Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4754 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?

Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið galgopi?

Orðið galgopi er notað um karl eða konu sem er fljótfær og sýnir litla aðgæslu. Það er sett saman af áhersluforliðnum gal-, sem elst dæmi eru um frá 18. öld (Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:224), og nafnorðinu gopi sem hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘munnop, lítill (gráðugur) munnur; op; stutt, skjól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7)

Skammstöfunin UTC er notuð fyrir tímakvarða sem á ensku kallast Coordinated Universal Time. UTC er sami tími og miðtími Greenwich (GMT eða Greenwich mean time) en það er einmitt sá tími sem notaður er á Íslandi. Þegar gefinn er upp tími á ákveðnum stað á jörðinni með því að nota UTC eru notuð + eða – tákn til...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast snákar í Danmörku?

Í Danmörku eru tvær villtar snákategundir. Um aðra þeirra, nöðru eða höggorm (Vipera berus), er fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku? Tegundin er eitruð en bit hennar er þó ekki talið banvænt. Höggormur (Vipera berus). Danir kalla hina snák...

category-iconHugvísindi

Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?

Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okk...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir Þýskaland svo ólíkum nöfnum á frekar líkum tungumálum?

Nafnið Þýskaland er dregið af þjóð, en þýðverskur merkir hið sama og þýskur, samanber fornháþýsku diutisc sem merkti ‚alþýðlegur‘, en á gotnesku var orðmyndin þiudisks og merkti ‚heiðinn‘. Skylt þessum myndum er deutsch í Deutschland og tysk í Tyskland. Orðið Dutch ‚hollenskur‘ var notað í ensku á 15. og 16. öld í...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á prósentum og prósentustigum?

Hugtakið prósentustig (e. percentage point) er notað til að tákna einn hundraðasta eða eitt prósent. Það er einungis notað þegar talað er um breytingu á prósentu. Þess vegna er ekki sagt að vextir séu til dæmis sjö prósentustig, heldur sjö prósent. Ef það ætti að hækka eða lækka vextina þá væri hugtakið prósentust...

category-iconLífvísindi: almennt

Er piparminta búin til úr mintu og pipar? Ef það er enginn pipar í henni af hverju heitir hún þá piparminta?

Piparminta er kryddjurt af svonefndri varablómaætt. Á fræðimáli kallast hún Mentha x piperita. Piparminta er blendingur tveggja mintutegunda, Mentha aquatica og Mentha spicata. Orðið piparminta er líka notað um sælgætistöflur með piparmintubragði en jurtin er oft notuð til að gefa sælgæti, ís, tyggjói og tannkremi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skálmöld og við hvaða skálm er átt?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið eða hugtakið skálmöld? Hvaðan er þetta orð komið og við hvers konar skálm er átt? Orðið skálm er fornt orð yfir sverð en þekkist einnig í merkingunni 'stór hnífur, sveðja'. Skálmöld merkir 'ófriðaröld, vígaöld'. Orðið þekkist fyrst úr 44. (45.) vísu Völ...

category-iconLandafræði

Hvaða rök eru fyrir því að Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi heiti því nafni en beri ekki lengur nafnið Gunnólfsfell?

Í Landnámabók er heiti fjallsins Gunnólfsfell, það er sem sé kennt beint við Gunnólf sjálfan. Í sama riti er víkin kölluð Gunnólfsvík. Mynd sem sýnir eyðibýlin Sóleyjarvelli og Gunnólfsvík. Gunnólfsvíkurfjall sést efst til hægri. Á einhverjum tímapunkti hefur það gerst að menn fara að kenna svo fjallið við v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?

Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að Íslendingum hafi þótt Baskar (Vasco) svo duglegir að það sé skýringin á orðinu vaskir menn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég hef stundum velt fyrir mér lýsingarorðinu "vaskur" (sbr. vaskir menn). Getur verið að hér sé átt við Baska (Vasco). Er hugsanlegt að Íslendingum hafi þótt Baskarnir duglegir veiðimenn og að orðið hafi þannig orðið til? Ég tel ekki líkur á að lýsingarorðið vaskur ‘r...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vormeldúkur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Í Kuml og haugfé eftir Kristján Eldjárn (bls. 89, 3. útg.) er lýst taubút sem fannst í fornmannagröf og sagt að "Vendin er hin sama og á svokölluðum vormeldug sem notaður var í yfirhafnir á seinni tímum." En hvað er vormeldúkur? Í Blöndals orðabók er orðið þýtt sem "Vor...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að hafa eitthvað í flimtingum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Íslenskan hefur fullt af frösum þar sem fyrir kemur orð, sem er eiginlega bara aldrei notað utan þess orðasambands og merkingin jafnvel nær óþekkt á orðinu stöku. Hvað er t.d. þetta flimtingar fyrirbæri? Nafnorðið flimtingar (kv. ft.) merkir ‘háð, spott, dylgjur’. Af sa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað kallast kvenkyns hlébarði?

Venjan er að kalla kvenkyns kattardýr læður hvort sem það eru dýr af smákattategundum svo sem heimiliskettir (Felix cattus) eða kettir af stórkattaættkvíslinni (Panthera). Því er eðlilegt að nota orðið hlébarðalæða um kvendýr hlébarðans (Panthera pardus). Hins vegar hefur skapast sú hefð að kalla kvendýr tígrisdýr...

Fleiri niðurstöður