Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5457 svör fundust
Hvers vegna segjum við "Guð hjálpi þér"?
Fyrr á tímum, þegar fólk var almennt bænræknara en nú gerist, leitaði það til Guðs um hjálp og styrk við erfiðleikum, sjúkdómum og öllu því sem það hrjáði. Það bað Guð um hjálp til að lifa sönnu kristnu lífi og breyta rétt gagnvart öðrum. Vissulega gera margir þetta enn, en upphrópunin ,,Guð hjálpi þér” heyrist sj...
Hvers vegna er fyrsti laxinn sem einhver veiðir kallaður maríulax?
Upphaflega hljómaði spurningin svona:Getið þið upplýst okkur hér í veiðihúsi hvers vegna fyrsti laxinn sem manneskja veiðir kallast maríulax?Í seðlasöfnum þeim sem safnað var til á Orðabók Háskólans um áratuga skeið eru mjög fáar heimildir um maríulaxinn og engin sem skýrir nafnið eða hvort einhver siður var að ba...
Hvaða heima er átt við í orðasamböndunum "þessa heims og annars" og að "sýna einhverjum í tvo heimana"?
Orðið heimur kemur fyrir í nokkrum orðtökum þar sem fyrir koma tveir heimar. Fyrir utan þau sem nefnd eru í fyrirspurninni eru til dæmis vera milli heims og Heljar, vera milli tveggja heima og vita hvorki í þennan heim né annan. Hugmyndin er rakin til þeirrar fornu trúar að við dauðann komist menn í eitthvert ...
Hvað eru mörg eldgos í heiminum?
Heimildum ber ekki alveg saman um hversu mörg eldfjöll gjósa eru að meðaltali á ári en algengt er að sjá tölur á bilinu 40 – 60. Á hverjum tíma er talið að það séu á bilinu 10 - 20 eldgos í heiminum. Á heimasíðu Smithsonian Institution, Global Volcanism Program er að finna ýmsar upplýsingar um eldgos. Þar má ...
Hvað geta gullfiskar orðið gamlir?
Gullfiskar (Carassius auratus) lifðu upphaflega villtir í Austur-Asíu, en tegundin er nú einnig á meðal algengustu skrautfiska sem menn halda í fiskabúrum. Villtir gullfiskar eru yfirleitt ekki gulllitaðir, heldur fremur dökkgráir eða ólífugrænir. Aftur á móti hafa menn ræktað ýmis afbrigði, þar á meðal fiska af h...
Er orðið lambskalli til í íslensku í merkingunni sviðahaus?
Orðið lambskalli finnst ekki í hefðbundnum orðabókum og engin dæmi voru til í söfnum Orðabókar Háskólans. Ef leitað er á leitarvélinni Google finnst eitt dæmi um orðið á síðu um færeyskan mat. Mynd er af matnum og enginn vafi er á að þar er um sviðahaus að ræða. Orðið finnst ekki í nýlegri færeyskri orðabók en...
Hvað eru ísbjarnarhúnar stórir við fæðingu?
Ísbjarnarhúnar fæðast á vetrartíð eða frá nóvember og fram í febrúar. Þeir eru blindir við fæðingu, klæddir hvítum mjúkum feldi sem er svo fínn að nýfæddir líta húnarnir út fyrir að vera hárlausir. Við fæðingu eru húnarnir vel innan við kíló að þyngd. Stærðin er á bilinu frá 454 grömmum upp í 680 grömm (95% mæ...
Hvað eru margar stjörnuþokur í alheiminum?
Stjörnuþoka er annað orð yfir vetrarbraut (e. galaxy) og hugtakið vísar til þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa loftegunda. Stjörnuþokurnar eru gífurlega stórar. Í einni stjörnuþoku er talið að séu um 100-400 milljarðar stjarna, stundum miklu fleiri. En í einum milljarði eru þúsund milljónir! Í dag telja menn ...
Er lögfræðilegur munur á manndrápi og morði?
Þessari spurningu er einfalt að svara því orðið morð kemur hvergi fyrir í íslenskum lögum. Samkvæmt skilningi laganna er þess vegna enginn greinarmunur gerður á manndrápi og morði. Manndráp er notað um það að drepa mann eða menn og orðið morð merkir það sama, með þeim merkingarauka að manndrápið getur verið leynil...
Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?
Eignarfornöfn tákna eign einhvers eða umráð hans yfir einhverju. Þau eru minn, þinn og vor. Fornafnið sinn telst afturbeygt eignarfornafn. Afturbeygða eignarfornafnið er notað ef eigandinn er frumlagið í setningu. Dæmi: a) Jón borðaði ísinn sinn. Eigandinn er Jón, Jón er frumlag setningarinnar og sinn er ...
Hver væri hæðarmunur á hæsta fjalli og dýpsta gili í hnattlíkani sem væri metri í þvermál?
Þetta er í rauninni einfalt reiknisdæmi. Þvermál jarðar við miðbaug er 12.756 km en 12.713 km við pólana, eins og fjallað er um í svari Vísindavefsins við spurningunni Hvað er jörðin þykk? Everest, hæsta fjall jarðar, rís 8.849 km yfir sjávarmál. Mesta sjávardýpi er hins vegar í Mariane djúpsjávarrennunni ...
Hvaða áhrif hefur óvissulögmál Heisenbergs haft á heimsmynd vísindamanna?
Óvissulögmál Heisenbergs segir fyrir um það til dæmis að margfeldi af óvissunni í stað og skriðþunga tiltekinnar agnar í ákveðna stefnu sé alltaf stærra en tiltekið lágmark. Þess vegna er ógerlegt að ákvarða báðar stærðirnar í senn án óvissu. Þetta breytir hugmyndum vísindanna um hreyfingu, orsakir og löggengi. Mi...
Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?
Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...
Hver er skýring eðlisfræðinnar á því að vatn hvirflast rangsælis á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli?
Áhrifin sem spurt er um í þessu svari eru kennd við Coriolis og eru stundum kölluð Corioliskraftur en einnig er talað um svigkraft. Hér er þó ekki um neinn raunverulegan kraft að ræða heldur aðeins áhrif sem stafa af því að atburðir eru skoðaðir frá sjónarhóli jarðarinnar sem er ekki kyrr heldur snýst. Auðveld...
Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?
Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...