Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5292 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Tengist orðtakið að koma einhverjum fyrir kattarnef eitthvað örnefninu Kattarnef?

Kattarnef er þekkt sem örnefni á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu, annað er klettanef í Viðey og hitt er undir Eyjafjöllum, við Markarfljót, sunnan við Neðri-Dal. Það er talið geta verið það sem í Landnámabók er nefnt Katanes (Íslenzk fornrit I, 343). Kattarnef er klettahöfði sem liggur að Markarfljóti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ferning og ferhyrning?

Byrjum á því að athuga að strik er sá hluti af línu sem afmarkast af tveimur punktum á línunni. Skilgreinum svo marghyrning: Marghyrningur er sú mynd sem gerð er úr endanlega mörgum strikum þannig að endapunktur sérhvers striks er einnig endapunktur fyrir nákvæmlega eitt annað strik. Þríhyrningur er marghyrningu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er maður með táneglur?

Neglur á mönnum hafa að ýmsu leyti gegnt svipuðu hlutverki hjá mönnum og klær hjá öðrum dýrum. Neglur og klær geta til dæmis gagnast til að grípa betur utan um hluti og meðhöndla þá. Einnig er hægt að klóra aðra líkamshluta með nöglum og það er líka hægt að beita þeim í átökum við aðra. Við mennirnir beitum þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar fuglar eru vákar og hvernig líta þeir út?

Vákar (Buteo) eru ættkvísl ránfugla sem telur tæplega 30 tegundir og er innan haukaættar (Accipitridae). Vákar eru ekki hluti af íslensku fuglafánunni en tvær tegundir, fjallvákurinn, (Buteo lagopus) og músvákur eða (Buteo buteo) hafa flækst hingað til lands. Fjallvákur er meðalstór ránfugl, oftast á bilinu 5...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Laðast naut virkilega að rauðu, eru þau ekki litblind?

Jú, það er rétt að naut séu litblind. Þau sjá heiminn þó ekki bara í svart-hvítu, heldur geta þau greint á milli einhverra lita. Til dæmis sjá þau mun á gulum og bláum. Naut sjá hins vegar engan mun á rauðum og grænum lit, eins og menn sem þjást af vissri tegund litblindu. Margir hafa heyrt að nautum sé illa vi...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju eru epli mismunandi á litinn, gul, rauð og græn?

Epli geta verið mismunandi að stærð og lit. Öll epli eru í upphafi græn að lit og innihalda þá blaðgrænu sem gerir þau græn á litinn. Þegar eplið þroskast hættir það að framleiða blaðgrænuna og græni liturinn minnkar með tímanum. Epli verða svo gul þar sem að litarefnið karótenóíð nær yfirhöndinni, það var þó til ...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna freyðir kók eða annað gos mikið þegar því er hellt í ílát þar sem fyrir eru dreggjar af kaffi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna freyðir kók mikið þegar því er hellt í ílát þar sem fyrir eru dreggjar af kaffi? (Bara nokkrir dropar af svörtu og sykurlausu kaffi.) Í kaffi er heilmikið af litlum ögnum sem við sjáum oft ekki með berum augum, meðal annars vegna þess hve dökkt kaffið er. Dreggjar ...

category-iconHeimspeki

Hvað er markhyggja?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...

category-iconUmhverfismál

Er eitthvað nýtt að frétta af hlýnun jarðar?

Í heild var spurningin á þessa leið: Hvað er hlýnun jarðar? Getið þið sagt eitthvað nýtt um það? Af hverju er þetta að gerast? Og hverjar eru afleiðingarnar? Hlýnun jarðar er óumdeilanleg og mælingar benda til þess að síðustu áratugi hafi hlýnun numið um 0,17-0,19°C á áratug. Í svari við spurningunni Hvers veg...

category-iconEfnafræði

Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki og valdi þess vegna ekki meiri hitaaukningu á jörðinni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er rétt að gróðurhúsaáhrif koltvíoxíðs hafi náð hámarki þannig að frekari viðbót í andrúmsloftinu valdi ekki meiri hitaaukningu á jörðinni? Stutta svarið er nei. Þetta er hins vegar afar áhugaverð spurning sem kallar á smá sögulegan inngang auk skýringar sem á rætur...

category-iconHagfræði

Hvert var framlag Davids Ricardos til hagfræðinnar?

Nú á dögum er David Ricardo (1772-1823) almennt eignað að hafa mótað hina almennu tækni hagfræðinnar. Sá höfundur sem þeir Ricardo og Thomas Malthus vinur hans1 lásu einna mest um hagfræðileg efni var Adam Smith. Smith hafði mjög víðfeðma sýn en Ricardo þrengdi sjónarhornið. „Markmið mitt er að skýra lögmál og til...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Rússlandi?

Það er hægara sagt en gert að gera almennilega grein fyrir hinu fjölskrúðuga dýralífi sem finnst innan landamæra Rússlands, enda er það stærsta land í heimi. Innan landamæra þess má finna flest helstu þurrlendisvistkerfi jarðar, allt frá túndrum til steppa og laufskóga. Nyrst í landinu eru mikil túndrusvæði. Þar f...

category-iconStærðfræði

Hvers konar stærðfræði er notuð til að lýsa útbreiðslu veirusjúkdóma?

Þegar faraldur líkt og COVID-19 gengur yfir heimsbyggðina er mjög mikilvægt að geta spáð fyrir um útbreiðslu smita og grípa til aðgerða í samræmi við spárnar. Niðurstöður viðbragðsteymis vegna COVID-19 hjá Imperial College London hafa til að mynda talsvert verið í fjölmiðlum[1] og einnig er starfandi hópur vísinda...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?

Samgróningar eru bandvefur sem myndast eftir aðgerðir eða bólgur í kviðarholi. Myndun þeirra tekur ákveðinn tíma en síðan hjaðna þeir eða mýkjast. Vonir standa til að samgróningar eftir aðgerðir minnki með nýjum aðferðum í skurðlækningum þar sem líffærin verða fyrir minna hnjaski. Samgróningar (adhesion) my...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7? Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal ...

Fleiri niðurstöður