Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3257 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er bit grænna iguana-eðlna hættulegt?

Iguana-eðlur tilheyra eðluættinni Iguanidae sem telur alls 13 tegundir. Hefð er fyrir því í Ameríku að nota iguana-nafnið einungis fyrir stærri meðlimi þessarar ættar . Iguana-eðlur eru vinsæl gæludýr í Bandaríkjunum og er talið að þær finnist á um 3% heimila þar í landi! Ein tegund er öðrum vinsælli, en það er...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að gera bonsai úr hawaiirós og jasmínu?

Upprunalega var spurningin svona:Er hægt að gera bonsai úr hibiscus og jasmine? Hvað heitir hibiscus á íslensku? Eins og lesa má í svari Ulriku Andersson við spurningu um bonsai-tré þá líkjast þau venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema hvað þau eru miklu minni. Bonsai-tré eða dvergtré eru ræktuð í pot...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að kæla herbergi á sama hátt og það er hitað, með því að láta kalt vatn renna gegnum ofn?

Svarið er já; þetta er hægt en kælingin verður ekki jafnskilvirk og hitunin við venjulegar aðstæður. Þegar heitt vatn rennur um miðstöðvarofna í húsum leitar loftið i herberginu í raun og veru upp í sama hita og vatnið hefur, sem er oft 60-80 Selsíusstig. Hins vegar verður mikið varmatap út um loft og gólf, veg...

category-iconVísindi almennt

Hverjir hafa hafnað Nóbelsverðlaununum og af hverju?

Fimm einstaklingar hafa hafnað Nóbelsverðlaunum frá því þau voru fyrst veitt árið 1901. Þetta eru þeir Boris Pasternak, Jean-Paul Sartre, Le Duc Tho, Adolf Butenandt og Gerhard Domagk. Tveir þeir síðastnefndu tóku þó við verlaununum að lokum. Árið 1958 hlaut sovéski rithöfundurinn Boris Leonídovítsj Pasternak (...

category-iconMálvísindi: íslensk

'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?

Þegar við segjum að eitthvað þjóti, fari eða fjúki út í buskann merkir það að það fari út í bláinn, eða eitthvað í burtu á óvissan stað. Karlkynsorðið buski merkir 'skógur' eða 'runni', samanber danska orðið ‘busk’ og enska orðið ‘bush’. Elsta dæmið um orðið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá miðri 16. öl...

category-iconVísindavefur

Get ég fengið að sjá rúnastafrófið eins og það var á Íslandi?

Rúnir eru elsta form skrifleturs meðal germanskra þjóða. Orðið rún getur merkt leyndarmál, einkamál eða vísdómur. Til eru tvær gerðir af rúnakerfum. Eldra kerfið hefur 24 rúnir og var notað frá 2. öld e. Kr. fram til þeirrar áttundu. Þá var tekið upp nýtt rúnakerfi með 16 rúnum. Yngri rúnirnar hafa aðeins fundist ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um fisk sem kallast vogmær?

Vogmær (Trachipterus arcticus) er af vogmeyjarætt (Trachipteridae). Ættin telur tíu tegundir og finnst ein af þeim hér við land, vogmærin. Fiskar af þessari ætt eru mjög langvaxnir og þunnvaxnir og hafa langan bakugga. Aðrir uggar eru annað hvort afar litlir eða ekki til staðar. Vogmær sem skipverjar á Báru SH v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?

Allar tegundir píranafiska, eða flensara, tilheyra ættinni Serrasalmidae. Píranafiskar lifa einungis villtir í Suður-Ameríku og í Amasonfljóti finnast um 20 tegundir. Þeirra frægust er Serrasalmus nattereri sem er að öllum líkindum sú tegund sem spyrjendur vilja fræðast um. Líkt og hákarlar laðast píranafiskar...

category-iconHugvísindi

Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?

Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum....

category-iconMannfræði

Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið?

Spurningin um hvar uppruna manna sé að leita hefur sótt á hugi margra vísindamanna á Vesturlöndum undanfarnar tvær aldir eða allt síðan farið var að efast um að frásögn Gamla testamentisins af sköpun mannsins væri fræðilega nákvæm. Á ofanverðri nítjándu öld fóru líffærafræðingar að átta sig á því að hægt væri a...

category-iconFélagsvísindi

Hver er refsirammi afbrota gegn börnum hér á landi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er refsirammi afbrota gegn börnum hér á landi? Hvað eru afbrotamenn oftast dæmdir til að sitja lengi inni?Það á við um flest refsiákvæði að þau gilda jafnt gagnvart öllum, því er refsirammi afbrota gegn börnum langoftast hinn sami og refsirammi brota gegn fullorðnum. E...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

category-iconUmhverfismál

Hvort er umhverfisvænna, plast eða pappír? Hvers vegna?

Hér er einnig svarað spurningunni: Af hverju má henda pappakassa í sjóinn en ekki plastbrúsa? Þetta var allt búið til úr náttúrunni. Pappír er í grundvallaratriðum umhverfisvænni en plast og er skýringanna að leita í efnafræði. Pappír er gerður úr örfínum þráðum, yfirleitt úr sellulósa sem bundinn er saman með ve...

category-iconÞjóðfræði

Er til íslensk hjátrú um norðurljós?

Ekki er mikið um íslenska hjátrú sem tengist norðurljósum. Þó eru einstaka dæmi um slíkt. Sagt er að mikil hreyfing norðurljósa og litbrigði viti á hvassviðri en liggi þau kyrr sé von á stillum. Einnig telja sumir að þegar norðurljós sjáist seint á vetri sé enn að vænta snjókomu. Rauð norðurljós eru ófriðarboð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru allar dúfurnar sem voru alltaf í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum árum?

Dúfur (Columba livia domestica) voru algengar í Reykjavík hér áður fyrr. Dúfnarækt var vinsælt tómstundagaman og dúfurnar sluppu stundum úr haldi auk þess sem einfaldast var að sleppa öllum hópnum þegar menn misstu áhugann á ræktinni. Þannig bættist alltaf við villta (eða öllu heldur hálfvillta) stofninn í borginn...

Fleiri niðurstöður