Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5813 svör fundust
Er Kóraninn til á íslensku?
Kóraninn kom út í íslenskri þýðingu Helga Hálfdanarsonar árið 1993 og endurskoðuð þýðing var gefin út tíu árum síðar. Kóraninn er víða til í enskum þýðingum á Netinu. Á síðunni Hypertext Qur'an er til að mynda hægt að lesa hann í tveimur mismunandi enskum þýðingum og einnig á frummálinu sem er arabíska. Hér...
Hafa köngulær tennur?
Svarið er nei, köngulær hafa ekki tennur líkt og spendýr, fiskar eða skriðdýr en þær hafa hins vegar svonefnd klóskæri sem liggja fyrir framan munninn. Köngulóin notar klóskærin á svipaðan hátt og hryggýr nota tennur, það er til þess að grípa bráðina og rífa hana í sig. Klóskæri eru munnlimir með harðan og odd...
Hvað eru sumarávextir?
Sumarávextir eru einfaldlega ávextir sem eru áberandi yfir sumarið eða framboð þeirra mikið á þeim árstíma. Þetta eru tegundir eins og ferskjur, nektarínur, apríkósur, mangó, melónur og ber af ótal tegundum. Framboð á ýmsum öðrum tegundum getur verið bundið við fleiri en eina árstíð svo sem eplum og banönum enda e...
Hvernig er best að undirbúa sig undir nám í verkfræði?
Verkfræðideild Háskóla Íslands veitir inngöngu öllum þeim sem lokið hafa stúdentsprófi. Reynslan hefur þó sýnt að nemendur geti helst gert sér vonir um viðunandi námsárangur í verkfræðideild ef þeir hafa að minnsta kosti lært þá stærðfræði og eðlisfræði sem kennd er á náttúrufræðibrautum. Á undanförnum árum he...
Hvort erum við komin af öpum eða fiskum?
Því miður er ekki fullljóst hvað átt er við með spurningunni. Mennirnir eru ekki "komnir af" þeim tegundum lífríkisins sem lifa á jörðinni núna. Hins vegar er allt líf á jörð komið af einni rót, og því eiga allar lífverur á jörðinni sér sameiginlegan forföður ef rakið er nógu langt aftur í tímann. Tími jarðsögu og...
Hvað ræður því hvað mann dreymir?
Þessa spurningu mætti allt eins orða svona: Hvað ræður því hvað við við hugsum? Draumar verða vegna starfsemi heilans í svefni og stundum í vöku líku. Þess háttar drauma köllum við dagdrauma. Mörgum finnst sem draumar séu einkennilegt fyrirbæri af því að þá er heilinn að störfum á meðan við sofum. En ráðum við ...
Hvar er hægt að læra fornfræði eða fornleifafræði?
Hér er einnig svarað spurningu Sögu Brá Davíðsdóttur:Ef ég ætla að verða fornleifafræðingur í hvaða skóla fer ég og hvað tekur námið mörg ár? Fornleifafræði Fornleifafræði er hægt að læra æði víða. Flestir Íslendingar sem starfa á þessu sviði hafa lært í Svíþjóð (Gautaborg, Uppsölum) og á Bretlandi (London), e...
Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn. Þverstæðan er þessi: Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.Þá hlýtur hann að geta lyft...
Hvernig færði Adam Smith rök fyrir því að stuðla bæri að verslunarfrelsi?
Meginhugmyndir Adams Smiths í Auðlegð þjóðanna, sem fyrst kom út árið 1776, voru tvær. Önnur var, að atvinnulífið gæti verið skipulegt án þess að þurfa að vera skipulagt. Á frjálsum markaði getur myndast röð og regla í krafti frjálsra viðskipta og annarra eðlilegra samskipta einstaklinganna. Þetta kallaði Smit...
Af hverju græddi Fíleas Fogg einn dag þegar hann fór umhverfis jörðina á 80 dögum?
Fyllri útgáfa spurningarinnar, nær frumgerðinni, er sem hér segir:Þegar Fíleas Fogg var að fara "umhverfis jörðina á 80 dögum" í skáldsögu Jules Verne, uppgötvaði hann í lokin að hann hefði grætt einn dag. Væruð þið til í að útskýra það betur?Hugsum okkur að maður fari í ferðalag til austurs og færist á hverjum 23...
Hvernig reikna reiknivélar kvaðratrætur?
Spyrjandi bætir við: Er til einhver skotheld aðferð til að finna kvaðratrót tölu án vélar?Til að finna kvaðratrót tölu er algengt að reiknivélar noti eftirfarandi aðferð. Hún byggir á ítrun Newtons sem hefur verið lýst hér á Vísindavefnum. Ef við viljum finna kvaðratrót tölunnar \(R\) þá viljum við finna \(x\) þa...
Hvað eru málmleysingjar, hliðarmálmar og halógenar?
Málmleysingjar eru frumefni sem teljast ekki til málma. Þeir geta hvorki leitt rafmagn né hita mjög vel og eru mjög brothættir ólíkt málmunum. Meðal málmleysingja eru eðalgastegundir, halógenar, vetni, súrefni, kolefni og kísill. Við stofuhita eru allir málmleysingjarnir annað hvort í gasham eða storkuham, fyrir u...
Af hverju er Skakki turninn í Písa skakkur?
Skakki turninn í borginni Písa á Ítalíu er sjö hæða hár klukkuturn sem er frægur um allan heim fyrir að halla ískyggilega. Turninn er rúmlega 800 ára gamall. Vinna við hann hófst árið 1173, en vegna tafa af völdum ýmissa stríða var lokahöggið við bygginguna ekki slegið fyrr en tæpum 200 árum seinna. Turninn byr...
Hvað er röntgen og getur röntgengeislinn verið hættulegur?
Oftast þegar orðið röntgen er notað í daglegu tali er átt við rannsóknir með röntgengeislum sem gerðar eru til sjúkdómsgreiningar. Orðið vísar þá annaðhvort til rannsóknarinnar sjálfrar eða staðarins þar sem hún er gerð, það er röntgendeildarinnar. Nafnið röntgen er þannig til komið að geislarnir voru nefndir í...
Af hverju erum við með tíu tær og tíu fingur?
Væntanlega hafa flestir einhvern tímann litið á hendurnar á sér eða fæturna og velt því fyrir sér af hverju tærnar eru tíu og fingurnir líka? Af hverju erum við ekki með tólf tær eða átta fingur? Ef litið er til hinna ýmsu hryggdýra þá er táafjöldi þeirra mjög breytilegur, meira að segja hjá öpum. Hinir svoköll...