Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?
Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...
Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?
Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breyti...
Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?
Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...
Hvaða fugl er sjaldgæfastur?
Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Stofnstærð sumra sjaldgæfra tegunda er þekkt en aðrar tegundir hafa ekki sést í áraraðir vegna þess að þær lifa á svæðum sem eru óaðgengileg mönnum á einhvern hátt. Því er örðugt að útnefna eina tegund fugla til hins vafasama og varasama heiðurs að vera sjaldgæfasta fuglategund...
Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?
Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flo...
Gætuð þið sagt mér frá Abraham Maslow og kenningu hans um þarfapíramídann?
Abraham Maslow (1908-1970) var einn af upphafsmönnum mannúðarsálfræðinnar (e. humanistic psychology). Eins og svo margir aðrir mannúðarsálfræðingar taldi Maslow að sálfræðin væri á villigötum. Honum fannst greinin einblína á vandamál fólks þegar réttara væri að hún beindist fyrst og fremst að því sem væri fólki e...
Voru í rauninni horn á hjálmum víkinga?
Svarið er nei, það virðist ekki vera neitt nema gróusaga að víkingar hafi notað hyrnda hjálma, enda væru hornin einungis til þess fallin að þvælast fyrir í bardaga. Sumir víkingar báru ekki neina hjálma. Aðrir notuðu líklega hjálma eða hettur úr leðri til að verjast höggum. Höfðingjar gátu svo leyft sér að láta sm...
Hvar á ég heima?
Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...
Hvað gerir dygðina dýrmæta?
Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur. Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist...
Hvernig fer jarðarför fram hjá þeim sem hefur sagt sig úr þjóðkirkjunni?
Samkvæmt 1. grein laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu númer 36 frá 1993 er skylt að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna þau í viðurkenndri líkbrennslustofnun. Hins vegar er ekkert sem kveður á um að sérstök kirkjuleg eða önnur trúarleg athöfn fari fram á undan jarðsetningu. Það er ekkert eitt...
Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?
Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...
Hvernig kæsir maður skötu?
Vera má að aðferðir séu eitthvað breytilegar á milli manna en í grunninn er skata einfaldlega kæst þannig að börðin eru tekin af, þau sett í ílát og látin standa í einhverjar vikur þar til fiskurinn er tilbúinn. Kæsing er gömul aðferð við verkun matvæla þar sem maturinn er látinn gerjast og byrja að rotna. Á me...
Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?
Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...
Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?
Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...
Er einhver munur á tómum geisladiski og geisladiski sem er búið að brenna efni á?
Flestir skrifanlegir geisladiskar eru þannig að aðeins er hægt að skrifa þá einu sinni, svokallaðir CD-R diskar (e. CD-recordable discs). Það sem hér kemur á eftir á eingöngu við um þá diska. Tómir skrifanlegir geisladiskar hafa engin gögn. Spíralbrautin á disknum hefur því engar holur fyrir leysigeislann til ...