Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5785 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað kallast afkvæmi skunka?

Afkvæmi skunka koma sjaldan fyrir í íslenskum textum og þess vegna er ekki augljóst hvað á að kalla þau. Á ensku nefnast afkvæmin kits eða kittens. Bein þýðing á því eru kettlingar. Í 14. bindi ritraðarinnar Undraveröld dýranna er fjallað um skunka og þar eru afkvæmin hins vegar kölluð ungar. Það er til dæmis í sa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?

Upprunalega var spurningin svona:Af hverju er ekki stari á Kanaríeyjum? Fuglalíf á Kanaríeyjum er nokkuð fjölskrúðugt. Alls hafa fundist þar rétt innan við 400 tegundir, þar af sex einlendar tegundir, það er að segja finnast ekki annars staðar. Starinn (Sturnus vulgaris) á sér líklega rúmlega 40 ára sögu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur íslenska orðið von?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur íslenska orðið „von“? Er eitthvað vitað um orðsifjar þess? Kvenkynsorðið von ‘vænting’ er þekkt í elsta máli í myndinni ván. Breytingin vá > vo hófst á 14. öld (á > ó > o á eftir v, það er ván > vón > von) (Stefán Karlsson 2000:26). Kvenkynsorðið von ‘vænting’ ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða klíðir er átt við þegar einhver er í miðjum klíðum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað er klíð eða klíðir eins og í „ég er í miðjum klíðum“ (við tiltekna athöfn) og tengist það eitthvað klíðinu í hveitiklíði? Orðið klíð merkir ‘vefjarstykki, það sem ofið er í einu stykki’. Orðatiltækið í miðjum klíðum merkir þá að ‘hætta við eitthvað í miðju kafi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?

Bjargdúfur (Columba livia) urpu hér fyrst á Austfjörðum. Fyrst var varpið á Reyðarfirði, í Mjóafirði, á Eskifirði og í Berufirði. Síðar fór að bera á þeim á Síðunni austur af Kirkjubæjarklaustri og svo vestar, til dæmis í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllin en einnig í Vestmannaeyjum og í Ölfusi. Aukin kornrækt er sjálfs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?

Í auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu um greinarmerkjasetningu nr. 133/1974 er tilgreind tvenns konar notkun semíkommu: Í stað punkts má setja semíkommu milli málsgreina, ef málsgreinarnar eru merkingarlega nátengdar, þó einkum ef síðari málsgreinin táknar afleiðingu hinnar fyrri eða andstæðu hennar. Dæmi: ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?

Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar l...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldfjall hefur gosið oftast í heiminum?

Ómögulegt er að fullyrða hvaða eldfjall hefur gosið oftast því nákvæmar mælingar á eldgosum eru nýlegt fyribæri. Virkasta eldfjall heims heitir Kilauea og er á eyjunni Hawaii, sem er ein af eyjunum sem mynda Hawaii-eyjaklasann. Kilauea á Hawaii er eitt virkasta eldfjall í heimi. Nú síðast hófst gos þar 20. desemb...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?

Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er framlegð?

Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hraðinn í þróun tölvutækninnar kominn á ljóshraða? Hvað svo eftir það?

Þessi spurning er engan veginn ástæðulaus. Hraði í þróun tölvutækni er oft sagður fylgja lögmáli Moores, sem nefnt er eftir Gordon Moore, einum af stofnendum örgjörvafyrirtækisins Intel. Hann spáði því að taka mundi fastan tíma að tvöfalda afköst tölvubúnaðar. Þróunin hefur fylgt þessari spá nokkuð vel og afl örgj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær fannst Úranus?

Úranus var fyrsta reikistjarnan sem var uppgötvuð sérstaklega, því að þær sem menn vissu um fyrir sjást allar með berum augum. Þarna var að verki enski organistinn og stjörnuáhugamaðurinn William Herschel (1738-1822) þegar hann beindi heimasmíðuðum spegilsjónauka til himins. Hann var sjálfmenntaður áhugastjörnufræ...

category-iconLandafræði

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...

category-iconHugvísindi

Voru lítil börn á brjósti í gamla daga?

Í flestum löndum fyrr á tímum voru börn höfð á brjósti um lengri tíma. Sums staðar var þó algengt að nýfædd börn væru alls ekki lögð á brjóst eða þau væru vanin af brjósti mjög snemma. Þá var farið að gefa þeim ýmsa fljótandi og fasta fæðu strax eftir fæðingu og brjóstagjöf var þá hætt jafnvel innan nokkra vikna. ...

Fleiri niðurstöður