Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4454 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu mörgum eggjum verpir fýllinn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hversu gamlir geta múkkar (fýlar) orðið, hversu mörgum eggjum verpa þeir á vori og hvenær verða þeir kynþroska? Í svari við spurningunni Verður fýll allra fugla elstur? er fjallað um aldur fýla og kynþroska og er vísað hér í það svar. Flestir hafa líklega séð fýla (Fulmar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um beiður?

Beiður (Mantis religiosa, e. Praying Mantis) eða bænabeiður eins og þær eru oftast kallaðar á íslensku eru skordýr af ættinni Mantidae. Bænabeiður eru rándýr og draga nafn sitt af því að þegar þær bíða eftir bráð er líkt og þær liggi á bæn með greipar spenntar. Forngrikkir tengdu eitthvað trúarlegt við þessi dýr o...

category-iconLæknisfræði

Hvenær er talið að krabbamein hafi komið fram?

Krabbamein eru illkynja æxli sem átt geta upptök sín í því sem næst öllum vefjum og líffærum líkamans. Krabbamein er ekki einn sjúkdómur heldur flokkur fjöldamargra sjúkdóma sem hver fyrir sig er mismunandi bæði með tilliti til vaxtarhraða og getunnar til þess að valda dauða. Þannig eru til margar gerðir lungnakr...

category-iconEfnafræði

Hvað eru kemísk efni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru kemísk efni? Eru þau í snyrtivörum? Eru kemísk efni hættuleg? Í daglegu tali heyrist oft talað um kemísk efni. Þessi nafngift er villandi þar sem "kemískt" merkir "efnafræðilegt" og kemísk efni eru því einfaldlega efni. Svo virðist sem hugtakið sé aðallega no...

category-iconFélagsvísindi

Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?

Á undanförnum átta árum hefur orðið helmingsaukning á kynlífstengdri hegðun í bandarísku sjónvarpsefni. Frá árinu 1999 hefur Kaiser Family Foundation látið vinna fyrir sig skýrslur um kynlíf í bandarísku sjónvarpi og kom síðasta skýrsla út árið 2005. Niðurstöðurnar sýndu að kynlíf kemur nú fyrir á einn eða annan h...

category-iconLangholtsskóli

Hvernig varð Vísindavefurinn til og hvenær?

Vísindavefurinn tók til starfa 29. janúar árið 2000. Upphaflega var hann hluti af framlagi Háskóla Íslands til verkefnisins Reykjavík - Menningarborg Evrópu árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Vísindavefurinn sló þegar í gegn og hinn gríðarlegi áhugi sem almenningur hafði á verkefninu fór langt fram úr b...

category-iconVísindi almennt

Hvernig getur maður orðið vísindamaður þegar maður verður stór?

Vísindamenn má skilgreina sem fólk sem leitar traustrar þekkingar og beitir til þess kerfisbundnum rannsóknum. Þeir geta tilheyrt mörgum ólíkum fræðasviðum og rannsóknir þeirra spanna allt frá þróun tungumála til aðdráttarafls svarthola. Vísindamenn eru því breiður hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa mikinn...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hverjir eru kostir og gallar atferlisþjálfunar fyrir börn?

Atferlisþjálfun er markviss notkun á vel þekktum námslögmálum í þeim tilgangi að kenna eða móta tiltekna hegðun og losna við aðra úr hegðunarmynstri einstaklings. B. F. Skinner (1904-1990) setti þessi lögmál fram einna fyrstur manna og byggja þau á þeirri grundvallarhugmynd að hegðun skilyrðist eða lærist vegna þe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef heilum hunds og kattar yrði víxlað, hvort mundi kötturinn með hundsheilann gelta eða mjálma?

Við fyrstu sýn virðist þessi spurning frekar í ætt við vísindaskáldskap en vísindi, en raunar er hún ekki svo fjarri því sem sumir taugavísindamenn hafa rannsakað undanfarin ár. Reynt hefur verið með margvíslegum hætti að endurtengja heila dýra og athuga hvaða áhrif það hafi. Til að mynda hafa taugabrautir frá...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Arthur Rimbaud?

Arthur Rimbaud (1854-1891) var franskt ljóðskáld og ævintýramaður. Hann er jafnan talinn vera meðal frumkvöðla á sviði nútímaljóðlistar og þykir eitt áhrifamesta skáld táknsæisstefnunnar (e. symbolism). Æviferill Rimbaud er óvenjulegur, hann orti af krafti í örfá ár en sneri svo endanlega baki við ljóðlistinni ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getiði sagt mér um fuglinn túkan (e. Toucan) eða piparfugl?

Túkanar, eða piparfuglar eins og þeir eru yfirleitt nefndir á íslensku, eru allar tegundir innan ættarinnar Ramphastidae eða piparfuglaættar. Um er að ræða 6 ættkvíslir og 40 tegundir. Piparfuglar eru nokkuð breytilegir að stærð. Sá minnsti er leturarki (Pteroglossus inscriptus) sem er 130 g á þyngd og tæpir 30 cm...

category-iconLögfræði

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Það er rétt að Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu. Ísland er hins vegar aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, eða EES-samningnum. EES-samningurinn er samningur á milli annars vegar Evrópusambandsins og aðildarríkja þess, og hins vegar þriggja aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA); Ísla...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?

Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...

category-iconFornfræði

Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?

Já, Aþena tók þátt í bardögum meðal annars í Trójustríðinu þar sem hún veitti Akkeum, það er Grikkjum, lið. Í fimmtu bók Ilíonskviðu segir til dæmis frá því þegar Ares veitti Trójumönnum liðveislu í bardaga. Þá fengu þær Hera og Aþena leyfi hjá Seifi til þess að skerast í leikinn og veita Akkeum aðstoð. Með hjálp ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju kallast hrossafluga þessu nafni?

Ýmsar ástæður geta legið að baki nafngiftum dýra hvort sem er á íslensku eða í erlendum málum. Sum dýrsheiti eru forn og hafa borist hingað í gegnum fjölmörg tungumál. Dæmi um það er heitið ljón sem hljómar nokkuð líkt á flestum indóevrópskum tungum. Á latínu er það leo. Á ensku og frönsku kallast dýrið 'lion'...

Fleiri niðurstöður