Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 653 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar veirur í heiminum?

Spyrjandi er væntanlega að velta fyrir sér fjölda veira frekar en fjölda veirutegunda. Það veit auðvitað enginn hversu margar veirur finnast á jörðinni en hins vegar er hægt að áætla fjölda þeirra með ýmsum aðferðum. Ein ágiskun er sú að í lífhvolfi jarðar, það er í lofti, láði og legi, sé fjöldi veira um 1031....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um höfrunga?

Höfrungar (Delphinidae) eru ein af fimm ættum tannhvala (Odontoceti). Hinar fjórar eru vatnahöfrungar (Platanistidae), nefjungar (Ziphiidae), hvíthveli (Monodontidae) og búrhveli (Physeteridae). Höfrungar eru fjölskipaðasta ættin, í dag eru þekktar 32 tegundir höfrunga innan 17 ættkvísla. Flestir höfrungar er...

category-iconFornfræði

Hvernig vitið þið um vísindamennina fyrir Krist?

Spurningin er prýðileg og hana mætti jafnvel víkka út og spyrja hvernig við getum yfirleitt vitað nokkurn skapað hlut um hvað gerðist í fortíðinni. Veltum þeirri spurningu örlítið fyrir okkur áður en við snúum okkur að vísindamönnunum. Um atburði í náinni fortíð er tiltölulega einfalt að afla sér upplýsinga, vi...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar?

Svar við þessari spurningu var upphaflega skrifað í maí 2001 en endurritað að hluta í janúar 2019. Tilefni endurskoðunar er að ljúka frásögninni á árinu 1945 þegar hermdarverk nasista voru öllum sem vildu vita ljós og áður en mismunandi viðhorf um stefnu Ísraelsríkis fóru að skipta mönnum í ólíka flokka. Sú skipti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?

Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða stingfrumur (cnidocytes). Eins og myndin sýnir eru þær nokkurs konar hylki utan um frumulíffæri sem á latínu nefnist cnidae. Inni í þessu tiltekna líffæri er svokallað stinghylki (nematocyst) og þegar fruman er látin óáreitt er það samanv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?

Stærsta dýr jarðar er steypireyður (Balaenoptera musculus). Steypireyður getur orðið 150 tonn að þyngd og náð rúmlega 30 metra lengd. Það eru nær engar líkur á því að vísindamenn uppgötvi skyndilega nýja dýrategund á jörðinni sem er stærri en þessi risavaxni skíðishvalur. Ýmis rök styðja þá fullyrðingu. Í fyr...

category-iconUmhverfismál

Hverjar yrðu afleiðingar hitafarslækkunar sem nemur 5°C á Íslandi?

Ef 5 gráðu hitafarslækkun skilaði sér jafnt á öllum árstímum og hitafall með hæð yrði ekki ólíkt því sem nú er mætti fá nokkra hugmynd um hvernig umhorfs væri á láglendi á Íslandi með því að líta til landsvæða sem eru í um 800 metra hæð yfir sjó. Í þeirri hæð er harla lítill gróður, snjór þekur jörð allan veturinn...

category-iconLandafræði

Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?

Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?

Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta hrefnur út?

Hrefnan (Balaenoptera acutorostrata) er ein sex hvalategunda sem tilheyra ætt reyðarhvala (Balaenopteridae), en reyðarhvalir eru í undirættbálki skíðishvala (Mysticeti). Útliti hrefnunnar er kannski best lýst með mynd. Hrefnan er svipuð öðrum reyðarhvölum að vexti. Litur hennar er yfirleitt svartur eða dökkgr...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar dauðdagi er sóttdauði?

Sóttdauði kallast það er fólk deyr af völdum sjúkdóms. Orðið er lítið notað í dag en finnst víða í Íslendingasögum og öðrum fornum ritum. Til samanburðar er fólk sagt deyja sædauða, látist það á sjó, ellidauða ef það deyr úr elli og vápndauða, falli það fyrir vopnum. Talað er um sóttdauða látist fólk af völdum ...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?

Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...

category-iconLandafræði

Um hvaða lönd liggur miðbaugur?

Miðbaugur jarðar (e. equator) liggur um 11-14 lönd eða þjóðríki en nákvæm tala fer eftir því hvernig spurningin er skilgreind nánar. Miðbaugur liggur í gegnum landsvæði ellefu sjálfstæðra ríkja en auk þess liggur hann á milli eyja í eyjaklösum ríkjanna Maldíveyja og Kiribati. Einnig liggur hann um litla óbyggða ey...

category-iconVeðurfræði

Hvers vegna er kaldara í háloftum og á fjöllum en á láglendi?

Rósa Hildur Bragadóttir spurði: "Hvers vegna er kaldara uppi í háloftunum en á jörðu niðri?" Eyvindur Örn Barðason spurði: "Hversvegna er kaldara uppi á fjalli en niður við sjó, þó að fjallið sé nær sólinni?" Á fjöllum og í háloftum er kaldara en á láglendi vegna þess að þar uppi er lægri loftþrýstingur. S...

Fleiri niðurstöður