Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3306 svör fundust

category-iconLandafræði

Hvað er hægt að segja um Egyptaland?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er fólksfjöldinn í Egyptalandi í dag? Hverjir eru helstu atvinnuvegir í landinu og hvernig er skipting mannafla milli greina? Hver er efnahagsstaða Egypta?Samkvæmt nýlegum tölum búa rúmlega 70 milljónir manna í Egyptalandi. Flestir þeirra búa í Nílardalnum, við Níl...

category-iconVísindi almennt

Hvað er hægt að kafa djúpt með venjulegum loftkúti?

Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er núverandi heimsmet í köfun 133 metrar. Metið settu bandarísku kafararnir John J. Gruener og R. Neal Watson við Bahamaeyjar 14. október 1968. Kafarinn Bret Gilliam segist hafa kafað fjórum metrum dýpra árið 1990 við strönd Hondúras og Daniel J. Manion fullyrðir að hann hafi komist ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi sjávarborð þá hækka?

Ef allir jöklar, þar með talinn Grænlandsjökull og Suðurheimskautsjökullinn bráðnuðu má reikna með að yfirborð sjávar mundi hækka um tæpa 69 metra. Framlag Suðurheimskautsjökulsins er þar langmest, eða um 61 metri, en Grænland legði til rúma 7 metra. Framlag allra annarra jökla yrði vel innan við einn metri. Á nor...

category-iconLæknisfræði

Hvað er sigðkornablóðleysi?

Sigðkornablóðleysi (e. sickle cell anaemia) er erfðasjúkdómur sem stafar af hálfbanvænu geni. Hálfbanvæn gen draga mjög úr lífslíkum þeirra sem bera þau, að minnsta kosti þeirra sem eru arfhreinir um þau. Flestir einstaklingar eru arfhreinir um eðlilegt gen (HbA) sem geymir uppskrift að byggingu A-blóðrauða eða A-...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er örgjörvi og hvað gerir hann í tölvum?

Örgjörvi (e. processor/CPU) er hjarta tölvunnar. Kannski er réttara að segja að örgvörvinn sé heili tölvunnar, því hann stýrir öllu því sem tölvan gerir. Örgjörvinn „skilur“ ákveðið safn skipana. Skipanirnar eru í minni tölvunnar og örgjörvinn les þær hverja af annari og framkvæmir þær. Þetta eru gjarnan mjög ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á dýra- og plöntufrumum?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau? er greint frá því hvað dýrafrumur og plöntufrumur eiga sameiginlegt. Nú skal líta á hvað greinir á milli þeirra. Það sem dýrafrumur hafa umfram plöntufrumur eru svokölluð deilikorn í geislaskauti sí...

category-iconLífvísindi: almennt

Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?

Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er kjörlendi elgsins og hvers konar gróðri sækist hann eftir?

Elgurinn (Alces alces) er stærsta tegund hjartarættarinnar (Cervidae). Elgir eru háfættir og hálsstuttir, um 1,5-2,0 metrar á hæð yfir herðakamb og vega oftast í kringum 850 kg. Helsta einkenni þeirra eru mikil og sérstæð horn en það eru aðeins tarfarnir sem skarta þeim. Elgir hafast við í skóglendi á norðlægum sl...

category-iconLögfræði

Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?

Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B. Málið flækist nokkuð ef...

category-iconLandafræði

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segi...

category-iconLögfræði

Fá ættingjar engu um það ráðið hvort maður sé krufinn eftir að hafa dáið í slysi eða af óþekktum ástæðum?

Um þetta efni gilda lög nr. 61/1998 um dánarvottorð, krufningar og fleira. Samkvæmt þeim lögum eru krufningar tvenns konar: krufning í læknisfræðilegum tilgangi annars vegar og réttarkrufning hins vegar. Krufning í læknisfræðilegum tilgangi er heimil ef hinn látni veitti heimild fyrir henni fyrir andlátið. Anna...

category-iconHugvísindi

Hvað gerði Kobbi kviðrista (Jack the Ripper)?

Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Frá 7. ágúst til 10. nóvember árið 1888 myrti Kobbi að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun, því morðmálið var aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll...

category-iconJarðvísindi

Hvernig verða eldkeilur til?

Eldkeilur, en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll, myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Eldkeilur geta verið virkar svo hundruðum þúsunda ára skiptir. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir þv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru taugaboð og hvernig verka þau?

Taugaboð eru raffræðileg og efnafræðileg boð sem flytjast bæði innan og á milli taugafrumna. Þau eru forsenda þess að taugafrumur geti haft samskipti sín á milli, að skynboð berist til heila og mænu og að hreyfiboð komist til vöðva. Boðflutningur innan taugafrumu byggist á hreyfingu jóna inn og út úr henni, en...

Fleiri niðurstöður