Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2841 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er XML?

Skammstöfunin XML stendur fyrir ‘eXtensible Markup Language’ sem er sveigjanlegur staðall til að lýsa gögnum. Staðallinn samanstendur af örfáum reglum varðandi uppbyggingu skjala með aðstoð merkja (til dæmis <þetta_er_merki>), og er sveigjanlegur þar sem notandinn getur á einfaldan hátt búið til sínar eigin ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju kúkar fólk?

Fólk kúkar eða hefur hægðir vegna þess að líkaminn getur ekki nýtt öll efnin sem eru í fæðunni og verður því að losa sig við þau. Því má líta á þetta sem lokastig meltingar. Þegar fæðumauk hefur verið í ristlinum í þrjá til tíu klukkutíma er það orðið að föstu eða hálfföstu efni vegna upptöku vatns úr maukinu. ...

category-iconHugvísindi

Hversu oft er kosið um forseta?

Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands númer 36 frá 1945 segir að forsetakjör skuli fara fram síðasta laugardag í júnímánuði fjórða hvert ár. Ef aðeins einn er í kjöri til forseta þá telst sá kjörinn forseti án atkvæðagreiðslu. Ef forseti deyr eða lætur af störfum, áður en kjörtíma hans er lokið, þá segir í lö...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Lærir maður að kyngja eða er það meðfæddur hæfileiki?

Kynging er flókið, sjálfvirkt taugaviðbragð sem við fæðumst með, þótt við lærum að stjórna því að einhverju leyti með viljanum þegar við verðum eldri. Þetta viðbragð þróast tiltölulega snemma því í lok fyrsta þriðjungs meðgöngu er fóstur farið að kyngja legvatni. Kynging felst í því að koma fæðu eða einhverju ö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar sveppir í híbýlum eru hættulegir fólki?

Hér er væntanlega spurt um myglusveppi. Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er meðalhófsregla?

Til þess að svara þessari spurningu er vert að fjalla fyrst almennt um stjórnsýslu og stjórnsýslulög. Íslensk stjórnskipun einkennist meðal annars af þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald. Hlutverk stjórnvalda sem fara með framkvæmdavaldið er tvíþætt. Annars vegar sjá þau um fra...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar ljós nota tæknideildir á glæpavettvangi til að sjá blóð sem sést ekki með berum augum?

Ljósgjafinn sem um er spurt er engan veginn venjulegur heldur lýsir hann að mestu á útfjólubláa öldulengdarbilinu en lítið á því sýnilega. Ljóseindir á þessu bili hafa meiri orku en ljóseindir í sýnilegu ljósi. Ljósgjafar af þessu tagi ganga undir nokkrum enskum nöfnum: black light, Wood's lamp, eða bara UV lamp (...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?

Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...

category-iconHagfræði

Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?

Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?

Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?

Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver var Vilhjálmur Tell?

Vilhjálmur Tell (á þýsku Wilhelm Tell, frönsku Guillaume Tell, ítölsku Guglielmo Tell og ensku William Tell) er nafn alþýðuhetju sem kemur fyrir í svissneskum frásögnum. Að sögn gegndi Tell hlutverki í tilurð Sambandsríkisins Sviss snemma á 14. öld, forvera nútímaríkisins Sviss. Stytta í bænum Altdorf í Sviss þ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?

Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið. Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkj...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru lyfjaónæmir sýklar?

Helsta einkenni lyfjaónæmra sýkla er að þeir bregðast ekki við sýklalyfjum. Ónæmi baktería er ýmist náttúrlegt eða áunnið. Sýkill sem er ónæmur fyrir tveimur eða fleiri lyfjum er sagður vera fjölónæmur. Lyfjaónæmi er vaxandi vandamál.Á rannsóknarstofum er hægt að beita ýmsum aðferðum við að mæla næmi baktería ...

Fleiri niðurstöður