Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4907 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað í ósköpunum eru 'prettir' þegar talað er um svik og pretti?

Orðið prettur merkir ‘bragð, svikabrella’ og þekkist þegar í elsta íslensku máli. Sögnin að pretta er einnig gömul í málinu í merkingunni ‘svíkja, leika á einhvern’.Sá sem er prettinn eða prettóttur er ‘bragðvís, brellinn’. Prettari virðist ekki mikið notað en þá um þann sem hefur gaman að því að leika á aðra, sví...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er til annað sólkerfi?

Já, það er til annað sólkerfi og reyndar allnokkur sem menn vita um með fullri vissu. Skilgreiningin á sólkerfi er þessi: Sólstjarna með reikistjörnur eða annað af því tagi á braut í kringum sig. Fram til ársins 1990 var sólkerfið okkar það eina sem vitað var um með fullri vissu. Síðan þá hafa mörg önnur fun...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Ef maður er 79 kíló á jörðinni, hvað er maður þá þungur á tunglinu?

Þyngd 79 kg manns á tunglinu er um 128 njúton (N) sem er um það bil sú sama og þyngd 13 kg hlutar á jörðinni. Maður sem stendur á tunglinu er því léttari en þegar hann stendur á jörðinni. Þyngd 79 kg manns á jörðinni er 774 N eða um 6 sinnum meiri en á tunglinu. Massi þessa sama manns er alltaf 79 kg, sama hva...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segjum við hjúkket eða hjúkk þegar okkur er létt?

Hjúkk eða hjúkket er algeng upphrópun á vefmiðlum þótt ekki sé hana að finna í íslenskum orðabókum. Ég hef víða spurst fyrir um upprunann og virðist hann vefjast fyrir mönnum. Ég spurði meðal annars enska og norræna málfræðinga á málþingi nýlega og enginn kannaðist við þetta úr sínu máli. Ein tillaga sem ég fékk v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða lög fjalla um innflutning fugla?

Um innflutning dýra, þar með talið fugla, er fjallað í lögum nr. 54/1990. Í 1. gr. þeirra laga eru dýr skilgreind svo: „öll lifandi landdýr, bæði hryggdýr og hryggleysingjar, að undanskildum manninum, og lagardýr sem lifa að hluta eða öllu leyti í fersku vatni.“ Í reglugerð nr. 935/2004 um innflutning gæludýra og ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju vaxa hendur á mann og af hverju fær maður þumalputta?

Skýringuna á því að við erum með hendur og þumalputta má finna í langri þróunarsögu okkar og forfeðra okkar. Með tilliti til þróunar getum við einfaldlega kallað hendur okkar framfætur en eftir að við fórum að standa upprétt þá gátum við notað framfæturna, það er hendurnar, til annarra verka, svo sem við að handfj...

category-iconTölvunarfræði

Er endalaust pláss á Internetinu?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er hægt að hlaða miklu efni niður af Netinu? þá er Internetið samsett úr litlum einingum sem mynda eins konar tölvunet. Í þessu tölvuneti eru vefþjónar (e. server) og venjulegar tölvur sem sækja efni á vefþjónana, svo sem vefsíður. Minnið á Netinu er sem sagt tölvur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hafa apar kynfæri?

Eitt af einkennum allra lífvera er að þær geta af sér afkvæmi og kallast það æxlun. Í lífríkinu eru tveir meginflokkar æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlaus æxlun eins og fjallað er um í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Þar kemur...

category-iconJarðvísindi

Hvað er innst inni í jörðinni?

Vísindamenn hafa hugmyndir um innri gerð jarðar úr ýmsum áttum. Jarðskjálftamælingar sýna að í miðju jarðar er kúlulaga jarðkjarni með um 3470 km geisla (radíus). Allra innst er svonefndur innri kjarni sem er aðallega úr járni. Þar fyrir utan er kjarni úr fljótandi efni, uppistaðan í honum er einnig talin vera jár...

category-iconHugvísindi

Hvað eru dróttkvæði?

Dróttkvæði er fornnorrænn skáldskapur sem flokkast ekki sem eddukvæði. Saman mynda dróttkvæði og eddukvæði tvær höfuðgreinar fornorræns skáldskapar. Kveðskapur af ýmsu tagi hefur verið spyrtur saman undir hugtakinu dróttkvæði og í fyrsta bindi Íslenskrar bókmenntasögu er að finna ágæta flokkun Vésteins Ólasonar á ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju segja Hafnfirðingar „að ramba“ í staðinn fyrir „að vega salt“?

Snemma á níunda áratug síðustu aldar var spurst fyrir hjá Orðabók Háskólans hvort hún ætti dæmi um orðið rambelta notað um vegasalt. Í talmálssafni Orðabókarinnar voru fáein dæmi sem öll áttu rætur að rekja til Hafnarfjarðar. Ég spurðist því fyrir um orðið í útvarpsþætti Orðabókarinnar og fékk allnokkur svör, fles...

category-iconHagfræði

Hversu margir Íslendingar hafa verslað á Netinu undanfarin ár?

Hjá Hagstofunni er að finna upplýsingar um verslun einstaklinga á Netinu eftir árum, frá árinu 2004 til 2019. Ekki eru tiltækar upplýsingar fyrir árin 2015 og 2016. Hægt er að skoða niðurstöður bæði sem súlurit og hlutfallstölur í töflu. Hér eru sýndar niðurstöður um hlutfall heildarmannfjölda á Íslandi sem ...

category-iconHugvísindi

Hvað var Pelópsskagastríðið?

Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...

category-iconHagfræði

Hver var Arnljótur Ólafsson og hvað getið þið sagt mér um hann?

Árið 1848 var byltingarár og konungar víða um Evrópu riðuðu til falls, en meðal annars varð konungur Dana að afsala sér einveldi sínu. Þeir Karl Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) rituðu Kommúnistaávarpið og Jón Sigurðsson (1811-1879) „Hugvekju til Íslendinga“. Það var þó ekki fyrr en veturinn 1849-5...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gosvirkni í Geysi og hvenær gaus hann líklega fyrst?

Goshverinn Geysir er líklegast þekktasta jarðfræðifyrirbæri Íslands. Um aldir var hann nánast eini þekkti goshverinn í hinum vestræna heimi og hefur nafn hans ratað inn í flest erlend mál sem almennt heiti á goshverum. Að vísu eru fjölmargir aðrir goshverir virkir hér á landi en Geysir er þeirra mestur og hefur ha...

Fleiri niðurstöður