Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3981 svör fundust
Hvað eru margar hýenur í Afríku?
Alls finnast 4 tegundir hýena í Afríku (tegundir innan ættarinnar Hyenadea), þær eru brúnhýenan (Hyena brunnea), blettahýenan (Crocuta crocuta), jarðúlfurinn (Proteles cristatus) og rákahýenan (Hyena hyena). Brúnhýena (Hyena brunnea) Stofnstærð þessarar tegundar er ekki nákvæmlega kunn þar sem ekki hafa farið ...
Getur maður einhvern tímann orðið fullmenntaður?
Það er ekki hægt að gefa eitt ákveðið svar við þessari spurningu því orðið fullmenntaður er hægt að skilja á fleiri en einn veg. Hér eru þrjú af mörgum mögulegum svörum við spurningunni. 1. Fullmenntaður getur merkt að maður hafi næga menntun í einhverju fagi eða námsgrein til að hann geti gengist undir lokapró...
Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?
Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...
Útrýmdu Rómverjar einhverjum dýrategundum í Evrópu vegna eftirspurnar frá hringleikahúsunum?
Í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? segir meðal annars:Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum ti...
Hver er uppruni orðanna tékki og tékkhefti og hvers vegna eru þessi orð notuð í viðskiptum?
Orðið tékki er fengið að láni annaðhvort beint úr ensku check eða úr dönsku. Framan af virðast orðmyndir og stafsetning vera á reiki. Hvorugkynsmyndin tékk var eitthvað notuð rétt fyrir og eftir aldamótin 1900 og þá jafnvel rituð check (með greini checkið). Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið tékki er úr blaði...
Hvað eru hveitibjöllur?
Hér er einnig svarað spurningunni: Getið þið sagt mér eitthvað um hveitibjöllur, hvort þær séu langlífar og hvernig sé best að losna við þær? Hveitibjallan (Tribolium destructor) er bjöllutegund sem er vel þekkt meindýr hér á landi, en hún leggst oft á mjöl og annað kornmeti. Fullorðin dýr eru dökkbrún að l...
Af hverju fleyta menn "kerlingar"?
Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja ...
Hvað gerist ef sólin hverfur?
Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, h...
Hvað ræður því hvað mann dreymir?
Þessa spurningu mætti allt eins orða svona: Hvað ræður því hvað við við hugsum? Draumar verða vegna starfsemi heilans í svefni og stundum í vöku líku. Þess háttar drauma köllum við dagdrauma. Mörgum finnst sem draumar séu einkennilegt fyrirbæri af því að þá er heilinn að störfum á meðan við sofum. En ráðum við ...
Hvaða fuglar lifa í Flatey á Breiðafirði og á hverju lifa þeir?
Náttúrufræðingar hafa nokkrum sinnum farið til Flateyjar og kannað þar fuglalíf. Til að mynda fór Ævar Petersen dýrafræðingar þangað árið 1977 og taldi meðal annars fugla. Niðurstöðurnar úr rannsókn Ævars birtust í grein árið 1979. Loftmynd af Flatey á Breiðafirði. Sumarið 1977 fundu Ævar og félagar 21 verpandi ...
Hvað er bóla?
Orðið bóla getur átt við ýmislegt, til dæmis við svokallaðar unglingabólur sem myndast þegar fitukirtlar í húðinni stækka. Um þannig bólur er hægt að lesa meira um í svari við spurningunni Af hverju fær fólk bólur? Svo getur bóla líka átt við tískusveiflur eða slíkt, til dæmis þegar við segjum 'þetta er bara bó...
Hver er hæsta talan sem er til?
Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...
Af hverju er stærðfræði til?
Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...
Af hverju titrar rófan á köttum stundum?
Rófan á köttum titrar við ýmsar aðstæður eða tilefni. Til dæmis titrar hún stundum af sælu þegar kettir ganga til eiganda síns eða einhvers sem þeim þykir vænt um eða á meðan verið er að klappa þeim. Um leið fylgir oftast mal og augun eru hálfopin. Stundum titrar hún einnig af spenningi við að hitta eigandann. ...
Af hverju er sagt að menn séu tvítugir og sjötugir en síðan níræðir og tíræðir?
Til að tákna hversu marga tugi eitthvað hafði að geyma voru mynduð þegar í fornu máli lýsingarorð, svokölluð tölulýsingarorð, sem enduðu á –tugur (-togr, -tugr). Voru þau notuð um aldur, hæð og dýpt og eru enn. Sagt er að maður sé tvítugur ef hann hefur lifað tvo áratugi, talað er um tvítugt dýpi, tvítugt bjarg og...