Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9640 svör fundust
Hvað er Plútó þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað er tunglið stórt?
Massi tunglsins er 7,348*1022 kg, eða 0,0123 jarðarmassar; geisli þess eða radíi er 1.738 km, þvermálið er 3.476 km og flatarmálið 3,796*107 km2. Heimildir: U.S. Geological Survey (Landmælingar Bandaríkjanna) The Nine Planets(hjá Háskólanum í Arizona) Almanak Háskóla ÍslandsKaufmann og Freedman, 1999. Un...
Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?
Uppruni blótsyrðisins ekkisens liggur alls ekki í augum uppi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um þessa notkun eru frá síðari hluta 19. aldar. Ýmsar myndir koma þá fram eins og ekkisens, ekkisins, ekki sinn, ekki-sin, ekki-sen og ekkins. Helst koma tvær skýringar í hugann og eru báðar sóttar til Danmerkur. Önnur er ...
Hvað er Fibonacci-talnaruna?
Fibonacci-runan er talnarunan 1, 1, 2, 3, 5, 8, 13, 21, 34, 55, 89, 144, 233, 377, 610, ... Hún ákvarðast af því að fyrstu tvær tölurnar eru báðar 1 en eftir það er sérhver tala í rununni summa næstu tveggja á undan. Runan er kennd við ítalska stærðfræðinginn Leonardo Fibonacci, sem fæddist á 12. öld. Hann no...
Hvað er hitaþensla efna?
Til þess að einfalda svarið er best að líta á kristall málms, til dæmis járnkristall. Ímyndum okkur að við höfum reglulegan hreinan kristall úr járnatómum. Venjulegt járn er samsett úr mörgum slíkum einkristöllum sem þjappast saman, ásamt fjölda aðskotaatóma. Ef við lítum á eitt atóm í einkristallinum okkar er ...
Hvað merkir orðið „göndull”?
Orðið göndull hefur fleiri en eina merkingu. Það er notað um vöndul, eitthvað sem er flækt og samansnúið. Það er líka notað í merkingunni 'gróft band'. Þá er það notað um mann sem er jarðvöðull, það er sóði í vinnubrögðum og umgengni. Göndull er einnig notað um getnaðarlim og út frá þeirri merkingu er sennilega k...
Hvað heitir egypski gjaldmiðillinn?
Gjaldmiðill Egyptalands er kallaður pund og skiptist hvert pund í 100 pjöstrur. Þegar þetta er skrifað, 20. júlí 2001, fást um 25 krónur íslenskar fyrir hvert egypskt pund. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hver er algengasti gjaldmiðill heims? eftir Gylfa Magnússon Hvað myndi gerast ef gjaldmiðill eins...
Hvað þýðir orðið "halelúja"?
Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að hal(l)elúja er hvorugkynsorð. Halelúja er sagt vera upphrópun og fagnaðarsöngur eða fagnaðarákall í kirkjumáli. Halelúja er tökuorð í íslensku sem er ættað úr hebresku. Orðið þýðir lofaður sé Drottinn og hebreski rithátturinn er hallelu Jah (Jah er stytting fyrir Jahve)...
Hvað voru Ný félagsrit?
Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar J...
Hvað hleypur strúturinn hratt?
Strúturinn (Struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann geta náð allt að 250 cm hæð og vegið yfir 130 kg. Í dag lifir strúturinn einungis í Afríku en áður var hann einnig algengur í Miðausturlöndum. Strútar eru gríðalega sprettharðir og geta samkvæmt rannsóknum náð um 65 km hraða á klukkustund...
Hvað þýðir orðið amen?
Í Íslensku orðsifjabókinni kemur fram að 'amen' sé lokaorð í ýmsum kristnum predikunum og helgiathöfnum. Orðið er tökuorð sem hefur komist inn í íslensku með kristnum sið. Líklega hefur það verið tekið beint úr latínu en orðið 'amen' er hins vegar ættað úr hebresku og þýðir "sannlega" eða "satt". Í viðauka við...
Hvað verða nashyrningar gamlir?
Í dag eru alls fimm tegundir nashyrninga til í heiminum, allir innan sömu ættarinnar, Rhinocerotidae. Þeir finnast í nokkrum þjóðgörðum í suður- og austurhluta Afríku og í suður-Asíu. Tvær tegundir nashyrninga lifa í Afríku. Annars vegar er það svarti nashyrningurinn (Diceros bicornis), sem finnst meðal annars...
Hvað endist matur lengi?
Inngangur Öll matvæli skemmast fyrr eða síðar og fyrir flesta takmarka skemmdir endingartíma matvæla. Við skemmdir breytast ákveðnir eiginleikar matvæla þannig að þau eru ekki lengur boðleg til neyslu. Mjög oft stafa skemmdir af völdum örvera en einnig geta matvæli orðið óhæf til neyslu vegna ýmissa óæskilegra...
Hvað er að guðlasta?
Í 125. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með áorðnum breytingum, segir svo:Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara.Orðabók M...
Hvað þýðir bæjarnafnið Krakavellir?
Spurningunni fylgdi sú skýring að Krakavellir eru í Fljótum. Forliðurinn í Krakavellir er ef til vill sögnin að kraka. Merking sagnarinnar samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er að „ná til botns“ eða „ná einhverju upp frá botni“. Niður af bænum Krakavöllum í Fljótum heitir Nátthagi niður við Flókadalsá. Í örnefn...