Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1518 svör fundust

category-iconHugvísindi

Er búið að finna bein Ingólfs Arnarsonar?

Hvað sem fólkið hét sem fyrst byggði í Reykjavík (sjá Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?) er víst að bein þeirra hafa ekki fundist. Engin kuml – grafir úr heiðni – hafa fundist neinsstaðar nálægt Reykjavík. Næstu kuml eru á Suðurnesjum, á Hvalnesi og Hafurbjarnarstöðum, en annars þarf að fara upp í Borgarfjö...

category-iconLögfræði

Hvers vegna er þjóðkirkja enn við lýði á Íslandi?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi? kemur fram að um miðja 19. öld hafi gild rök staðið til að hér kæmist á þjóðkirkja. Í því fólst þrátt fyrir allt trúarpólitísk tilslökun sem meðal annars kom fram í aukinni aðgreiningu milli ríkis og kirkju. Síðan þá hafa miklar brey...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?

Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið 'computer' varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan dregur Úlfarsfell nafn sitt?

Úlfarsfell í Mosfellssveit kemur hvorki fyrir í Landnámabók né fornsögum eða annálum, en Úlfarsá er nefnd í Landnámabók. Úlfarsfell er nefnt í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 (Íslenskt fornbréfasafn II, 220), og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 (III, 310). Nafnið er vafalítið dregið af mannsna...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?

Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir lýsingarorðið 'ágætt' og hvernig er það notað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fá nákvæma skýringu á lýsingarorðinu ágætt og notkun þess, frá orðabókarskýringu til notkunar þess í daglegu tali. Oft þegar orðið er notað í daglegu tali er það svona mitt á milli á skalanum en svo er alltaf sagt ágætt er best... en er þá best best eða er ágæt...

category-iconLífvísindi: almennt

Vex plantan Linnaea borealis á Íslandi og hefur hún eitthvað íslenskt heiti?

Plantan Linnaea borealis er lágvaxin skógarbotnsplanta og nefnist á íslensku lotklukka. Hún vex í Norður-Ameríku og Evrasíu. Í Evrópu vex lotklukkan í Skandinavíu, á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu, norðan Alpafjalla. Einnig vex hún víða í fjalllendu svæði Austur-Evrópu og í Ölpunum. Lotklukkan vex ekki ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvort er íslenskt vatn hart eða mjúkt og hvert er sýrustig þess?

Íslenskt drykkjarvatn er með því besta sem gerist í heiminum. Það er yfirleitt efnasnautt og ekki er þörf fyrir að bæta það með hreinsiefnum. Þannig er það með vatnið á höfuðborgarsvæðinu sem sótt er í borholur Gvendarbrunna í Heiðmörk. Við þurfum að hafa í huga að kalda vatnið er okkar dýrmætasta auðlind sem við...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til gott íslenskt orð í staðinn fyrir smoothie, boost eða búst?

Algengt er að nota tökuorðin smoothie og boost eða búst um þykka drykki sem eru maukaðir í blandara, til dæmis úr ávöxtum, skyri og klökum. Reynt hefur verið að finna íslenskt orð í staðinn fyrir þessi orð og má nefna að í nýyrðasamkeppni sem haldin var á degi íslenskrar tungu árið 2008 var meðal annars beðið um t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er til fornt íslenskt orð yfir það að hreinsa lús úr höfði?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sonur minn Hannes, er að leika í Jörundi hundadagakonungi um þessar mundir í Færeyjum. Hann spurði mig um orð yfir lúshreinsun, á íslensku. Ég var með orðið, að kemba, og lúshreinsa, menn voru svo kallaðir lúsablesar, en það orð var nú notað í fleirri merkingum. Er til ...

category-iconBókmenntir og listir

Ef maður þýðir enska bók yfir á íslensku og þýðir þýðinguna svo yfir á ensku, er maður þá ekki að afþýða hana?

Hér er skemmtilegur orðaleikur á ferð og vissulega mætti svara spurningunni játandi, að minnsta kosti í nafni hans. Við nánari athugun kemur þó strax í ljós að bókin verður ekki afþýdd nema hún verði þýdd að nýju. Ferli af þeim toga býður upp á ýmsar pælingar um þýðingar almennt, hvað þær feli í sér og í hverju ga...

category-iconMálvísindi: íslensk

Getur verið að Íslendingar hafi ruglast á orðunum sæng og dýna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nú segja Íslendingar sæng og dýna meðan Danir segja seng og dyne (seng þýðir þá rúm) og dyne þýðir sæng. Það hefur mikið verið rætt á okkar heimili sem er íslenskt og danskt, hvort sé upprunalega rétt. Það er hvort rugluðumst við Íslendingar eða Danir á merkingu eða ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Töluðu Danir og Íslendingar einhvern tíma sama tungumálið?

Íslenska og danska teljast til germanskra mála sem greinast í þrjá flokka: vesturgermönsk mál (til dæmis enska, þýska, hollenska), austurgermönsk mál (gotneska) og norðurgermönsk mál (danska, norska, sænska, íslenska og færeyska). Fyrst í stað töluðu þeir sem byggðu Danmörku, Noreg og Svíþjóð eitt mál sem kallað h...

category-iconHugvísindi

Hvenær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað?

Spurningin hljómaði svona í heild sinni: Hvenær komu handritin aftur til Íslands og hvað varð til þess að þau komu heim á ný? Eru fleiri handrit enn í Kaupmannahöfn? Undir lok 16. aldar uppgötvuðu fræðimenn í Danmörku og Svíþjóð að á Íslandi væri að finna handrit að sögum sem vörðuðu fjarlæga fortíð þessara l...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?

Rósa Hildur Bragadóttir spurði: "Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?" Eyvindur Örn Barðason spurði: "Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?" Á fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur. S...

Fleiri niðurstöður