Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?

Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu finnast dökklitaðir hópar dýra nær miðbaug en fölari hópar eru fjær miðbaug. Þessi regla gildir um flestar dýrategundir. Talið er að um sé að ræða aðlögun að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum. Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldök...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið?

Með því að fara inn í svarthol væri fræðilega séð hægt að fara bæði á annan stað í alheiminum og hugsanlega í annan alheim. Tengingin þarna á milli nefnist þá ormagöng og um þau er líka hægt að lesa í svari við spurningunni Hvernig virka ormagöng? Fræðin um svarthol segja hins vegar einnig að tengingin þarna á ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig vitum við að svarthol séu til?

Þyngdarsvið svarthols er svo sterkt að ljósið sleppur ekki einu sinni frá því. Því ætti að vera ómögulegt að sjá svarthol. Hins vegar er hægt að nota óbeinar aðferðir til þess að finna svarthol, til dæmis með því að skoða hreyfingu stjarna umhverfis ósýnileg en massamikil fyrirbæri. Árið 1971 fundu stjarneðlisf...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?

Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Geta vinir mínir heyrt í útvarpsbylgjum sem ég sendi þeim?

Nei, vinir okkar heyra ekki í útvarpsbylgjum sem við sendum þeim - nema þeir séu með útvarp við höndina. Við getum ekki skynjað útvarpsbylgjur með skynfærunum á sama hátt og við skynjum hljóð. Einu rafsegulbylgjurnar sem skynfæri okkar nema eru ljósið. Það spannar aðeins örmjótt bil á tíðnikvarða rafsegulbylgna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?

Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?

Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vat...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á rafstraumi og spennu?

Líkja má rafstraumi við rennsli vatns í röri og spennu við þrýstinginn í rörinu. Við vitum að ef mismunandi þrýstingur er við sitthvorn enda rörs leitast vatnið við að flæða frá hærri þrýstingi til lægri. Á sama hátt leitast rafstraumur við að flæða frá hærri spennu til lægri. Þótt mikill spennumunur eða þrý...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar eru Úralfjöllin?

Úralfjöllin eru um 2500 km langur fjallgarður í miðvesturhluta Rússlands. Þau ná frá Karahafi í norðri (Karahaf er hluti af Norður-Íshafinu) að Kasakstan og Úralfljóti í suðri. Þau eru fellingafjöll sem mynduðust við árekstra fleka en lesa má um slík fjöll í svari við spurningunni: Hvernig myndast fellingafjöll? ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?

Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?

Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...

category-iconLæknisfræði

Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?

Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu. Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig sitja menn eftir með sárt ennið?

Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Hvaðan er máltækið að sitja eftir með sárt ennið komið? Hvernig er hægt að sitja eftir með sárt enni? Orðasambandið þekkist að minnsta kosti frá miðri 18. öld og er merkingin 'missa af feng, verða fyrir vonbrigðum'. Í seðlasafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi úr þýðin...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir vel unnin störf á sviði málræktar á Málræktarþingi sem fram fór í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 26. september. Íslensk málnefnd hefur starfað í 55 ár og hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum g...

category-iconUnga fólkið svarar

Er til fjall sem heitir Paramount og ef svo er, hvar er það?

„Fjallið“ Paramount er auðvitað þekktast sem merki Paramount Pictures. Engar heimildir styðja það að Paramount sé raunverulegt fjall en fólk hefur líkt því við ýmis fjöll víða um heim. Fjallið Artesanraju í Perú er þekkt sem fyrirmynd Paramount-merkisins enda eru þau mjög lík, en þó ekki nákvæmlega eins. ...

Fleiri niðurstöður