Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2581 svör fundust
Hverjir voru helstu leiðtogar íslams strax eftir dauða Múhameðs?
Rashidun er nafn sem fyrsta kalífadæminu eftir dauða Múhameðs var gefið. Fjórir kalífar stjórnuðu því frá 632-661. Orðið Rashidun mætti þýða sem hinir réttlátu eða hinir réttmætu; enska þýðingin er yfirleitt the rightly guided. Samkvæmt íslam var Múhameð síðasti spámaður guðs á jörðu. Múhameð lést árið 632 og þá v...
Hvað getið þið sagt mér um egypska faraóinn Akhenaten og konu hans Nefertiti?
Akhenaten var faraó í Egyptalandi sem ríkti á tímum átjándu konungsættarinnar. Hann er talinn hafa ríkt í 17 ár og dó annaðhvort 1336 eða 1334 f.Kr. Eitt helsta einkenni á stjórnartíð Akhenaten er að hann lagði af fjölgyðistrú í Egyptalandi og beitti sér fyrir tilbeiðslu sólguðs sem kallaðist Aten. Eftir þessi ...
Hvort eru konur eða karlar fremri í heimspeki?
Sennilega er engin leið til að svara þessari spurningu með skýrum hætti, ekki síst vegna þess að hún vekur í raun ótal spurningar sem erfitt er að svara. Hvað gerir eina manneskju fremri annarri í heimspeki? Hvaða mælikvarða á að nota? Og ef flókið er að meta hvað gerir einn einstakling fremri öðrum í heimspeki, h...
Hver var Kurt Gödel og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Kurt Gödel hefur verið kallaður mesti rökfræðingur síðan á dögum Aristótelesar. Gödel-setningin svonefnda, sem hann sannaði á tuttugasta og fimmta aldursári, er ein frægasta niðurstaða stærðfræðinnar: Hún er þekkt langt út fyrir raðir stærðfræðinga, og það er sárasjaldgæft. Hún er kannski líka sú stærðfræðiniðurst...
Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Rétt eins og hefð er orðin að segja að Bach, Mozart og Beethoven séu mestu tónskáld sögunnar, án þess að samkomulag sé um hver eigi fjórða sætið, er löngu orðið til siðs að nefna Arkimedes, Newton og Gauss sem þrjá mestu stærðfræðinga allra tíma. Gauss var þegar í lifanda lífi kallaður princeps mathematicorum, sem...
Hvað er „vanvirkur skjaldkirtill“ og hvað er til ráða?
Skjaldkirtillinn getur stækkað ef hann starfar of mikið en einnig ef hann starfar of lítið. Einnig er til skjaldkirtilsstækkun án þess að starfsemi kirtilsins sé óeðlileg og er það til dæmis nokkuð algengt hjá fólki sem á heima fjarri sjó og skortir þess vegna joð. Við getum ekki án skjaldkirtilsins verið, þannig ...
Skapaði Guð mennina eða urðu þeir til af öpum?
Svar vísindanna um uppruna mannsins er skýrt og afdráttarlaust: Tegundin Homo sapiens, hinn viti borni maður, varð til með þróun eins og aðrar tegundir í lífríkinu, og menn og apar hafa þróast út frá sömu forfeðrum eða fyrirrennurum. Vísindin láta hins vegar hitt liggja milli hluta hvort eða að hvaða leyti þes...
Hvað er póstmódernismi?
Póstmódernismi er hugtak. Það er ekki aðeins eitt af stærri hugtökum í vestrænni hugmynda- og menningarsögu, heldur varðar það nútímann og lifandi fólk. Nú kann það sem er risavaxið og í seilingarfjarlægð að virðast auðgreinanlegt og svarið við spurningunni: Hvað er póstmódernismi? að liggja í augum uppi. En því m...
Eru sannanleg tengsl á milli kúariðu og Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins og hvernig er þá smitleiðin yfir í menn?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Jóns Ágústs Sigurðssonar, Hver er meðganga Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í manni? Hér mun átt við nýtt afbrigði af Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS), variant Creutzfeldt-Jakob Disease, sem lýst var fyrst árið 1996. Svarið er nei. Ekki hafa verið færðar fullar sönnur á ten...
Hver er stærsta eyjan við Ísland?
Hagstofa Íslands gefur á hverju ári út hagtöluárbókina Landshagi. Bókinni er ætlað að gefa yfirlit yfir tölulegar upplýsingar um flesta þætti efnahags- og félagsmála. Þar er einnig að finna ýmsar landfræðilegar upplýsingar, til dæmis lista yfir stærstu eyjarnar við Ísland. Þær eru:Heimaey 13,4 km2 Hrísey á Eyjafir...
Hvað er píslarvottur?
Íslenska orðið píslarvottur samsvarar gríska orðinu martys eða martyr sem merkti upphaflega vitni eða vottur. Alþjóðaorðið nú á dögum um þetta er martyr. Í kristinni orðræðu er orðið fyrst notað um postulana sem voru vitni að lífi Jesú Krists og kenningu hans. Í fyrsta Pétursbréfi segist Pétur vera „vottur písla K...
Hver var vísindakonan Marie Curie og hverjar voru helstu uppgötvanir hennar?
Marie Curie er einn frægasti eðlis- og efnafræðingur sögunnar. Hún hlaut tvisar sinnum Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Rannsóknir hennar voru sannkallað brautryðjendastarf varðandi eiginleika frumefna og þróun og nýtingu kjarnorku. Marie Curie, eða Maria Sklodowska ein...
Hvenær var minkur fluttur til Íslands?
Á síðari hluta 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. var Norður-Ameríka vagga loðdýraeldis. Upp úr 1870 fóru menn þar að fanga ýmsar villtar dýrategundir og flytja þær inn á sérstök loðdýrabú til ræktunar. Hvatinn að þessum eldistilraunum var hátt skinnaverð og mikil eftirspurn eftir grávöru auk þess sem ýmsir villt...
Hvenær lærðu Íslendingar að prjóna og af hverjum?
Eftir því sem best er vitað hefur prjón borist til Íslands með kaupmönnum, þýskum, enskum eða hollenskum, á fyrri hluta 16. aldar. Líklegast þykir að þýskir kaupmenn hafi átt mestan hlut að máli. Elsta varðveitta prjónles eða prjónaði fatnaður sem til er á Íslandi og af íslenskum uppruna, mun vera sléttprjónaður b...
Mig langar að vita allt um beinhákarlinn, hvar er hann veiddur og fleira?
Beinhákarlinn (Cetorhinus maximus) nýtur talsverðar sérstöðu meðal hákarla. Hann er eini hákarlinn með beinkennda stoðgrind í stað brjóskkenndrar eins og hinar rúmlega 300 tegundirnar hafa. Þess vegna er hann flokkaður einn í ættina Cetorhinidae. Meðallengd fullorðinna beinhákarla er um 6,7-8,8 metrar en þeir stær...