Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 590 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að beygja heiti bókstafanna í eintölu og fleirtölu?

Ef þörf er á að beygja bókstafina eru þeir allir auðbeygðir nema helst a-ið. Ef stafirnir d og f eru teknir sem dæmi beygjast þeir á eftirfarandi hátt í eintölu og fleirtölu: FallEintalaFleirtala Nf.dédé Þf.dédé Þgf.déidéum Ef.désdéa FallEintalaFleirtala Nf.effeff Þf.effeff Þgf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

category-iconHugvísindi

Af hverju segja menn "klukk" þegar þeir ná einhverjum í eltingaleik?

Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld er sagt frá skollaleik sem einnig var kallaður blindingsleikur þar sem bundið var fyrir augun á þeim sem var skollinn. Leikurinn hefur sennilegast borist hingað frá Danmörku þar sem hann er kallaður blindebuk (‘blindi hafur’). Jón giskar á að klukk sé le...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað hafa Íslendingar unnið til margra verðlauna á Ólympíuleikum?

Íslendingar hafa átt þátttakendur á 19 Ólympíuleikum (en hér er aðeins átt við sumarólympíuleika). Fyrst árið 1908, næst árið 1912 (í bæði skiptin undir fána Dana), svo árið 1936, þá fyrst sem fullvalda þjóð, og allar götur síðan. Þess ber að geta að engir Ólympíuleikar fóru fram árin 1916, 1940 og 1944 vegna strí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skötufótur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er skötufótur? Samanber: þegir barn er það nagar skötufótinn. Í riti Lúðvíks Kristjánssonar, Íslenzkir sjávarhættir, (IV:352) segir: „Við kviðuggana á skötuhæng er allstór sepi – skötufótur. „Þegir barnið meðan það etur skötufótinn,“ er sagt, þegar ætla má, að einhver sé ...

category-iconHeimspeki

Hvernig varð heimspekin til? Hvert er upphaf hennar?

Ómögulegt er að segja til um hver velti fyrstur fyrir sér heimspekilegri spurningu og hvenær. Aftur á móti er hægt að segja frá upphafi tiltekinna heimspekihefða. Upphaf vestrænnar heimspeki má rekja til Forngrikkja og hún á sér órofa sögu til nútímans. Á flestum evrópumálum er sjálft orðið fyrir heimspeki komið a...

category-iconHugvísindi

Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...

category-iconStærðfræði

Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?

Upprunalega spurningin var: Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun? Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið ferming, pabbi minn sem býr í Svíþjóð er oft spurður að því?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Pabbi minn býr í Svíþjóð og hefur verið spurður hvaðan orðið ferming er komið, þar sem ferming er á flestum tungumálum confirmatio. Nafnorðið ferming er leitt með viðskeytinu –ing af sögninni að ferma 'staðfesta skírnarsáttmála eða trúarheit einhvers’. Það kom inn í máli...

category-iconFélagsvísindi

Gerðu öll menningarsamfélög fornaldar ráð fyrir yfirburðum karlmanna?

Við þessu er eiginlega ekkert einfalt svar. Í fyrsta lagi er ekki auðvelt að afmarka við hvað er átt með því að tala um menningarsamfélög fornaldar. Mér finnst eðlilegast að þar séu talin þau samfélög sem áttu sér ritmál. Einungis í þeim ríkjum og samfélögum þar sem varðveist hafa ritaðar heimildir um hvaðeina, er...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru háþýska og lágþýska tvær mállýskur eða tvö tungumál?

Hér er rétt að telja að um tvö tungumál sé að ræða. Háþýska er tungumál ekki mállýska. Lágþýska (þ. Plattdeutsch/Niederdeutsch, e. Low German) er töluð á landssvæðunum í Norður-Þýskaland. Það er nokkuð umdeilt hvort lágþýska er sjálfstætt tungumál en hún hefur verið viðurkennd af Evrópuráðinu sem tungumál (Evrópus...

category-iconLögfræði

Byggir þingræðisreglan (um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis) á einhverjum lögum?

Upphaflega var spurningin svona: Byggir þingræðisreglan um að ráðherra þurfi stuðning meirihluta Alþingis til þess að starfa sem ráðherra á einhverjum lögum? Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti. Reglan er stjórnskipun...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður?

Þegar við fáum okkur humar er það yfirleitt halinn sem við borðum. Á halanum er dökk rák sem er aftasti hluti meltingarvegarins, en hann endar í endaþarmsopinu. Endaþarmurinn liggur aftast á halanum neðanverðum undir skelblöðkunum. Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja rákina áður en humarinn er borðaður. Sumum þyk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.

Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...

category-iconHugvísindi

Hvað getiði sagt mér um fall Rómaveldis?

Þegar talað er um fall Rómaveldis er oftast miðað við árið 476 e.Kr. þegar síðasta vestrómverska keisaranum, Rómulusi Ágústusi, var steypt af stóli (sjá mynd til vinstri). Austrómverska keisaradæmið eða Býsans lifði öllu lengur, eða fram til ársins 1453. Undanfari falls vestrómverska ríkisins var ekki glæsileg...

Fleiri niðurstöður