Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um lúðu?
Lúða (Hippoglossus hippoglossus) er stærsti flatfiskur sem finnst hér við land og raunar stærsti beinfiskur sem lifir innan íslensku lögsögunnar. Stærsta lúða sem vitað er um að veiðst hafi hér við land var 3,65 metra löng og vó hvorki meira né minna en 266 kg. Þessi fiskur veiddist við norðanvert landið sumarið 1...
Hver var Þorvaldur Thoroddsen og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?
Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og í raun landkönnuður Íslands, enda skoðaði hann landið allt að...
Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni, er það óhollt?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni: Ég sýð allan minn mat upp úr hitaveituvatni en fékk athugasemd frá aðila sem fullyrti að í því væru óæskileg efni. Því spyr ég: Er það manninum óhollt að sjóða mat upp úr hitaveituvatni? Hitaveituvatn er ekki skilgreint sem neysluvatn í reglugerð um neysluvatn. Það e...
Hvernig er alheimurinn á litinn?
Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...
Geta áunnir eiginleikar erfst milli kynslóða?
Í stuttu máli er svarið nei. Áunnir eiginleikar vísa til eiginleika sem mótast við þjálfun og þroskun einstaklingsins, líkt og hreysti og vaxtarlag vegna líkamsræktar og mataræðis eða vegna menntunar og reynslu. Til dæmis erfist tungumálakunnátta ekki frá foreldrum til barna. Þótt umhverfisáhrif geti mótað samspil...
Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?
Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við. Eftir að egg...
Hvernig getur guð verið pabbi Jesús ef María mey og Jósef fæddu hann?
Þegar lögð er áhersla á að Jesús sé sonur Guðs er átt við að hann hafi verið í sérstöku og nánu sambandi við Guð sem líkja má við samband barns og föður. Samkvæmt kristinni trú var samband Jesú við Guð mun nánara en annarra. Þess vegna var talað um hann sem einkason Guðs eða einfæddan son hans. María er kölluð mey...
Hve langt frá jörðinni þarf maður að fara til að sjá ekki jörðina berum augum, það er án þess að nota kíki?
Það eru ekki allar reikistjörnur sýnilegar með berum augum en þær sem eru sýnilegar eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. En til að reikistjarna sjáist ekki með berum augum frá jörðinni þarf maður að fara til Úranusar sem er í um það bil 2875 milljón kílómetra fjarlægð frá sól. Samt er örugglega nóg að ...
Hvernig er farið að því að finna út næringargildi matvæla?
Næringargildi matvæla segir til um innihald þeirra af orkugefandi næringarefnum (próteini, fitu og kolvetnum), vítamínum og steinefnum. Styrkur efnanna er mældur með efnagreiningu á rannsóknarstofu, þar sem tiltekin fjöldi af sýnum er greindur með viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Matvæli eru sögð næringarsnauð ef ...
Hvað heita kven- og karldýr tígrisdýra?
Kvendýr tígrisdýra eru kölluð á íslensku tígrisynjur samanber kvendýr ljóna, ljónynjur. Þetta er þýðing á enska orðinu tigress. Aftur á móti eru karldýrin oftast kölluð fress eða tígrisfress. Í ensku eru oftast notað orðin male tiger, karltígrisdýr eða karltígrar, þannig að ekkert sérstakt orð hefur þar verið fun...
Hvað er langt til næstu stjörnu fyrir utan sólkerfið okkar og í hvaða sólkerfi er hún?
Sú stjarna sem er næst okkar sólkerfi er fjölstirnið Alfa í Mannfáknum en hún er í 4,3 ljósára fjarlægð frá jörðu og þó undarlegt virðist færist hún á 20-25 kílómetra á sekúndu hraða í átt til okkar. Eftir 2400 ár verður fjölstirnið þess vegna komið 0,2 ljósárum nær en það eru núna, þá verður það í 4,1 ljósára fja...
Hver er uppruni orðatiltækisins að "gera einhverjum skráveifu"?
Orðið skráveifa er gamalt í málinu. Það er kunnugt allt frá því á 14. öld sem viðurnefni Jóns nokkurs Guttormssonar skráveifu en hann var lögmaður norðan og vestan 1361. Um hann var ort og skráð í Flateyjarannál:Jón skreiddist skjótt skráveifa hljótt kamarsaugað út við ærna sút.Upprunaleg merking orðsins er óvi...
Hver var Afródíta?
Afródíta var gyðja ástar og fegurðar hjá Grikkjum til forna en Rómverjar nefndu hana Venus. Hún var kona smíðaguðsins Hefestosar en stóð í ástarsambandi við stríðsguðinn Ares sem Rómverjar kölluðu Mars. Með honum átti hún barn sem var enginn annar en Eros eða Amor, ástarguðinn sjálfur. Sagnaritarinn Hesíódos se...
Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?
Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krab...
Af hverju er grjót hart?
Stundum getur verið svolítið erfitt að svara spurningum af þessu tagi af því að svarið felst að nokkru leyti í merkingu orðanna. Þannig gætum við sagt að sumir hlutir séu einfaldlega harðari en aðrir og sumt af því sem harðast er köllum við grjót. En kannski getum við gert aðeins betur en þetta! Berggrunnur lan...