Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?
Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...
Hvers vegna er suðurpóllinn ekki talinn land?
Svarið við þessari spurningu felst í því hvaða merkingu við viljum leggja í orð. Hér er gengið út frá því að með orðinu suðurpóll sé í raun átt við Suðurskautslandið en um muninn á þessu tvennu má lesa í svari við spurningunni Hver er munurinn á suðurpólnum og Suðurskautslandinu? Það sem skiptir hins vegar ...
Er hægt að búa til svarthol á tilraunastofu?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Er það satt að vísindamönnum hafi tekist að búa til örsmá svarthol ? Uppskriftin af heimagerðu svartholi er í raun afskaplega einföld: Taktu einhvern hlut sem þig langar til að breyta í svarthol.Þjappaðu honum saman þar til geisli hlutarins er minni en Schwarzschild...
Hefur ljóseind massa og þyngd?
Ljóseindir eru massalausar. Það er líka eins gott því að annars gætu þær ekki ferðast á ljóshraða! Hins vegar má segja að ljóseindir hafi þyngd því að ljósgeisli sveigir í þyngdarsviði.Fyrst er rétt að átta sig á muninum á massa og þyngd með því að lesa svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við sp...
Hvernig verður ölkelduvatn til?
Um ölkeldur á Íslandi er fjallað í grein eftir Stefán Arnórsson (Eldur er í Norðri, Reykjavík, Sögufélag 1982, bls. 401-407). Ölkelduvatn, sem getur verið ýmist kalt eða heitt, hefur verið skilgreint þannig að samanlagður styrkur karbónats (CO2 + HCO3- + CO3--) í því sé 1 gramm eða meira per lítra vatns. Fyrir hér...
Hvaða áhrif hefur aukin notkun löggæslumyndavéla á réttarvitund hins "almenna borgara"?
Samkvæmt áfangaskýrslu sem gerð var á vegum Lögreglunnar í Reykjavík, kemur fram að ein ástæðan fyrir því að eftirlitskerfi var sett upp í miðbæ Reykjavíkur er sú að flestir glæpir eru háðir tilviljun og tækifæri en á slíkum glæpum er erfitt að ná tökum nema með stöðugri vöktun. Menn vonuðust til að með því að set...
Er svarti jagúarinn sérstök tegund eða bara óvenjulegt afbrigði?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvar lifir svarti jagúarinn? Af hverju er svarti jagúarinn svartur? Jagúarinn (Panthera onca) tilheyrir ættkvísl svokallaðra stórkatta, Panthera. Tegundin er eini meðlimur ættkvíslarinnar sem lifir í Norður- og Suður-Ameríku og er jafnframt langstæ...
Úr hverju er nammi?
Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbau...
Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?
Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem s...
Hvað getið þið sagt mér um ísmanninn Ötzi?
Í september árið 1991 voru þýskir ferðamenn á göngu í Ölpunum, á svæði sem kennt er við Ötztal. Í 3200 metra hæð gengu þeir fram á lík af manni og sat neðri hluti líkama hans fastur í ís. Í ljós kom að þetta voru líkamsleifar karlmanns á fimmtugsaldri, sem við nánari athugun reyndist hafa látist fyrir um 5300 ár...
Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum?
Spurningin í fullri lengd var: Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum? Hvað með aðrar heimildir frá miðöldum? Á norðurljós er hvergi minnst með beinum hætti í Íslendingasögum, sem sumar hverjar fela þó í sér frásagnir af yfirnáttúrlegum eða óútskýrðum eldum. Meðal þeirra eru haugaeldar...
Hvert er fræðiheitið um "meltibólur" og um "niðurbrot stórsameinda"?
Erlenda fræðiheitið á meltibólum er lysosomes. Meltibólur innihalda ensím sem brjóta niður úr sér gengin frumulíffæri og stórsameindir auk þess að brjóta niður agnir frá yfirborði frumunnar sem eru teknar inn í frumuna með innfrumun (endocytosis). Inni í þessum meltibólum er mjög súrt umhverfi sem hjálpar til við ...
Hvað éta ánamaðkar?
Til að svara þessari spurningu er nauðsynlegt að átta sig fyrst á líffæragerð ánamaðka (oligochaeta). Kjafturinn á ánamöðkum er staðsettur á framenda dýranna. Í munnholinu (e. buccal cavity) er líffæri sem þjónar svipuðum tilgangi og bragðlaukar okkar. Með þessu líffæri metur ánamaðkurinn hvort fæða sem hann rekst...
Af hverju á Guð heima í himnaríki?
Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt? Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð e...
Af hverju hóstar maður?
Hósti er kröftug skyndileg útöndun til að losa öndunarveginn við slím, vökva eða agnir. Hósti stafar af krampakenndum samdráttum í brjóstholi og fer oftast af stað vegna þess að slím hefur safnast fyrir. Slímið er myndað af slímkirtlum í yfirborðsþekju öndunarvegarins. Í það festast agnir, til dæmis óhreinind...