Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3881 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er krían lengi að fljúga frá Íslandi til Suðurskautslandsins?

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían (Sterna paradisaea). Flugleiðin frá varpstöðvum á norðurhjaranum suður að ísbreiðunum við Suðurskautslandið getur verið rúmlega 35 þúsund km og þessa vegalengd fer fuglinn tvisvar á ári. Krían eltir því í raun sumarið og birtuna þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver byggði Eiffelturninn, hvers vegna var hann byggður og hvenær?

Eiffelturninn er eitt þekktasta tákn Parísarborgar og hefur verið sóttur heim af yfir 200 milljón manns. Forsaga turnsins er að halda átti heimssýningu í París árið 1889 í tilefni af því að 100 ár voru liðin frá frönsku byltingunni, en byltingin gjörbreytti á sínum tíma stjórnkerfi Frakklands. Haldin var samke...

category-iconUnga fólkið svarar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru dráttarvextir og hver er munurinn á þeim og venjulegum vöxtum?

Í lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 er sérstaklega fjallað um svokallaða dráttarvexti. Sé krafa greidd eftir gjalddaga er kröfuhafa (lánveitanda) heimilt að krefja skuldara um dráttarvexti sem reiknast frá gjalddaga að greiðsludegi. Hafi ekki verið samið um sérstakan gjalddaga getur kröfuhafi krafist drá...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk Grenvíkingum að leysa þrautir í vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin á Grenivík laugardaginn 19. maí 2018. Vísindavefur Háskóla Íslands lagði fyrir Grenvíkinga og aðra góða gesti ýmsar þrautir að spreyta sig á. Þrautirnar voru 7 talsins, meðal annars Gáta Einsteins, kúlupíramídi, ferningsþraut og litapúsl. Enginn náði að leysa allar þ...

category-iconVísindi almennt

Hversu margir rafbílar eru á Íslandi?

Upplýsingar um ökutæki á landinu er meðal annars að finna á vef Samgöngustofu, inni á sérvef um bifreiðatölur. Orka náttúrunnar birtir einnig tölur um fjölda raf- og tengitvinnbíla á Íslandi. Samkvæmt gögnum frá Orku náttúrunnar er fjöldi skráðra rafbíla eftir árum eftirfarandi, miðað við nóvembermánuð hvers ár...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið svona gerast kaupin á eyrinni - og hvað er átt við með þessu?

Nafnorðið eyri merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:290) ‘sand- eða malarsvæði (stundum uppgróið) meðfram á (vatni), myndað af framburði árinnar, samskonar hólmi úti í á (vatni), lágur tangi eða nes (í sjó)’. Orðasambandið eins og (eftir því sem) kaupin gerast á eyrinni var upphaflega notað um viðskipti eð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu gamalt er orðið lóðrétt í íslensku máli?

Elstu dæmi um lýsingarorðið lóðréttur í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru úr Ritum þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem komu út á árunum 1781–1798: línan ab stendr lódrétt á línunni ac en toga þó eigi edr draga nidr lódrett, helldr á skack. Nafnorðið lóð þekkist frá 16. öld annars vegar í merkingunni...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hantaveira?

Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...

category-iconVeðurfræði

Hver er mesti vindhraði sem mælst hefur á Íslandi?

Mesti 10-mínútna meðalvindhraði á landinu er 62,5 m/s á Skálafelli 20. janúar 1998 kl. 13. Mesta 3 sekúndna vindhviða á landinu er 74,5 m/s á Gagnheiði 16. janúar 1995 kl. 4. Þetta veður er gjarnan kennt við snjóflóðið mannskæða í Súðavík. Nokkur vafi leikur oft á gæðum vindhraðamælinga í mjög miklum vindi. Því...

category-iconLandafræði

Hvað geturðu sagt mér um Belgíu, svo sem helstu borgir, trúarbrögð og stjórnarfar?

Belgía er ríki í Vestur-Evrópu. Landið á landamæri að Þýskalandi í vestri, Frakklandi í suðri, Hollandi í norðri og Lúxemborg í vestri en tvö síðastnefndu eru hluti Niðurlanda sem Belgía er einnig hluti af. Dökki bletturinn á myndinni sýnir legu Belgíu í Evrópu. Í Belgíu er þingbundin konungsstjórn og heitir...

category-iconHagfræði

Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?

Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga ísbirnir sér?

Hvítabirnir (Ursus maritimus) eru að mestu leyti einfarar. Þeir fara yfir stórt svæði til að afla sér fæðu og fylgja árstíðabundnum hreyfingum hafíssins. Þegar langt er liðið á veturinn eða snemma vors breytist dreifing þeirra á lagnaðarísnum nokkuð og þeir þétta sig meira saman samfara minnkandi ísþekju. Við þess...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?

Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...

category-iconVísindavefurinn

Hvaða þrautir leystu Vopnfirðingar á vísindaveislu Háskólalestarinnar?

Háskólalestin nam staðar í Vopnafirði 15.-16. maí 2015. Í vísindaveislu í félagsheimilinu Miklagarði laugardaginn 16. maí fengu gestir að kynna sér ýmis undur eðlisfræðinnar, klæðast japönskum búningum, læra um sameindir og atóm og taka þátt í tilraunum næringarfræðinga, svo nokkur dæmi séu nefnd. Vísindavefur...

Fleiri niðurstöður