Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1213 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni íslensku gæsalappanna? Eru þær notaðar í öðrum ritmálum?

Í bókinni Íslenzkar rjettritunarreglur eftir Halldór Kr. Friðriksson, sem gefin var út 1859, er fjallað um tilvísunarmerki (bls. 245) og sagt að það eigi að vera „--“. Að öllum líkindum hefur Halldór haft danska og þýska venju að fyrirmynd. Sama kemur fram í bók Magnúsar Jónssonar, Stuttur leiðarvísir fyrir alþýðu...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?

Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...

category-iconLögfræði

Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?

Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengisla...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna er Tómasarguðspjall ekki í Biblíunni?

Sögulegar ástæður Nú mætti færa fyrir því ýmis söguleg rök hvers vegna Tómasarguðspjall er ekki í Biblíunni. Það mætti til dæmis halda því fram að guðspjöll sem byggja á frásögum eins og guðspjöll Nýja testamentisins (að Jóhannesarguðspjalli meðtöldu) hafi notið vaxandi vinsælda á kostnað eldri rita sem þá ha...

category-iconHeimspeki

Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?

Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...

category-iconUmhverfismál

Hvað getið þið sagt mér um tilbúinn áburð?

Frá öndverðu hefur mönnum verið ljóst að plöntur nærast öðruvísi en dýr. Aristóteles (384-322 f. Kr.) velti þessu fyrir sér eins og flestu öðru og komst að þeirri (rökréttu) niðurstöðu að plöntur nærðust á jarðvegi. Kenningin var prófuð á 16. öld af Belganum Jan Baptista van Helmont (1580-1644). Hann plantaði p...

category-iconFornfræði

Hver var Kallíkles og hvers vegna taldi Sókrates hann geðveikan?

Kallíkles er persóna í samræðunni Gorgías eftir Platon. Ekki er vitað með vissu hvort Kallíkles þessi var söguleg persóna eða ekki enda engar heimildir um hann aðrar en Gorgías. Flestir fræðimenn hallast þó að því að Kallíkles hafi verið til en sé ekki einber tilbúningur Platons. Sumir hafa þó reynt að færa rök fy...

category-iconTrúarbrögð

Hver er munurinn á engli og erkiengli?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er erkiengill? (Guðmunda Dagbjört) Hverjir "eru" erkienglarnir (nöfn)? (Jóhanna Kristín) Hverjir voru og hvaða hlutverk gegndu englarnir Michael og Gabríel? (Rúnar Sighvatsson) Á engla er víða minnst í Biblíunni, eða ríflega 300 sinnum, og hafa þeir löngum verið snar...

category-iconTrúarbrögð

Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama? Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurn...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Sun Tzu eða Sunzi og hvers konar rit um hernað skrifaði hann?

Sunzi (eða Sun Tzu samkvæmt annarri umritunarhefð sem nú þykir að mestu úrelt), á íslensku Meistari Sun, hét réttu nafni Sun Wu og herma elstu heimildir að hann hafi fæðst árið 535 f.Kr. þar sem nú er héraðið Shandong í Kína. Sagt er að hann hafi ritað stórvirki sitt, Hernaðarlistina eða á frummálinu Sunzi bingfa ...

category-iconLögfræði

Hvar get ég fengið upplýsingar um gömul dómsmál, og skiptir þá máli hvort höfðað var einkamál eða opinbert mál?

Í lýðræðissamfélagi þykir mikilvægt að almenningur hafi aðgang að dómum sem dómstólar kveða upp. Eru því allir dómar aðgengilegir almenningi. Hægt er að nálgast dóma hæstaréttar, allt frá stofnun hans, í dómasöfnum sem er að finna á helstu bókasöfnum landsins, til dæmis Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Á...

category-iconStærðfræði

Hvernig get ég reiknað út flatarmál sex- og átthyrninga?

Aðferðin sem notuð er til að reikna út flatarmál tiltekins sex- eða átthyrnings veltur á eiginleikum hans. Til dæmis er mun einfaldara að finna flatarmál reglulegra sex- og átthyrninga en óreglulegra. Líkt og lesa má um í svari Einars Bjarka Gunnarssonar við spurningunni Hvað er reglulegur hyrningur? þá er marghy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er ítrun Newtons?

Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er UML?

UML™ (Unified Modeling Language) er mál sem notað er til þess að lýsa hugbúnaði. Notkun UML við hugbúnaðargerð má líkja við notkun teikninga við húsbyggingar. Áður en forritun hugbúnaðar hefst eru gerð líkön til að kaupandi og hönnuðir geti áttað sig betur á virkni hugbúnaðarins, hvernig best sé að hanna hann ...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju er bókum yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar?

Fyrirspurnin um hvers vegna bókum sé yfirleitt raðað samkvæmt nafni höfundar en ekki bókar kemur frá ungum lesanda sem greinilega hefur ræktað með sér bókfræðilegan áhuga og veltir vöngum yfir tilverunni. Þótt fyrirspurnin sjálf kunni að virðast einföld er þó ekki hægt að svara henni með einni setningu. Til þe...

Fleiri niðurstöður