Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvaða drykkjarumbúðir eru umhverfisvænastar á Íslandi: plast, ál eða gler?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um þetta og ein spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvort er umhverfisvænna að kaupa og neyta drykkjarfanga úr plasti, áli eða gleri á íslandi? (Ekkert af þessu er væntanlega endurunnið hér en plastið sent út til brennslu, álið endurunnið og glerið brotið?) Umhverfisvænus...
Hvað er nöf þegar komið er fram á ystu nöf?
Nöf í þeirri merkingu sem spurt er um merkir annars vegar ‘klettasnös’ en hins vegar ‘endi á bjálka’. Snös er bjargbrún, klettanibba og þegar þangað er komið er betra að vara sig til þess að falla ekki fram af. Sama er að segja um þann sem situr á bjálka. Hann þarf að gæta sín að fara ekki fram af. Nöf merkir m...
Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?
Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona: Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hverni...
Hafa fundist fornleifar á Grænlandi og Vínlandi eftir norræna víkinga?
Á Grænlandi eru mjög umfangsmiklar leifar eftir byggð norræns fólks sem hófst á seinni hluta tíundu aldar og leið undir lok á þeirri fimmtándu. Hinir norrænu Grænlendingar bjuggu í tveimur aðskildum byggðarlögum og eru meir en 500 kílómetrar á milli þeirra. Það stærra var kallað Eystribyggð og er syðst á Grænlandi...
Hvað er melgresi og vex það víðar en á Íslandi?
Heimkynni melgresisins (Leymus arenarius) eru við Atlantshafs- og Eystrasaltsströnd Mið- og Norður-Evrópu og austur eftir Íshafsströnd Rússlands skammt austur fyrir Úralfjöll. Það er einnig bæði í Færeyjum og Jan Mayen. Önnur skyld tegund, dúnmelurinn (Leymus mollis), er ríkjandi vestanhafs, bæði á Grænlandi og me...
Hvað er gull og hvers vegna fellur ekkert á það?
Gull er málmur og frumefni númer 79 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Au sem er skammstöfun á latneska heiti þess aurum. Litur gulls er gul-appelsínugulur og er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitir/hvítir. Hreint gull er mjúkt og því auðmótanlegt/hamranlegt (e. malleable)...
Finnst bergtegundin íslandít annars staðar í heiminum en á Íslandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er bergtegundin íslandít og hvar er hægt að finna hana? Finnst hún annars staðar í heiminum en á Íslandi? Meginhluti storkubergs jarðar skiptist í þrjár syrpur, það er röð samstofna bergtegunda frá kísilsnauðum til kísilríkra (basískt berg–ísúrt–súrt), þær nefnast kalk-alk...
Hvað er hvalrekaskattur og af hverju er hann settur á?
Hugtakið „hvalreki“ merkir meðal annars mikið og óvænt happ. Í tengslum við spurninguna hér fyrir ofan vísar það til (viðbótar)tekna sem fellur fyrirtæki eða einstaklingi í skaut án þess að þeir aðilar hafi aðhafst nokkuð sérstakt til að skapa þær viðbótartekjur. Hvalrekaskattur er þýðing á ensku orðunum „windfall...
Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?
Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...
Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...
Hvenær komst sú hefð á að flytja þjóðsöngva fyrir landsleiki?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur sú áralanga hefð að syngja þjóðsöngva landa fyrir landsleiki? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvenær var þjóðsöngur fyrst fluttur við íþróttaleik? er flutningur söngsins Hen Wlad Fy Nhadau á Cardiff Arms Park í Wales árið 1905 fyrsta þekkta dæm...
Af hverju voru sumir togarar fyrr á tíð nefndir sáputogarar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Árið 1947 voru tveir togarar keyptir til Patreksfjarðar, Gylfi og Vörður. Þeir hafa ávallt verið kallaðir „sáputogarar“. Hvaðan kemur sú nafngift? Það er einföld skýring á því af hverju nokkur fjöldi enska togara gekk undir heitinu sáputogarar: Þeir voru notaðir til að g...
Hversu margir bæir eða þorp á Íslandi standa fjarri sjó?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru margir bæir/þorp á Íslandi sem eru ekki við sjó? Að baki orðunum bær og þorp liggja ekki skýrar skilgreiningar, það er ekkert sem segir hvenær húsaþyrping verður að þorpi eða bæ. Hér þarf því að byrja á að ákveða hvaða merkingu á að leggja í orðin. Ein leið e...
Lifir einhver dýrategund á Íslandi sem finnst hvergi annars staðar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er hægt að tiltaka einhverja dýrategund sem séríslenska? Í þessu svari er gengið út frá því átt sé við tegundir sem eru einlendar (e. endemic) hér á landi. Í líffræði er talað um að tegund lífveru sé einlend ef hún er upprunaleg og finnst aðeins á einu tilteknu svæði o...
Hversu margir innflytjendur búa á Íslandi og hvaðan koma þeir?
Um hugtakið innflytjandi er fjallað ýtarlega í svari við spurningunni Hvernig er hægt að skilgreina hugtakið innflytjendur? og bendum við lesendum á að lesa það fyrst. Samsetning hópsins sem dvelur á Íslandi hefur breyst umtalsvert á undangengnum 20-30 árum. Hagstofan upplýsir að skipta megi mannfjöldanum sem ...