því að setkorn verða til í náttúrunni. Setkornin geta flust úr stað en setjast svo til og mynda setlög. ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?

Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið. Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkj...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er spegill á litinn?

Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?

Upprunalega spurningin var á ensku:What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland? Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig og við hvaða skilyrði berst hafís til Íslands?

Nær allur hafís við Ísland er hingað kominn fyrir tilverknað hafstrauma og vinds. Það er aðeins í undantekningartilvikum sem hann myndast á hafsvæðum skammt undan ströndum landsins. Líkur á að hafís komi upp að ströndum landsins ráðast að mestu af tveimur þáttum: a) Heildarflatarmáli íss við Austur-Grænland og b) ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju stíflast nefið þegar við grátum?

Tár myndast í tárakirtlum utarlega í efri augnlokunum. Tárin dreifast yfir yfirborð augans með blikki augnlokanna. Hluti táranna gufar upp en hluti berst í átt að augnkrókum þar sem þau enda í göngum og berast eftir þeim í nefgöngin. Við offramleiðsla á tárum gerist tvennt, annars vegar hellast tár yfir augnlokin ...

category-iconNæringarfræði

Hvað þarf mörg grömm af ferskum fiski til að búa til 100 grömm af harðfiski?

Ef miðað er við ýsu þá er örstutta svarið að það þarf um það bil 1,1 kg af ferskum óslægðum fiski upp úr sjó til að búa til 0,1 kg (100 g) af ýsuharðfiski. Tölurnar eru svipaðar fyrir ýsu og þorsk en gætu litið öðruvísi út fyrir aðrar fisktegundir og aðrar gerðir af harðfiski. Það eru til allnokkrar leiðir til ...

Fleiri niðurstöður