Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5320 svör fundust
Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?
Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, ...
Hvað er títrun?
Títrun er ákvörðun á magni efnis í lausn þar sem lausn annars efnis með þekktum styrk er bætt út í þar til jafngildispunkti (e. equivalence point), það er endapunkti, hvarfsins milli þessara tveggja efna er náð. Það er líka mögulegt að snúa þessu við, þannig að óþekkta efninu sé bætt við þekkt magn af hinu hvarfef...
Eru Dimmuborgir friðlýstar?
Dimmuborgir eru friðlýst náttúrvætti en náttúrvætti nefnast friðlýstar náttúrumyndanir svo sem fossar, eldstöðvar, hellar, drangar og fundarstaðir steingervinga og sjaldgæfra steinda sem mikilvægt er að varðveita vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna, eins og segir í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. D...
Er ekki varasamt að nota sagnorðið að upphefja í merkingunni "virka gegn" í textum um lyf og læknisfræði?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig standi á því að í textum sem heyra undir lyfja- og læknisfræði er orðið að upphefja notað sem annað orð yfir að "virka gegn" (t.d. að eitt lyf upphefur áhrif annars lyfs) þegar almenn skýring í orðabókum fyrir orðið upphefja er: 1...
Hvenær var farið að nota orðið veira fyrir alþjóðaorðið vírus og hafði veira einhverja merkingu áður?
Vilmundur Jónsson landlæknir stakk upp á heitinu veira snemma á sjötta áratug 20. aldar í stað tökuorðsins vírus sem notað hafði verið um skeið. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um veiru eru frá um 1955. Sigurður Pétursson gerlafræðingur, sem kaus frekar orðið vírus, skrifaði grein í Náttúrufræðin...
Er óhætt fyrir astmasjúklinga að nota innöndunarlyf sem veikja ónæmiskerfi á meðan COVID-19-faraldurinn gengur yfir?
Daði spurði upprunalega um tvennt sem tengist sjúkdómnum COVID-19. Hér er seinni hluta spurningarinnar svarað en öll spurningin var svona: Er vitað á þessari stundu hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auka líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu? Veikja innöndunarlyf eins og V...
Hvernig reikna ég út mitt kolefnisspor?
Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Kolefnisspor er yfirleitt gefið upp í tonnum koltvísýringsgilda (tonn CO2-ígilda). Þegar um einstaklinga er að ræða er þetta meðal annars vegna ferðalaga, matarvenja, or...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...
Hvers vegna kallast hlaupabóla þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna kallast hlaupabóla svo? Ekki hlaupa þær beinlínis um þótt þær birtist hratt. Vísar þetta kannski til smitanna? Hlaupabóla (varicella zoster) er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem einkum leggst á börn. Sjúkdómurinn lýsir sér með bólum eða blettum á húð sem verða að nok...
Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína?
Í svari við spurningunni Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus? kemur meðal annars fram að svo lengi sem geislun sé innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins séu engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu. Þar kemur líka fram að styrkur geislunar frá þ...
Verða kolkrabbar langlífir?
Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár...
Hvað hét skip Ingólfs Arnarsonar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Skipið sem Ingólfur Arnarson kom á hefur væntanlega haft nafn? Er nafn skipsins þekkt? Ekki er vitað hvort skip til forna báru nöfn yfirleitt en það hafa þá líklega aðallega verið stór herskip og verslunarskip en ólíklegt er að þorri minni skipa hafi fengið nafn. Nafni...
Hvernig myndaðist Knútstaðaborg í Aðaldalshrauni?
Í heild var spurningin svona:Mig langar að spyrja hvernig mynduðust Knútstaðaborgir í Aðaldalshraun í S-Þingeyjarsýslu. Þetta eru einhverskonar hraunhólf sem sum eru opin að ofan. Knútstaðaborg mun vera hraundrýli (alþj. hornito) en mörg slík eru í Aðaldalshrauni sem er hluti af Laxárdalshrauni yngra. Hraunið e...
Af hverju heitir sólin þessu nafni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju heitir sólin þessu nafni? Er þetta gamalt orð? Sól er fornt, indóevrópskt orð og er notað í öllum norrænum málum um helsta hnött sólkerfisins, samanber færeysku sól, nýnorsku, sænsku og dönsku sol. Í gotnesku, sem er austurgermanskt mál, var einnig til orðið sauil í ...
Hver er sjávarhitinn í Reykjavík að meðaltali?
Gögn um sjávarhita við Ísland er meðal annars að finna hjá Hafrannsóknastofnun undir liðnum sjávarhiti. Sú síða sýnir sjávarhita í rauntíma í Reykjavík og sjávarhitann við Grímsey til samanburðar. Á síðunni birtist einnig þriggja mánaða tímabil á grafi. Til þess að skoða sjávarhita við fjölmargar mælistöðvar[1]...