Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7292 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Émile Zola og hvert var framlag hans til bókmenntanna?

Franski rithöfundurinn Émile Zola fæddist í París árið 1840. Móðir hans var frönsk og faðir hans var byggingarverkfræðingur af ítölskum ættum. Zola eyddi bernskuárunum í borginni Aix–en–Provence í suðurhluta Frakklands. Þar vann faðir hans að vatnsveitumálum og við stífluhönnun en vatn var af skorn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hleypur strúturinn hratt?

Strúturinn (Struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann geta náð allt að 250 cm hæð og vegið yfir 130 kg. Í dag lifir strúturinn einungis í Afríku en áður var hann einnig algengur í Miðausturlöndum. Strútar eru gríðalega sprettharðir og geta samkvæmt rannsóknum náð um 65 km hraða á klukkustund...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins "að finna fjölina sína"?

Orðatiltækið að finna fjölina sína virðist ekki vera algengt í máli manna og er þess ekki getið í helstu orðtakasöfnum. Af þeim litlu heimildum sem fundist hafa virðast menn nota það á tvo vegu. Annars vegar er það haft um þann sem gerir sig heimakominn einhvers staðar, lætur eins og hann sé heima hjá sér. Þá ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver uppgötvaði ljósröfun?

Þýski eðlisfræðingurinn Heinrich Hertz uppgötvaði ljósröfun árið 1887. Næstu tvo áratugina voru gerðar miklar rannsóknir á fyrirbærinu en eiginleikar þess voru í mikilli mótsögn við klassíska rafsegulfræði. Skýring Einsteins á fyrirbærinu frá 1905 er eitt þeirra verka sem ruddu skammtafræðinni braut. Skýringin hla...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er sterkasti vöðvinn í líkama manns, hver er sá stærsti og hvað eru vöðvarnir margir?

Vöðvar eru af þremur gerðum; sléttir vöðvar, hjartavöðvinn og beinagrindarvöðvar sem nefnast einnig þverrákóttir vöðvar. Legið og vöðvar í æðaveggjum og veggjum meltingarvegarins eru dæmi um slétta vöðva. Flestir sléttir vöðvar eru aðeins ein slétt vöðvafruma og fjöldi þeirra skiptir milljörðum. Þeir eru yfirl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaðan er leikurinn 'Fram, fram fylking' upprunninn og hvaðan kemur textinn sem sunginn er í honum?

“Fram, fram fylking” hefur verið vinsæll leikur meðal íslenskra barna í meir en 100 ár. Vitað er að höfundur textans var Ari Jónsson (1833-1907), bóndi á Þverá í Eyjafirði. Nafn hans kemur fram í bókinni Kvæði og leikir handa börnum eftir Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981) en sú bók kom út árið 1917 og var ein fyrs...

category-iconHeimspeki

Er sannleikurinn alltaf sagna bestur?

Spurningin tengist augljóslega uppeldismálum, samanber spurninguna hvort það sé siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til. Þorsteinn Gylfason skilgreindi sannleika einu sinni í fyrirlestri þannig að „sannleikurinn sé sá sem við kennum börnum okkar að segja“1. Sannleikurinn er líklega ætíð sagn...

category-iconHugvísindi

Hver var Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku?

Presta-Jón konungur í Indíalöndum eða Afríku var mikilvæg persóna í hugarheimi kristinna manna á miðöldum og allt fram á 17. öld og er víða fjallað um hann í landfræðiritum þess tíma. Hann var þó afurð lærðs ímyndunarafls og óskhyggju fremur en að hægt sé að tengja hann við raunverulegar persónur. Í Chronicon e...

category-iconNæringarfræði

Hvernig voru geirfuglar matreiddir þegar þeir voru uppi?

Við þessari spurningu eru til þrjú mismunandi löng svör. Svar 1 Við vitum það ekki fyrir víst. Svar 2 Bringurnar voru að öllum líkindum bara soðnar og svo hugsanlega settar í súr eða jafnvel saltaðar er salt fékkst en það var að afar skornum skammti allt fram á 19. öld. Svar 3 Eins og kemur fram í ágæt...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Skeiðarárjökul?

Skeiðarárjökull (1.370 km2) er stærsti skriðjökull sunnan úr Vatnajökli og fellur úr 1.650 m hæð niður í 100 m. Hann takmarkast að vestan af Grænafjalli, eldfjöllunum Þórðarhyrnu, Háubungu og Grímsfjalli upp að Grímsvötnum og nær yfir á Kverkfjallahrygg og suðaustur í Esjufjallahrygg og loks suðvestur í Miðfell og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða máli skiptir hvort miðstöðvarofnar eru hvítir eða svartir?

Varmaflutningur frá venjulegum miðstöðvarofnum skiptist gróflega til helminga. Annars vegar verður varmageislun frá yfirborði ofnsins til umhverfisins, og hins vegar varmaburður með loftinu sem leikur um ofninn. Ef ofninn væri hins vegar úr póleruðu áli, þá yrði varmaflutningur með geislun nær enginn og hitunar...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin til?

Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur langvarandi áhorf á sjónvarp og tölvuskjá haft skaðleg áhrif á augun?

Augun eru viðkvæm líffæri og vilja menn skiljanlega fara vel með þau. Flestir þekkja vingjarnlegar ábendingar á borð við: „Ekki lesa í svona miklu myrkri, það er svo óhollt fyrir augun“ eða: „Ekki horfa í ljósið, það er ekki gott fyrir augun“. Með nýrri tækni hefur ógnunum síðan fjölgað og þekkja flestir þá trú að...

category-iconBókmenntir og listir

Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?

Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna hefur skúmur tvö latnesk heiti (Catharacta skua og Stercorarius skua) í íslenskum fuglabókum?

Skúmur á flugi. Það er algengt í flokkunarfræði dýralíffræðinnar að fræðimenn endurskoði fræðiheiti tegunda og þá oftast þannig að þær eru fluttar á milli ættkvísla eftir því sem þekkingu á innbyrðisskyldleika tegunda innan viðkomandi ættar fleygir fram. Menn hafa mjög deilt um skyldleika milli tegunda inna...

Fleiri niðurstöður