Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7709 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Hvers konar hveiti er bókhveiti?

Þrátt fyrir nafnið er bókhveiti ekki skylt hveiti. Bókhveiti (Fagopyrum esculentum) er jurt af súruætt (Polygonaceae) en aðrar tegundir sömu ættar eru til dæmis rabarbari og njóli. Hveiti er hins vegar korntegund af grasætt en henni tilheyra allar gras- og korntegundir. Skýringin á seinni hluta heitisins er sú...

category-iconLífvísindi: almennt

Á hverju nærast sveppir?

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna. Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera ...

category-iconJarðvísindi

Hversu hratt fara jarðskjálftar?

Upprunalega spurningin var: Hvað eru skjálftar lengi á leiðinni? (Hve hratt ferðast þeir?) Þetta er ágætis spurning og eðlilegt að margir velti henni fyrir sér nú þegar mikil jarðskjálftahrina gengur yfir á Reykjanesskaga. Fljótustu jarðskjálftabylgjurnar kallast P-bylgjur. Hraði þeirra í efri lögum jarðs...

category-iconBókmenntir og listir

Hvers konar rithöfundur var Svava Jakobsdóttir og hver eru helstu höfundareinkenni hennar?

Í byrjun maí 1968 stóðu Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir kynningu á nýlegum skáldverkum eftir sex íslenska höfunda. Slíkir viðburðir voru ekki nýir af nálinni en að þessu sinni vakti athygli að allir rithöfundarnir voru konur. Ein þeirra kvenna sem stigu á stokk á kynningunni var Svava Jakobsdótti...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að 20% landsmanna séu með fjórar kransæðar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Var í kransæðavíkkun og var þá sagt að ég væri með fjórar kransæðar ásamt 20% landsmanna. Er þetta rétt og ef svo er af hverju. Eru flestir með þrjár? Fjallað er um kransæðar í svari við spurningunni Hvernig er uppbygging kransæða í mannslíkamanum? og er textinn sem hér kemur ...

category-iconEfnafræði

Af hverju myndast froða þegar kóki er hellt í glas?

Stutta svarið Froða sem myndast í skamma stund þegar kóki eða öðru gosi er hellt í glas er einfaldlega aragrúi koltvíoxíðsameinda sem rísa hratt upp og lyfta efsta lagi gosdrykkjarins svo froða myndast við yfirborð vökvans. Lengra svar Það sem kallast kolsýra í daglegu tali er lofttegundin koltvíoxíð sem ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?

Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S). Lífr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er jagúar flokkaður?

Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...

category-iconFöstudagssvar

Hvað er kósí?

Mikil gleði er á Vísindavefnum að fást hér við spurningu sem að býður ekki aðeins upp á svarið: Það er margt í mörgu. Eftirfarandi atriði eru kósí: Að kveikja á kertum. Kósíkvöld: vídeó og nammi og helst að hafa það sem hefð á laugardögum. Að vinna inni á rigningardögum að sumri. Að sjá vorið koma og d...

category-iconLæknisfræði

Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?

Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru stjörnumerki Ptólemaíosar?

Þau stjörnumerki sem við þekkjum í dag eru byggð á hópi 48 grískra persóna sem Kládíus Ptólemaíos frá Alexandríu skráði í rit sitt Almagest um 150 e.Kr. Önnur menningarsamfélög höfðu sín merki eins og Forn-Egyptar og Kínverjar en Egyptar teiknuðu upp óvenjulegri merki á borð við kött og flóðhest svo dæmi séu tekin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta selir?

Selir (Phocidae) eru rándýr og öll fæða þeirra kemur úr dýraríkinu, aðallega fiskur. Mögulega er allt að 80% af þeim lífmassa sem selir éta fenginn með fiskáti. Fæðuvenjur eru þó mismunandi á milli tegunda og margar tegundir lifa að einhverju eða miklu leyti á ýmsum öðrum hópum dýra svo sem sjávarhryggleysingjum. ...

category-iconHugvísindi

Hvað fólst í menningarbyltingunni í Kína?

Hugtakið menningarbylting er oft notað sem samheiti yfir ólguskeið í Kína á árunum 1966-1969, sem einkenndist af uppgangi róttækra stefna. Þær áttu það sammerkt að vera stefnt gegn viðteknum menningarlegum og pólitískum gildum og var mikil áhersla lögð á virkni alþýðunnar í að varpa af sér oki yfirstéttar. Að loku...

category-iconÞjóðfræði

Hvernig líta íslenskir draugar út?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér hvernig draugar líta eða litu út á Íslandi, ekki Hollywood-útgáfan? Er eitthvað fjallað um það í Íslendingasögu og þjóðsögum? Ég er að gera leirskúlptúr við ljóðið Móðir mín i kví kví og mig vantar góða mynd í kollinn minn hvernig barnið (draugurinn) á að...

category-iconJarðvísindi

Er það rétt að kvikan sem kom upp við Fagradalsfjall 2021 sé ólík annarri kviku á Reykjanesskaga?

Í stuttu máli: 2021-hraunin við Fagradalsfjall eru við fyrstu sýn venjulegt basalt en reynast við nánari skoðun að ýmsu leyti frábrugðin flestum öðrum hraunum á Reykjanesskaga. 1. mynd. Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði...

Fleiri niðurstöður