Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4765 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga sporðdrekar sér?

Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum. Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flys...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?

Voyager 1 og Voyager 2 sem báðum var skotið á loft árið 1977 eru þeir geimkönnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni). Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð rafmagn til?

Rafhleðsla er einn af grundvallareiginleikum efnisins. Rafmagn hefur verið til í náttúrunni frá upphafi og það er til dæmis vel sýnilegt í eldingum. Rafhleðsla finnst í öllu efni, til dæmis öllu því sem er á heimilinu okkar eða í skólastofunni, en yfirleitt eru hlutirnir óhlaðnir og við greinum þess vegna ekki raf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru til villtir úlfaldar?

Til úlfalda teljast tvær núlifandi tegundir, önnur nefnist kameldýr (Camelus bactrianus) og hefur tvo hnúða á baki og hin nefnist drómedari (Camelus dromedarius) og er með einn hnúð á baki. Upprunaleg heimkynni drómedara eru í Afríku en þar finnast þeir ekki villtir lengur heldur aðeins tamin dýr. Í dag lifa t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er baggalútur?

Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti. Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hopar Drangajökull ekkert eða mun minna en aðrir jöklar á landinu?

Drangajökull er fimmti stærsti jökull landsins, nú um 145 km2. Hann spannar hæðarbilið frá 140 m y.s. til 920 m y.s. og er miðja þess bils um 530 m y.s. Það er mun lægra en á nokkrum öðrum íslenskum jökli og nýtur Drangajökull vafalaust nálægðar við Grænlandsjökul á einhvern hátt. Leirufjarðarjökull 8. septembe...

category-iconEvrópuvefur

Sumir segja að Mannréttindasáttmáli Evrópu kunni að vera stjórnarskrárígildi, hvað er átt við með þessu?

Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem Ísland er aðili að, hefur rík túlkunaráhrif á mannréttindaákvæði stjórnarskrár Íslands og því er stundum sagt að Mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar stjórnarskrárígildi. Dómar Hæstaréttar hafa sýnt að leitast er við að túlka mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til samræmis ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað búa margir múslimar á Íslandi?

Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hversu margir múslimar búa á Íslandi þar sem gögn um fjölda þeirra eru af skornum skammti og því einungis um ágiskun að ræða. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða fjölda einstaklinga sem skráðir eru í trúfélög. Á lista Hagstofunnar eru tvö trúfélög múslima, ann...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað heita allir hinir ólíku hlutar handarinnar?

Samkvæmt íslenskri orðabók er hönd „fremsti hluti handleggjar á manni, framan við úlnlið“. Fingurnir fimm hafa nokkur heiti eins og hægt er að lesa um í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Af hverju heita allir puttarnir fingur nema einn sem heitir TÖNG, langatöng? Talið frá þumli eru þau: þumall, þumalfingur,...

category-iconFornleifafræði

Hverjir voru fyrstir til að nota rúnir?

Segja má að Danir hafi farið með sigur af hólmi í baráttunni um heiðurinn af því að hafa fyrstir þjóða notað rúnir því að margt bendir til að uppruna þeirra sé þar að leita. Allflestar elstu risturnar, sem eru frá seinni hluta 2. aldar, hafa fundist í Suður-Skandinavíu, það er að segja á Jótlandi, Sjálandi, Fjóni ...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um lágplinísk eldgos?

Þeytigos kallast lágplinísk þegar hæð gosmakkar er 10-20 kílómetrar. Munurinn á þessum gosum og vúlkönskum er sá að í lágplinísku gosi er streymi upp úr gígnum samfellt en ekki í stökum sprengingum. Lágplinísk þeytigos eru yfirleitt skammæ og standa sjaldan lengur en nokkrar klukkustundir. Kvikan er oftast ísúr eð...

category-iconLæknisfræði

Hvenær hætta börn að stækka?

Það er mjög einstaklingsbundið hvenær börn hætta að stækka, en það verður þegar vaxtarlínur beina þeirra hafa lokast. Hvenær það gerist fer eftir því hvenær kynþroski og vaxtarkippurinn sem honum fylgir eiga sér stað. Að meðaltali er það í kringum 15 ára aldur hjá stelpum og 17 ára hjá strákum. Í endum langra ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið foreldrar bæði til í karlkyni og hvorugkyni?

Orðið foreldrar, sem að formi er karlkynsorð í fleirtölu, merkir sem kunnugt er 'faðir og móðir' en hvorugkynsorðið foreldri er nú einkum notað þegar tala þarf um annaðhvort móður eða föður án þess að tiltaka hvort er; merkingin er með öðrum orðum 'móðir eða faðir'. Upprunalega eru þetta tvímyndir sama orðs sem ko...

category-iconTrúarbrögð

Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?

Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur: Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðs...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa apar kímnigáfu?

Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...

Fleiri niðurstöður