Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8231 svör fundust
Getur rignt úr tveimur skýjalögum á sama tíma?
Stutt og laggott svar er já. Það er ekkert sem segir til um að ekki geti rignt samtímis úr tveimur skýjum sem eru mishátt á lofti. Aftur á móti vaknar spurningin hve auðvelt er að greina eitt ský frá öðru, það er hvar endar eitt ský eða skýjalag og annað tekur við? Skýjaþekjan er oft lagskipt, það er eitt skýj...
Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?
Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og br...
Hvað er Geiger-nemi? Hvað mælir hann og hvernig virkar hann?
Geiger-nemi er geislanemi af ákveðinni gerð. Um geislun má lesa meira í svarinu við spurningunni: Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni? Geiger-nemi flokkast undir geislamælitæki sem byggja á notkun jónunarhylkja, en jónunarhylki er lokað hylki með rafskautum sem fyllt er með gasi. Þegar geis...
Hver var Elísabeta Hevelius og hvert var hennar framlag til stjörnufræðinnar?
Elisabeth Catherina Koopmann Hevelius (1647-1693) var þýsk-pólskur stjörnufræðingur og önnur eiginkona stjörnufræðingsins fræga Jóhannesar Heveliusar (1611-1687). Hún hefur stundum verið kölluð fyrsti kvenkyns stjörnufræðingurinn en hvort sem svo er eða ekki þá birtist hún að minnsta kosti fyrst kvenna á mynd við ...
Er skynsamlegt að hækka hita í ofnum vegna mengunar frá eldgosinu eða vegna annarrar mengunar?
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Þessi ráðstöfun léttir pyngju húseiganda og gerir íbúum hússins mengunina þungbærari með óþægilegum hita. Hugmyndin um að varna innstreymi útilofts í hýbýli okkar með hitun innilofts byggir á þeirri röngu forsendu að hús okkar verði sem næst loftþétt þegar við höfum l...
Hvernig virkar tölvumús?
Upprunalega spurningin var: Þegar maður er með geislamús og hreyfir músina þá hreyfist örin á skjánum líka. Hvernig virkar þessi geisli og er sama hvernig ljósaperan er á litinn? Tölvumús þjónar því hlutverki að færa bendil til á tölvuskjánum. Mýsnar voru vélrænar fram að síðustu aldamótum en síðan tóku "ljósk...
Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?
Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...
Af hverju heitir fjallið Laki, sem Lakagígar eru nefndir eftir?
Örnefni með nafnliðnum laki kemur fyrir á nokkrum stöðum á Íslandi. Lakahnúkar og Lakadalur eru til dæmis á Hellisheiði, Lakafjöll eru norðan við Víðidalsfjöll fyrir austan Jökulsá á Fjöllum og stakir Lakar eru á fleiri stöðum á landinu. Þekktastur allra Laka og jafnvel frægur að endemum er þó Laki á Síðumannaafré...
Af hverju verða bananar brúnir eða svartir?
Hér er einnig svarað spurningunni:Þroskast bananar fyrr í kulda? Ef ég set banana í frystinn og tek þá út stuttu síðar þá eru komnir brúnir blettir í þá. Eflaust hafa margir tekið eftir því að þegar bananar eru geymdir í nokkra daga breytist litur hýðisins úr gulum yfir í brúnan eða svartan. Það sama á sér stað...
Af hverju eru bananar gulir?
Til eru meira en 1000 afbrigði af banönum og koma þeir í ýmsum stærðum og litum. Afbrigðið sem Evrópubúar kannast best við kallast Cavendish. Cavendish-bananar eru upphaflega grænir vegna litarefnisins blaðgrænu í grænukornum frumna hýðisins. Þegar fræ banananna, sem eru inni í aldinkjötinu (þeim hluta banananna s...
Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...
Á hvaða árstíma gagga tófur aðallega?
Tófan er einfari (e. solitary) en félagskerfi tegundarinnar byggir á einkvæni og óðalshegðun. Algengasta fyrirkomulagið er að parið heldur saman svo lengi sem bæði lifa en mökun fer fram í mars. Samskipti fara fram með lyktarskilaboðum, sem eru yfirleitt þvagmerki eða með því að nudda lyktarkirtli sem staðsettur e...
Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?
Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...
Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...
Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?
Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...