Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4049 svör fundust
Hvers konar dýr eru hreisturdýr og hvað eru til margar tegundir af þeim?
Hreisturdýr eru spendýr í ættbálknum Pholidota. Aðeins ein ætt tilheyrir þeim ættbálki: Manidae eða hreisturdýraætt. Ættin skiptist í þrjár ættkvíslir, Manis-ættkvíslina í Asíu sem telur fjórar tegundir og afrísku ættkvíslarnar Phataginus og Smutsia sem hvor um sig greinist í tvær tegundir. Manis culionensis...
Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?
Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...
Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?
Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð. Berkjuspeglun nýtist ...
Hvernig er farið að því að greina lungnakrabbamein?
Þegar grunur vaknar um lungnakrabbamein eru gerðar ýmsar rannsóknir til að staðfesta greininguna, en jafnframt til að meta útbreiðslu meinsins og almennt ástand sjúklingsins. Reynt er að velja þær rannsóknir sem veita mestar upplýsingar en hafa sem minnsta áhættu fyrir sjúklinginn.[1] Mynd 1: Röntgenmynd af lun...
Hvernig gengur að þróa líftæknilyf við alzheimers-sjúkdómnum?
Í alzheimers-sjúkdómi falla út óeðlileg prótín á milli taugafrumna, svokallað amyloid, og eru þau talin trufla samskipti taugafrumna og þannig trufla heilastarfsemi. Það eru þessar útfellingar sem þýski læknirinn Alois Alzheimer (1864-1915) sá í smásjá sinni árið 1906 þegar hann skoðaði sýni úr heila konu að nafni...
Hvað getið þið sagt um einstaka vísindamenn sem voru uppi á árinu 1944?
Uppgötvanir, kenningar og niðurstöður í vísindum eru yfirleitt afrakstur vinnu sem á sér stað á margra ára og oft áratuga tímabili. Oftast er um að ræða samstarf margra sem byggir jafnframt á rannsóknum annarra vísindamanna. Hér er spurt um árið 1944 en svarið takmarkast þó ekki við vísindamenn sem unnu merk afrek...
Eru rafrettur hættulegar?
Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...
Af hverju er vindur?
Ef loftþrýstingur er breytilegur frá einum stað til annars verður vindur. Dæmi: Inni í uppblásinni blöðru er meiri loftþrýstingur en utan hennar. Ef stungið er gat á blöðruna streymir loftið út og úr verður vindur sem leitar frá meiri þrýstingi í átt að minni. Vindinn lægir þegar loftþrýstingur er orðinn sá sa...
Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?
Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar. Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrst...
Sofa hákarlar og hvalir?
Spurningin var upphaflega á þessa leið: Geta hákarlar sofið ef þeir þurfa alltaf að vera á stöðugri hreyfingu? Hvernig sofa hvalir ef þeir þurfa stöðugt að fara upp á yfirborðið til að fá súrefni? Bæði hákarlar og hvalir sofa. Hvalir hafa þróað ákveðna aðferð við öndun meðan á svefni stendur, svokallaða vilj...
Hver fann upp heftarann og hvaða ár var það?
Heftarinn á sér langa sögu. Um 1200 byrjuðu menn að festa saman pappír með því að gera göt vinstra megin á pappírinn og festa þau saman með borða. Nær 600 ár liðu án mikilla framfara. Fyrsta heftivélin sem sögur fara af á að hafa verið gerð á fyrri hluta 18. aldar fyrir Lúðvík XV. Frakklandskonung, en í þeirri hef...
Er erfitt að læra?
Já. Við þurfum ekki annað en að fylgjast með börnum til að sjá þetta. Það er erfitt að læra að skríða og ganga, að skilja og tala, að stjórna líkamsstarfseminni, að framkvæma sífellt flóknari hreyfingar, að lesa og skrifa, reikna og smíða, að skilja lífið kringum sig, að kunna á náttúruöflin, að kunna á mannleg...
Hvað er það sem gefur páfagaukum umfram aðra fugla möguleikann á að geta lært að tala?
Fræðimenn telja að talhæfileikar páfagauka umfram aðra fugla og önnur dýr liggi ekki í greindinni heldur í líkamsgerðinni. Hæfileiki páfagauka til að skapa ýmis hljóð liggur fyrst og fremst í uppbyggingu barkakýlisins. Dr. Irene Pepperberg hefur fengist við rannsóknir á páfagaukum. Talsverðar rannsóknir hafa...
Hver fann upp fyrsta vélmennið?
Bandaríski uppfinningarmaðurinn Joseph F. Engelberger er oft kallaður "faðir vélmennanna". Hann þróaði ásamt félaga sínum George Devol fyrsta nútíma vélmennið sem sett var á markað. Vélmennið kallaðist Unimate, var nokkurs konar gervihandleggur og var notað í bílaverksmiðjum General Motors í Ewing Township í Banda...
Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?
Tíu dýpstu vötn í heimi eru: Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt Great Slave lake í Kanada sem er 614 ...