Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4049 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð sólin til?

Svonefnd geimþokukenning útskýrir hvernig sólkerfið okkar varð til. Samkvæmt henni myndaðist sólkerfið í geimþoku fyrir um það bil 4,6 milljörðum ára. Mynd eftir William K. Hartmann sem á að sýna uppruna sólkerfisins. Höggbylgjur frá sprengistjörnum í geimþokunni mynduðu hvirfla í þokunni sem byrjuðu að falla...

category-iconEfnafræði

Af hverju er andrúmsloftið gegnsætt?

Efni teljast gegnsæ ef sýnilegt ljós nær að skína að fullu eða mestu óhindrað í gegnum þau (sbr. svar við spurningunni Af hverju er gler gegnsætt og hvaða efni eru í gleri? eftir sama höfund). Helsta orsök ógegnsæis efna er ljósgleypni þeirra. Slík ljósgleypni á sér stað þegar orka ljóssins yfirfærist á eindir...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru 10 stærstu dýr heims?

Þegar litið er á lista yfir tíu stærstu núlifandi dýr jarðar einskorðast hann við hvali. Listinn er sem hér segir: Nr.HeitiÞyngd1.Steypireyður (Balaenoptera musculus)130-150 tonn2.Norður-Kyrrahafssléttbakur (E. japanica)80-100 tonn3.Langreyður (Balaenoptera physalus)um 70 tonn4.Hnúfubakur (Megaptera novae...

category-iconFornleifafræði

Hvað er múmía?

Orðið múmía er notað yfir gömul lík eða dýraleifar þar sem einhver mjúkvefur hefur varðveist. Algengast er að það sé húð en einnig geta líffæri, vöðvar og aðrir vefir geymst í langan tíma. Í sumum fornum menningarsamfélögum voru lík smurð og iðrin fjarlægð til þess að varðveita líkamann og var það hluti af út...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hrafnar, álftir og grágæsir náð háum aldri?

Lengsti sannanlegi aldur villtra hrafna (Corvus corax) samkvæmt merkingu á unga úr hreiðri og endurheimt þegar hann drapst eru 20 ár og 5 mánuðir. Þetta var fugl sem merktur var í Finnlandi. Hrafn (Corvus corax). Hæsta staðfesta aldri álftar (Cygnus cygnus) í Evrópu náði fugl sem Sverrir Thorstensen merkti s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er líklegt að ísinn neðst í Vatnajökli sé gamall?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Hvað er líklegt að ísinn neðst undir Vatnajökli sé gamall? Gæti hann verið frá því á landnámsöld? Sumarið 1972 náðu starfsmenn Raunvísindastofnunar Háskólans og félagar í Jöklarannsóknafélagi Íslands borkjarna úr jökulís Bárðarbungu. Því miður náði borinn ekki lengra en niður á ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða plöntur éta menn?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu. Ef spyrjandi á við hvaða plöntur menn leggi sér til munns yrði svarið mjög löng upptalning þar sem við menn borðum jú fjölmargar tegundir úr jurtaríkinu. Ef aftur á móti er átt við hvaða plöntur nærast á mönnum horfir málið öðruvísi við. Ekkert bendir til þess að til s...

category-iconÞjóðfræði

Hvað er kurteisi?

Orðið kurteisi á sér rætur í fornfranska orðinu court sem þýðir hirð eða konungshöll. Það er einnig skylt latneska orðinu hortus sem merkir garður. Franska orðið court þýðir því í raun eitthvað sem er afmarkað eða afgirt, og lýsingarorðið cortois, sem dregið er af court, merkti upphaflega hvernig menn skyldu haga ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hafa fuglar mök?

Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir það sér að vera með oflæti eða maníu?

Oflæti, eða manía, er ásamt þunglyndi eitt aðaleinkenni tvískautaröskunar (bipolar disorder), geðröskunar sem lýsir sér í miklum skapsveiflum. Á þunglyndistímabilum verður fólk með tvískautaröskun vansælt, áhugalaust og orkulítið. Í oflæti er það aftur á móti ört og hátt uppi, jafnvel eirðarlaust og æst. Við væ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er fólk loðið undir höndunum?

Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvernig eru stjörnur og reikistjörnur á litinn?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig eru stjörnur á litinn? (Þórhildur) Hvernig eru reikistjörnur á litinn? (Stella Rut) Þegar maður horfir upp í himinninn á stjörnubjartri nóttu lægi ef til vill beint við að álykta að stjörnur séu hvítar á litinn; þannig koma þær allavega okkur flestum fyrir sjón...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?

Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað eru mörg fótboltalandslið í heiminum?

Þegar þetta er skrifað eru 208 landslið karla á skrá hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA). Þar af eru 46 í undirsambandi FIFA í Asíu, 53 í Afríku, 10 í Suður-Ameríku, 11 í Eyjaálfu, 53 í Evrópu, og í Norður-Ameríku, Mið-Ameríku, og Karíbahafinu eru samtals 40 landslið á skrá. Fimm þeirra síðastnefndu tilheyra þ...

category-iconSálfræði

Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?

Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra k...

Fleiri niðurstöður