Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju kallast matarlím húsblas?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...
Hvað kostar tonn af kolefnisígildum?
Hagfræðingar, sem ritað hafa um loftslagsmál, hafa lengi verið á einu máli um nauðsyn þess að taka upp „gegnsætt og sambærilegt kolefnisgjald um allan heim“.[1] Sanngjarnt gjald ræðst af tjóninu sem losunin veldur. Tjónið leggst á alla heimsbyggðina – og fyrst og fremst á aðra en þá sem valda því. Þess vegna taka ...
Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?
Svarið er nei; menn hafa ekki smíðað öflugra vopn en vetnissprengju og sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt að þeir muni gera það í náinni framtíð. Kjarnorkan, nánar tiltekið kjarnasamruni, er líka langöflugasta orkulind sólkerfisins. Kjarnorkusprengjur eru í meginatriðum tvenns konar. Sprengjur sem byggjast á kja...
Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?
Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...
Er hugsanlegt að stór uppistöðulón gerð af mönnum geti komið af stað eldgosum?
Þetta er áhugaverð spurning til að velta vöngum yfir. Fyrir löngu varð mönnum ljóst að orsakasamband er milli Grímsvatnagosa og Skeiðarárhlaupa, og þá var spurningin þessi: Veldur hlaup gosi? Veldur gos hlaupi? Eða er eitthvert þriðja ferli sem veldur bæði hlaupi og gosi? Niðurstaðan nú orðið er að hlaupin val...
Af hverju blaktir bandaríski fáninn á myndinni af Apollo 11 á tunglinu 1969?
Þessa spurningu mætti ef til vill skilja sem svo að spyrjandi vilji vita af hverju það sé bandaríski fáninn sem blaktir þarna en ekki eitthvað annað. En við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé allvel að sér, meðal annars eftir að hafa kynnt sér ýmsa hluti á Vísindavefnum. Hann viti þess vegna að á tunglinu er ekkert l...
Hversu marga lítra af olíu þarf til að framleiða einn lítra af bensíni?
Það fer eftir ýmsu hversu mikið af bensíni er hægt að vinna úr einni tunnu af hráolíu, til dæmis gerð hráolíunnar, vinnsluaðferð og aðstæðum. Hlutfallið getur verið frá 20% og upp í 75%. Eins og fram kemur í svari Ulriku Andersen og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er olíutunnan margir lítrar?' er h...
Af hverju eru urriðar í Veiðivötnum af sama stofni og urriðar í Þingvallavatni?
Þegar ísöld lauk fyrir tólf þúsund árum og jökulhellan hopaði, þá hélt urriðinn (Salmo trutta) norður á bóginn og nam land í aurvötnum sem mynduðust þegar jöklar bráðnuðu. Erfðafræðirannsóknir hafa leitt í ljós að þetta landnám gerðist í tvennu lagi. Landris og aðrar jarðfræðilegar breytingar á landslagi hafa síða...
Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?
Orðasambandið að fá börnin er komið úr heyskaparmáli. Síðasti rifgarður í flekk var kallaður karl ef kona lenti á að rifja hann og fékk hún þá karlinn. Hann hét hins vegar kerling ef karlmaður lenti á að rifja hann og fékk hann þá kerlinguna. Konur í heyskap á Nýfundnalandi, sennilega snemma á síðustu öld. ...
Af hverju eru til miklu, miklu fleiri tegundir af fiskum heldur en spendýrum?
Þetta er góð spurning og gæti vel verið að Darwin hafi velt henni fyrir sér þegar hann var að vinna að þróunarkenningunni á árunum 1830-1858. Það er rétt að fiskategundir eru miklu fleiri en tegundir spendýra. Meginskýringin á þessu er sú að fiskarnir hafa verið til miklu lengur en spendýrin og því hafa miklu f...
Af hverju verður blanda af maíssterkju og vatni að föstu efni við högg?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað veldur því að blanda af maíssterkju og vatni verður fast efni við högg og hvers vegna dansar hún á hátalara við lága tíðni? Maíssterkja blönduð með vatni er dæmi um svokallaðan ó-Newtonskan (e. non-Newtonian) vökva. Slíkur vökvi á það til að breyta þykkt (seigj...
Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?
Þegar fjallað er um stöðu lífvera og hversu mikil hætta er á að þær deyi út í nánustu framtíð, er mjög gjarnan litið til svokallaðra válista en það eru skrár yfir tegundir sem eiga undir högg að sækja. Við gerð válista er algengt að stuðst sé við viðmið Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (e. Union for Conservation o...
Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól?
Hér verður einnig svarað spurningunum: Hvað sagði Platon um hugtök og hvernig tengjast hugtökin frummyndunum? (Ásta Björk, f. 1987) Hvaða þýðingu hafði frummyndakenning Platons fyrir siðfræði hans? (Páll Gunnarsson) Hver var frummyndarkenningin? (Kristján Óskar, f. 1986) Með spurningu sinni vísar spyrjandi...
Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?
Dönskukennsla á Íslandi á rætur að rekja til sameiginlegrar sögu Dana og Íslendinga. Mikill fjöldi sögulegra heimilda er skrifaður á dönsku og um aldir notuðu Íslendingar dönsku í samskiptum sínum við Dani. Langt fram á tuttugustu öld gegndi danska lykilhlutverki í íslenskum skólum þar sem drjúgur hluti námsefnisi...
Af hverju ferðast hrafnar alltaf um í pörum? Eru pörin hvort af sínu kyninu?
Rétt er það hjá spyrjandanum að algengast er að sjá hrafna saman í pörum. Hrafnar eru ákaflega tryggir maka sínum og endist hjúskapur þeirra ævilangt uns dauðinn aðskilur þá. Eftir því sem atferlisfræðingar hafa komist næst, er lítið um hjónaskilnaði hjá þessum skemmtilegu fuglum sem þó eru hataðir af mörgum hér á...