Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2856 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með verslunaráráttu?

Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er tunguhaft?

Allir fæðast með svonefnt tunguband sem tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tungubandið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt. Hjá ...

category-iconHeimspeki

Hvernig er dæmigerð sókratísk samræða?

Þegar talað er um sókratískar samræður er oftast átt við samræður eftir gríska heimspekinginn Platon en hann var að vísu ekki einn um að semja slíkar samræður. Þessar samræður varðveita ekki orðrétt samtöl sem hinn sögulegi Sókrates átti við aðra menn en þó getur verið að einhverjar sókratísku samræðnanna gefi í a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?

Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...

category-iconNæringarfræði

Af hverju getur nammi ekki verið hollt?

Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi? Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?

Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru eyrnasneplar, fyrir utan að hafa skraut eða eyrnalokka í þeim?

Neðst á eyranu er mjúkur flipi sem við köllum í daglegu tali eyrnasnepil en latneskt heiti hans er hins vegar lobulus auriculae. Eyrnasneplar eru hluti af ytra eyra mannsins og geta þeir ýmist verið áfastir beint við höfuðið eða lafað frjálsir niður frá eyranu. Það er arfbundið hvort eyrnasneplar eru áfastir eða l...

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna fær maður blóðnasir við högg á nefið?

Verði líkaminn fyrir höggi sem nær til mjúku vefjanna undir húð geta litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofnað þannig að úr þeim lekur blóð sem safnast fyrir og marblettur myndast. Innra borð nefsins er mjög æðaríkt. Við högg á nef er hætta á að æðarnar í því rofni en í stað þess að safnast fyrir á blóðið, se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er Tjörnin í Reykjavík alltaf full af kúk og pissi og öðrum óhreinindum?

Það er nú kannski ofmælt að Tjörnin í Reykjavík sé full af kúk og pissi en vissulega er ástand hennar langt frá því að vera gott. Á tímabilinu maí 2007 til apríl 2008 könnuðu Náttúrufræðistofa Kópavogs og Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar ástand Reykjavíkurtjarnar með tilliti til örvera og efna- og eðl...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er Marsjeppinn Curiosity stór og hvernig er hann knúinn áfram?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...

category-iconFöstudagssvar

Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...

category-iconLæknisfræði

Hvað er kíghósti?

Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi sí...

Fleiri niðurstöður