Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1459 svör fundust
Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað getið þið sagt mér um flæmingja?
Flamingóar eða flæmingjar (Phoenicopteridae) eru hvítir að grunninum til en vegna bleikra, og allt að því skærrauðra, reita á vængjum, fótum og nefi er yfirbragð þeirra bleikt. Langur háls og háir fætur gera þá tignarlega á að líta. Ævintýralegt er að sjá stóra hópa þessara glæsilegu fugla á flugi. Rauðflæming...
Hvernig virkar auðkennislykill í heimabanka?
Auðkennislykill (e. Secure ID token) byggir á tveggja þátta sannvottun eða auðkenningu. Auðkennið er þá annars vegar eitthvað sem notandi veit, það er notendanafn og síðan aðgangsorð eða -tala, og hins vegar eitthvað sem hann hefur, í þessu tilfelli auðkennislykill. Til eru nokkrar útfærslur af auðkennislyklum, e...
Er alltaf bein lína á milli tveggja punkta og geta beinar línur haft fleiri en einn skurðpunkt?
Spurningar um línur og punkta eru á verksviði rúmfræði, en það getur verið flókið að svara þeim. Þetta stafar af því að rúmfræði er meira en 5000 ára og það eru til margar undirgreinar í stærðfræði, eins og algebruleg rúmfræði, diffurrúmfræði og grannfræði, sem allar eru settar undir sama rúmfræðihattinn. Áherslur...
Hvert er minnsta dýr sem vitað er um?
Við þessari spurningu er sennilega ekkert eitt rétt svar. Tvær ástæður eru fyrir því, sé svarið eingöngu miðað við lengd fullvaxins dýrs. Önnur ástæðan er flokkunarfræðileg: Hvað er dýr? Hin varðar nákvæmni og viðmið í mælingum. Í flokkunarfræði nútímans eru þeir einfrumungar sem áður töldust vera einfruma dýr,...
Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?
Germönskum málum er skipt í þrjár greinar: norðurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og austurgermönsk mál. Norðurgermönsk mál eru: íslenska, færeyska, norska, danska, sænska. Vesturgermönsk mál eru: enska, þýska, hollenska, frísneska. Til austurgermanskra mála telst aðeins gotneska sem hvergi er töluð nú....
Hvað er þetta "babb" sem á það til að koma í báta?
Orðtakið ,,það kom (er komið) babb í bátinn" er þekkt frá því á 18. öld. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 má finna undir flettiorðinu babb skýringuna 'ógreinilegt tal, babbl' og tvær merkingar orðasambandsins. Annars vegar er dæmi á latínu sem merkir 'óánægja gerði vart við sig gegn stýrimanni' og hins vega...
Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?
Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...
Hvaða stjarna sést núna á suðvesturhimninum bæði kvölds og morgna, jafnvel þó að sólin sé að koma upp?
Um þessar mundir, í febrúar 2004, skína tvær reikistjörnur skært í suðvestri á kvöldin og morgnana. Á kvöldhimninum birtist Venus björt og fögur stuttu áður en húmar að og er á himninum talsvert frameftir kvöldi. Á morgunhimninum er það hins vegar Júpíter sem sést skína bjartur. Júpíter kemur upp um rétt fyrir klu...
Af hverju dregur Blönduhlíð í Skagafirði nafn sitt?
Blönduhlíð í Skagafirði er nefnd þegar í Landnámu þar sem Hjálmólfr nam land (Íslenzk fornrit I:234). Eina skýringin á nafninu er sú að núverandi Héraðsvötn hafi heitið Blanda. Það er óneitanlega sérkennilegt að Blönduhlíð skuli vera þar sem engin Blanda er nú en engin Blönduhlíð skuli vera við Blöndu í Austur...
Hvað getið þið sagt mér um rauða blettinn á Júpíter?
Rauði bletturinn er eitt af einkennistáknum Júpíter. Hann hefur sést frá jörðinni í rúmlega 300 ár. Bletturinn er það stór að innan hans gætu rúmast tvær reikistjörnur á stærð við jörðina. Hann er um 25.000 km langur og 14.000 km breiður. Bletturinn er frægasta fyrirbæri utan jarðar sem tengist veðri. Mynd af rau...
Hvað þýðir orðið hlóa sem kemur fyrir í Gylfaginningu?
Í Gylfaginningu segir: Körmt og Örmt og Kerlaugar tvær, þær skal Þór vaða dag hvern er hann dæma fer að aski Yggdrasils, því að Ásbrú brenn öll loga, heilug vötn hlóa. Helst er giskað á að hlóa þýði að eitthvað sjóði eða sé heitt en ‛vötn hlóa’ kemur fyrir ...
Hvenær var byrjað að skrifa -ur í staðinn fyrir -r í orðum eins og maður (maðr), veður (veðr), myrkur (myrkr) og svo framvegis?
Talið er að u-innskotið, svokallað stoðhljóðsinnskot þegar fiskr, fegrð verða að fiskur, fegurð, hafi hafist á síðasta fjórðungi 13. aldar samkvæmt dæmum í íslenskum miðaldahandritum og hefðbundin skoðun var lengi að innskotið hefði verið gengið yfir undir lok 14. aldar. Yngri dæmi sýndu aðeins íhaldssemi skrifara...
Hvers konar niðurlög eiga menn við þegar talað er um að ráða niðurlögum elds?
Orðið niðurlag er notað í merkingunni ‛endir, lok einhvers’, til dæmis niðurlag ritgerðar eða sögu. Í sambandinu að ráða niðurlögum einhvers er orðið alltaf haft í fleirtölu og sambandið hefur tvær merkingar. Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds.Annars vegar er það notað um að sigrast á einhverju ...
Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?
Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...