Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5814 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvenær og hvernig myndaðist fjallið Þorbjörn við Grindavík?

Fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur er úr móbergi að mestu, og er því myndað við gos undir jökli ísaldarinnar. Á jarðfræðikorti ÍSOR, sem aðgengilegt er á vefnum (Jarðfræðikort ÍSOR), stendur „Móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes", en Bruhnes-segulskeiðið hófst fyrir um það bil 780 þúsund árum og stendur enn....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur sögnin að gubba og hvað merkir orðið?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins? Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Teng...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvaða atvinnumöguleika hafa stjarneðlisfræðingar á Íslandi?

Flestir starfandi stjarneðlisfræðingar á Íslandi sinna rannsóknum, hver á sínu sérsviði. Til dæmis á öflugum sprengistjörnum, eða á eiginleika vetrarbrauta í árdaga alheims og sumir rannsaka eiginleika alheimsins sjálfs. Þeir sinna líka kennslu, bæði á háskóla- og framhaldsskólastigi. Flestir starfandi stjarneð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir. Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um fo...

category-iconHugvísindi

Heldur Daniel Boorstin því fram að það hafi verið danskir víkingar sem komu til Ameríku?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Daniel Boorstin, fyrrverandi yfirbókavörður í The U.S. Library of Congress, skrifaði bók sem hann kallar The Discoverers. Ég hef ekki lesið bókina. Mér hefur verið sagt að hann haldi því fram að þeir víkingar sem komu til Ameríku hafi komið frá Danmörku eða verið danskir. Er ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður?

Í svari við spurningunni Hver er orkubrennsla í mismunandi áreynslu, eins og sundi, skokki, göngu, golfi og körfubolta? kemur fram að orkunotkun við áreynslu er mjög mismunandi eftir einstaklingum og fer meðal annars eftir þyngd viðkomandi þar sem þyngri einstaklingar eyða meiri orku við að hreyfa sig heldur en lé...

category-iconHugvísindi

Í Hávamálum er sagt að margur verði af aurum api. Hefur höfundurinn vitað hvað api var?

Það er ekki útilokað að höfundur þessara orða hafi vitað eitt og annað um apa. Sennilegra er samt að þarna sé bara verið að nota niðrunarorðið api (í merkingunni „auli, fífl, þurs“) á líkan hátt og Íslendingar lærðu seinna að kalla hver annan asna án þess að hafa nein persónuleg kynni af því ágæta hófdýri. Þeir hö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það satt að vélhjól hafi komið til landsins á undan Cudell-bíl Thomsens?

Ekki er vitað til þess að vélhjól hafi komið til Íslands fyrr en 1905, ári eftir að fyrsti bíllinn kom. Þorkell Þ. Clementz, vélfræðingur, var fyrsti mótorhjólamaður landsins. Hann flutti inn fyrsta mótorhjólið 20. júní 1905 og sótti síðar um einkaleyfi á vörumerkinu ELG fyrir mótorhjól sem hann ætlaði að selja. L...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað geta margar mismunandi stöður komið upp í einni skák?

Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver skák sé í kringum 40 leikir, því komi upp um 80 ólíkar stöður hver á eftir annarri. Á alþjóðlegum skákmótum er mjög sjaldgæft að skákir verði lengri en 150 leikir. Þegar tveir menn setjast að tafli er því ólíklegt að fleiri en 300 ólíkar stöður komi upp á borðinu. Líka má...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hversu litlir eru hlutir á nanóskala?

Vísindavefnum berast oft spurningar um ýmislegt sem viðkemur nanótækni. Margir eiga erfitt með að átta sig á stærð eða öllu heldur smæð hluta á nanóskala enda eru stærðir þar minni en við eigum að venjast úr daglega lífinu. Oft fáum við einnig spurningar um það hversu smáar mælieiningar geta orðið og við eigum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Fæðast sniglar með skel?

Sniglar eru stærsti flokkur lindýra en til þeirra teljast um 70.000 tegundir. Þeir eru því afar fjölbreytilegur hópur sem lifir við mjög ólíkar umhverfisaðstæður, en þeir finnast á landi, sjó og í ferskvatni. Þetta veldur því að mikil fjölbreytni hefur þróast í æxlunarháttum innan hópsins. Sem dæmi má nefna að með...

category-iconÞjóðfræði

Í jólalaginu 'Jólasveinar ganga um gólf', hvort stend ég upp á hól eða kannan upp á stól?

Þessi vísa birtist fyrst í seinna bindinu af þjóðsögum Jóns Árnasonar árið 1864: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna. Stóllinn sem kannan stendur á heitir könnustóll og var þekkt húsgagn á heimilum heldri manna á miðöldum. Á honum stóðu ýmis ílát með vínföngum. Vísan virðist ...

category-iconSálfræði

Af hverju finnst fólki svona merkilegt að stelpur vinni stráka í einhverju?

Þessi spurning snýr að því af hverju það hlýtur svo mikla athygli þegar stelpur bera sigurorð af strákum. Líklega er átt við einhverja tegund af íþróttakappleik þar sem nokkuð vel er skilgreint hver vinnur og hver tapar. Athyglin sem stelpur fá þegar þær sigra stráka veltur að einhverju leyti á staðalmyndum k...

category-iconJarðvísindi

Hvort voru Skaftáreldar flæðigos eða blandað gos?

Gosefni, það er þau efni sem koma upp í eldgosum eru ýmist hraun, gjóska eða hvoru tveggja. Ef gosefnin eru nánast eingöngu hraun er talað um flæðigos eða hraungos. Dæmi um slíkt eru eldgosin á Kröflusvæðinu 1975-1984 en þar kom nær engin gjóska, bara hraun. Ef gosefnin eru að langmestu leyti gjóska er tal...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá gríska guðinum Aresi?

Ares var grískur guð stríðs, hugrekkis, reiði og ofbeldis. Hann var ekki sérlega vinsæll, hvorki meðal guða né manna, og því var Aþena, gyðja visku og herkænsku, oft frekar tilbeðin og henni færðar fórnir í hans stað. Ares þótti frekar einfaldur guð sem lét sig litlu varða hvort hann ynni stríð eða bardaga bara ef...

Fleiri niðurstöður