Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3334 svör fundust
Hver er sagan á bak við heilaga gralbikarinn?
Fyrstu sögurnar sem fjalla um gralinn eru frá 12. og 13. öld. Samkvæmt sumum þeirra er gralinn sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Þessi bikar var svo sagður hafa verið notaður til að safna því blóði Krists sem draup af honum á krossinum. Gralnum er oft eignaðir yfirnáttúrulegir eiginleikar og ...
Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...
Í hvaða fjórum löndum búa Samar?
Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...
Hvaðan kemur hárgreiðslan hanakambur upprunalega?
Talið er að hanakamburinn sem á ensku kallast Mohawk eða mohican komi frá Norður-Ameríku. Á enskri tungu er hann kenndur við Móhíkana-indjánaættflokkinn (e. Mohawk) sem kann þó að vera vafasamt því vitað að er að hanakambur var í tísku hjá Wyadot-indjánum mun fyrr. Árið 2003 fundust 2300 ára gamlar líkamsleifa...
Hvað er sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur sem gerir þau að algengustu karlmannsnöfnunum?
Í raun er ekkert sérstakt við nöfnin Jón, Sigurður og Guðmundur fremur en Guðrún, Sigríður og Kristín sem eru meðal algengustu kvenmannsnafna. Nafnið Jón er leitt af Jóhannes sem var biblíunafn en slík nöfn urðu mjög vinsæl þegar eftir kristnitöku. Jón biskup helgi er talinn hafa fyrstur borið nafnið hérlendis og ...
Hvað þýðir það að vera á bísanum og hvaðan er það komið?
Nafnorðið bísi 'hnuplari; þjófnaður' er ekki gamalt í málinu. Sama er að segja um hvorugkynsorðið bís 'hnupl' og sögnina að bísa 'hnupla, stela'. Þau eru frá því um miðja 20. öld og teljast til slanguryrða. Bísi, bís og sögnin að bísa eru tökuorð í íslensku og upphaflega úr sjómannamáli. Orðasambandið að v...
Hvers konar dí er í því sem er dísætt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...
Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?
„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...
Af hverju er mæðradagur til?
Hinn alþjóðlegi mæðradagur er upprunninn í Bandaríkjunum snemma á 20. öld. Bandarísk kona sem hét Anna M. Jarvis missti móður sína 9. maí árið 1905. Hún minntist hennar á næstu árum og skrifaði þúsundir bréfa til áhrifamanna í Bandaríkjunum árið 1908, þar sem hún hvatti til þess að annar sunnudagur í maí yrði helg...
Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?
Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum t...
Hvaðan kemur orðið kölski inn í íslenska tungu?
Orðið kölski þekkist í málinu frá því á 17. öld sem annað orð yfir fjandann en einnig um gamlan og ósvífinn karl. Bjarni Vilhjálmsson fyrrum þjóðskjalavörður skrifaði grein um orðið í afmælisrit Halldórs Halldórssonar og benti á tengsl þess við lýsingarorðið kölskulegur 'ákafur; ósanngjarn', atviksorðið kölsku...
Hvaðan kemur kjötáleggsnafnið malakoff og hvað merkir það?
Sennilega kemur Malakoffpylsan upphaflega frá Rússlandi. Að minnsta kosti er hún talin sem rússnesk pylsa í þýskumælandi löndum. Sagt er að í hana þurfi meðal annars nautatungu og svínafitu. Hvernig og hvaðan Malakoff-pylsan barst til Íslands er ekki vitað. Líklegast upphaflega frá Danmörku því að í gömlum auglýsi...
Er til íslenskt heiti yfir dýrið „Slow loris“?
Letilórur eða Slow loris á ensku eru nokkrar tegundir frumstæðra prímata af ættkvíslinni Nycticebus. Þær finnast aðallega í þéttum frumskógum í suðausturhluta Asíu, frá Norðaustur-Indlandi til Yunnan-héraðs í Kína auk eyja Indónesíu og Filippseyja. Letilórur bera ýmis einkenni fyrstu prímatanna sem komu fram á...
Af hverju heitir Viðey þessu nafni, var svona mikið af trjám þar?
Viðey heitir eyja ein á Kollafirði á Faxaflóa, rétt utan við Reykjavík. Önnur Viðey mun vera í Þjórsá og Viðeyjar eru nyrst í Faxaflóa, úti fyrir Skógarnesi. Viðey á Kollafirði. Nafnið er dregið af skógi eða kjarri sem hefur einkennt eyjarnar þegar þær fengu nafn. Fornleifarannsóknir í Viðey á Kollafirði ha...
Hvað er lúsablesi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins lúsablesi? Hvað merkja orðin lúsa og blesi þarna? Orðið lúsablesi virðist samkvæmt heimildum koma upp um miðja 20. öld sem skammaryrði um ómerkilegan mann en einnig um lúsugan mann. Það er samsett úr orðunum lús ‘lítið sníkjudýr sem heldur sig á mönnum,...