Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Af hverju er vatn blautt?

Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér. Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kan...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?

Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva. Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Verða ruslatunnur í framtíðinni lítil svarthol?

Svarið er að við höfum ekki trú á þessu af ýmsum ástæðum. Svarthol eru ekki þægilegir nágrannar og athuganda sýnist ekki að hlutir falli nokkurn tímann inn fyrir sjónhvörfin. Við mundum því geta skynjað rafsegulgeislun frá ruslinu til eilífðarnóns eða jafnlengi og svartholið varir! Þyngdarkraftar frá svartholinu y...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig fóru heiðin jól fram?

Engar samtímaheimildir eru til um heiðið jólahald. Elstu lýsingar eru skráðar af kristnum höfundum tveim öldum eftir að heiðinn siður var afnuminn. Ekki er þorandi að treysta á að þær lýsingar séu með öllu óhlutdrægar. Norræn jól voru í öndverðu skammdegishátíð, en þær hafa þekkst um víða veröld og gegna andlegri ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?

Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?

Flestir kannast við goðsögnina um að einhver hafi hreinlega lesið yfir sig og þjáist í kjölfarið af alvarlegum geðröskunum. Það er þó misskilningur að orsök geðveilunnar sé lærdómurinn sjálfur. Geðklofi er sú geðröskun sem almennt er talin vera alvarlegasta geðröskunin og sú sem einna helst krefst innlagna á ge...

category-iconFornfræði

Um hvað fjalla Hómerskviður?

Hómerskviður eru tvær, Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Ilíonskviða er talin vera eldri, ort um 750 f. Kr. Ilíonskviða Ilíonskviða fjallar um atburði Trójustríðsins, þegar Akkear (Grikkir) sátu um Trójuborg. Ilíonsborg er annað heiti á Tróju en stofnandi borgarinnar var sagður hafa verið Ilíos. Umsátrið, sem ...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er Evrópusambandið að banna ryksugur sem eru 1600 vött eða meira?

Nýlegt bann Evrópusambandsins við markaðssetningu ryksugna sem eru 1600 vött eða meira er ávöxtur tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um visthönnun vöru sem notar orku (nr. 2009/125). Markmið tilskipunarinnar er að efla vernd umhverfisins með því draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra vara sem nota orku. Til...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er satt að maður geti orðið geðveikur af því að spila á glerhörpu?

Margir þekkja að hægt er að láta syngja í glasi með því að strjúka eftir brún þess með blautum fingri. Svipuðu máli gegnir um svokallaða glerhörpu þar sem fá má fram ólíka tóna með því að renna fingri eftir misstórum glerskálum (sjá Hvað er glerharpa?). Hljómblær tónanna sem myndast þegar leikið er á glös eða gler...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er lóðarstokkur?

Upphaflega fékk Vísindavefurinn þessa spurningu um lóðarstokk senda með skemmtilegu bréfi sem hljóðar svona:Faðir minn er nýorðinn vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar er herbergi sem er kallað spjallherbergið. Í þessu herbergi er samsafn af allskonar gömlum hlutum og verkfærum. Eitt af þes...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig varð Sálumessa Mozarts til?

Sálumessa Mozarts (K. 626) er síðasta verkið sem hann vann að og var ófullgerð þegar hann lést í desember 1791. Af öllum þeim sálumessum sem samdar voru á 18. öld nýtur verk Mozarts mestrar hylli. Hér nær list tónskáldsins að sumu leyti hápunkti sínum, en þó hefur hin óvenjulega tilurðarsaga verksins vafalaust kyn...

category-iconHagfræði

Hvað er tollastríð og hvað gerist þegar þau hefjast?

Orðin tollastríð (e. tariff war) og viðskiptastríð (e. trade war) eru notuð til að lýsa aðstæðum þar sem ríkjasamsteypa eða ríki (land A) beita tollum og/eða öðrum viðskiptaþvingunum til að ná einhverjum vel eða illa skilgreindum markmiðum tengdum samskiptum við annað ríki (land B). Þá eru lagðir tollar, eða viðb...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er forskeytið -ó notað þegar sagt er „hún á skammt eftir ólifað“?

Spurningarnar í fullri lengd hljóðuðu svona: Af hverju segir maður „ólifað“, til dæmis hún á skammt eftir ólifað? Af hverju er þetta neikvæða forskeyti sett fyrir framan? Ólifað bendir frekar til þess að einstaklingur sé látinn en til þess tíma sem hann á eftir á lífi. Af hverju er alltaf sagt „ólifað“, t....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa rottur á nóttinni eða yfir daginn?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sofa rottur á næturnar eða daginn. Ég þarf að fylla í rottuholu utandyra og vill ekki eiga á hættu að loka rottuna inni undir húsinu. Það er misjafnt hvenær sólahringsins dýr eru virkust. Sum athafna sig helst á nóttunni (e. nocturnal), önnur á daginn (e. diurnal) og svo eru þ...

category-iconTölvunarfræði

Hvað gerist ef allir sæstrengir sem tengja Ísland við umheiminn rofna samtímis?

Ef hið ólíklega gerðist að allir sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn myndu rofna í hafi á sama tíma mun margvísleg mikilvæg starfsemi fara úr skorðum. Ekki liggja fyrir nákvæmar greiningar hvað mun stöðvast eða skerðast en til að gefa einhvers konar svar við spurningunni mætti spyrja hvaða fjarskipti mun...

Fleiri niðurstöður