Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5924 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?

Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...

category-iconLæknisfræði

Hver er tíðni og nýgengi hinna ýmsu krabbameinstegunda?

Árlega greinast um 1.100 einstaklingar með krabbamein á Íslandi eins og lesa má um í öðru svari sama höfundar. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengast meðal karla og krabbamein í brjóstum er algengast hjá konum. Lungnakrabbamein er með næst hæst nýgengi hjá báðum kynjum og í þriðja sæti er krabbamein í rist...

category-iconLandafræði

Hversu djúpt er Lagarfljót?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvert er lengsta vatn Íslands? Í svari við spurningunni Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi? kemur fram að Lögurinn er sjötta dýpsta stöðuvatn landsins, 112 metra djúpt, og nær um 90 m niður fyrir sjávarmál. Flatarmál vatnsins er alls um 53 km2 sem skipar því í þriðja sæti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er latneska heitið á tjaldi?

Ef spyrjandi er að spyrja um latneska heitið á fuglinum tjaldi þá er það Haematopus ostralegus. Á ensku nefnist fuglinn oystercatcher sem merkir sá sem veiðir ostrur. Það vísar sennilega til veiðiatferlis hans suður í Evrópu þar sem ostrur finnast víða. Tjaldur heitir á fræðimáli Haematopus ostralegus. Hér á ...

category-iconTölvunarfræði

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0? - Myndband

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna myndaðist jökull á Snæfellsnesi sem stendur svo nærri sjó?

Jöklar eru ekki bara afsprengi kulda heldur skiptir úrkoma líka miklu máli. Jöklar eru fyrst og fremst þar sem úrkoma er mikil sem gleggst má sjá á Vatnajökli þótt hann sé mjög skammt frá hlýjasta sjó við landið. Á suðausturströnd landsins er úrkoman að jafnaði hvað mest. Þetta gerir það að verkum að hjarnmörk (jö...

category-iconVísindavefur

Gáta: Hvað á Gunna að baka margar kökur?

Gunna er 13 ára stelpa sem er á leið í heimsókn til ömmu sinnar. Hún ætlar að gleðja ömmu sína með því að færa henni 2 kökur. Amma hennar býr hins vegar í hinum enda bæjarins. Gunna þarf því að fara yfir 7 brýr til að komast á áfangastað en undir hverri brú er 1 tröll. Tröll bæjarins eru svo sólgin í kökur að þau ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?

Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Henri Poincaré og framlag hans til stærðfræðinnar?

Henri Poincaré (1854-1912) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og vísindaheimspekingur. Hann kom víða við á ævi sinni, og er meðal annars minnst fyrir vinnu sína við afleiðujöfnur, stjarnfræði, afstæðiskenninguna, og grannfræði. Best þekkta verk Poincaré er sennilega Poincaré-tilgátan í grannfræði, sem stó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er hættulegasta dýr A) í heimi, og B) á Íslandi?

Mörg spendýr geta verið hættuleg mönnum við vissar aðstæður. Almennt má segja að meðal spendýra skipta stærð, lífshættir og aðstæður einstaklingsins mestu máli. Þannig eru rándýr að jafnaði hættulegri en grasbítar af sömu stærð, stærri dýr eru hættulegri en minni dýr, hungruð rándýr hættulegri en södd, mæður með a...

category-iconLæknisfræði

Er óhætt að borða nautakjöt sem flutt er til Íslands frá Írlandi þótt kúariða herji á írskar kýr? Er óhætt að borða nautakjöt í Þýskalandi?

Ég tel að nánast engar líkur séu á því að þeim sem neyttu írska nautakjötsins verði meint af. Þá skoðun byggi ég á eftirfarandi atriðum: Kúariða er tiltölulega sjaldgæf á Írlandi. Á síðasta ári greindust þar aðeins um 150 tilfelli en í landinu eru 7,5 milljónir nautgripa. Ekkert smit hafði greinst í þeim hjörðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef Vatnajökull myndi hverfa á morgun hvað mundi land undir honum rísa mikið og á hvað löngum tíma?

Þyngd Vatnajökuls er um 3.000 milljarðar tonna og þessi þungi er slíkur að jarðskorpan hefur gefið eftir og sigið. Ef jökullinn bráðnar og hverfur þá rís landið. Slík svörun jarðskorpunnar er vel þekkt meðal annars út frá rannsóknum á áhrifum ísaldarjökla á landhæð. Fornar strandlínur sem finnast víða á láglend...

category-iconJarðvísindi

Hefur eitthvert eldfjall gosið alltaf (aldrei hætt)?

Það er ekkert eldfjall sem hefur gosið stanslaust frá því að jörðin myndaðist enda hefur mikið breyst á þeim milljörðum ára sem jörðin hefur verið til. Eldfjöll, eins og önnur jarðlög, eru sífellt að myndast eða mást; þau hlaðast upp í eldgosum en síðan vinna roföflin smám saman á þeim og þau hverfa. Erfitt e...

category-iconVerkfræði og tækni

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?

Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getið þið sagt mér um Himalajafjöll?

Himalajafjöll eru fjallgarður í Asíu sem liggur í austur-vestur stefnu og aðskilur Indlandsskaga frá tíbetsku-hásléttunni. Fjallgarðurinn nær yfir sex þjóðríki; Bútan, Kína, Indland, Nepal, Pakistan og Afganistan. Orðið 'himalaja' kemur úr sanskrít og þýðir 'hima' snjór og 'ālaya' híbýli. Hluti Himalajaf...

Fleiri niðurstöður