Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8331 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Af hverju eru unglingsárin svona erfið?

Aðalviðfangsefni unglingsáranna er að skapa sér sjálfsmynd: finna út hver maður er. Til þess reynir unglingurinn að brjóta sér leið frá fjölskyldunni, að lúta ekki lengur boðum og bönnum, og brjóta gegn siðum og venjum. Unglingurinn vill að foreldrarnir láti hann í friði og finnst erfitt ef þeir gera það ekki. Ef ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru mörgæsir í útrýmingarhættu?

Stofnar núlifandi mörgæsa eru misvel á sig komnir. Sumar tegundir, til dæmis macaronimörgæsin, telja nokkrar milljónir einstaklinga en öðrum tegundum hefur hrakað svo að þær eru komnar á lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Í opinberum gagnabanka um dýr í útrýmingarhættu (e. Red Data Book) eru 12 mörgæsategundir...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?

Þessi spurning kann að virðast ankannaleg en í raun er hún alls ekki út í hött. Vísindamenn veltu því fyrir sér sem möguleika á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina að heimurinn kynni að vera þannig í laginu að ferðalög gætu orðið eins og spyrjandi lýsir. Þau mundu þá að vísu taka firnalangan tíma því a...

category-iconLæknisfræði

Hvernig smitast maður af kláðamaur?

Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?

Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....

category-iconNæringarfræði

Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu, er óhætt að borða sushi?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Drepast snýkjudýr í fiski við frystingu? Ef svo er við hvaða frost? Hér er ég aðalega að hugsa um sushi. Í svari við spurningunni Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi? er fjallað um hringorma sem finnast í sjávarfiskum hér við land: Lirfur nokkurra...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða rannsóknir hefur Anna Agnarsdóttir stundað?

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún hóf störf sem stundakennari við Háskólann upp úr 1980, var skipuð dósent árið 1990 og prófessor 2004. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830. Markmið rannsóknanna er að sýna fram á að Ísland...

category-iconLögfræði

Geta eigendur sjávarlóða bannað gerð göngu- og hjólastíga meðfram strönd í þéttbýli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sá hjá ykkur svar við aðgengi almennings að sjó á eignalandi. Langar að vita með lóðir eins og á Arnarnesinu. Hafa húseigendur leyfi til að banna gerð göngu-og hjólastígs meðfram ströndinni? Ná eignalóðir alveg niður að sjó? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stofnstærð villiminks á Íslandi? Á hann sér einhverja náttúrulega óvini?

Stofnstærð villts minks á Íslandi Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt. Enn hefur engin tilraun verið gerð til að mæla hana þannig að einu vísbendingar um stofnstærðina eru veiðitölur frá veiðistjóraembættinu. Lítið er þó hægt að fullyrða um stofnstærðina út frá þeim en þær geta gefið vísbendingar um breytin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?

Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja a...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast stuðlaberg?

Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...

category-iconLögfræði

Geta reglugerðir stangast á við lög? Hvort gildir þá reglugerðin eða lögin?

Tvær meginskilgreiningar eru til á lagahugtakinu, annars vegar lög í þrengri merkingu og hins vegar lög í rýmri merkingu. Þegar talað er um lög í þrengri merkingu er eingöngu átt við lög sem koma frá Alþingi og forseti Íslands og ráðherrar undirrita. Undir þá skilgreiningu falla lög frá Alþingi, stjórnarskráin og ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvernig er daglegt líf geimfara í geimnum?

Í þyngdarleysinu í geimnum verða daglegar athafnir eins og að fara í bað, drekka, borða, hreyfa sig og fara upp í rúm ótrúlega erfiðar. Geimfarar kvarta yfir að vera í þyngdarleysi vegna þess að það gerir þeim erfitt fyrir að vinna vinnuna sína. Hlutir eins og skrúfur og skrúfjárn liggja ekki kyrr heldur fljót...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar prímatar eru rhesusapar?

Rhesusapar (Macaca mulatta) eru 47 til 64 sentímetrar á lengd og vega frá 4,5 til 11 kíló. Karldýrin eru þó mun stærri. Rhesusapar greinast í þrjár deilitegundir og finnast víða um suðaustanverða Asíu og á Indlandi. Þeir eru með brúnan feld og rauðleitan afturenda. Fullorðin dýr eru með rauðleitt nakið andlit. ...

category-iconVeðurfræði

Hversu hátt fyrir ofan jörðina eru skýin?

Skýin eru mismunandi hátt frá yfirborði jarðar. Hvernig þau líta út og hve hátt þau eru fer eftir því hve heitt var þegar þau mynduðust. Talið er að til séu um það bil 100 ólíkar tegundir skýja. Ský teygja sig yfirleitt hærra í hlýrri beltum jarðar. Ský er raki sem gufað hefur upp frá yfirborði jarðar og færst...

Fleiri niðurstöður