Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5550 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár fæddist Eoin Colfer?

Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpam...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvað hélt fólk fyrr á tímum um orsakir norðurljósa?

Hugmyndir fólks um eðli og orsök norðurljósa hafa verið með ýmsu móti í gegnum aldirnar. Víðast hvar voru þau hinum ómenntaða meirihluta fólks innblástur sagna og hugmynda um hulda heima, en á hinn bóginn hafa menn lengi reynt að útskýra eðli þeirra með lögmálum náttúrunnar. Elstu hugmyndir norrænna manna í þessa ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um Jean-Baptiste Lamarck og framlag hans til vísindanna?

Jean-Baptiste Pierre Antoine de Monet de Lamarck var af franskri lágaðalsætt. Hann fæddist í Bazentin í Picardie í Norður-Frakklandi 4. ágúst 1744. Flestir karlar í fjölskyldu Jean-Baptistes voru hermenn, og þrír eldri bræður hans fetuðu þá braut. Þegar sá elsti var fallinn í orrustu hefur föður hans eða foreldrum...

category-iconHeimspeki

Hvað er daoismi?

Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað gerðist í orrustunni um Saipan í síðari heimsstyrjöldinni?

Kyrrahafsstríðið hófst með árás Japana á Pearl Harbor hinn 7. desember 1941. Í kjölfarið fylgdu örir landvinningar og sigrar Japana sem lögðu undir sig landsvæði allt að Indlandi til vesturs, Nýju-Gíneu til suðurs og Wake-eyju og Gilberts-eyja til austurs. Þetta var mikil sigurganga og gefur til kynna þá miklu yfi...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var faðir og móðir rokksins og hvenær komu þau fyrst fram?

Orðið rokk vísar til þeirrar tónlistarstefnu sem spratt upp í Bandaríkjunum á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar og gengur oft undir nafninu „rokk og ról“. Rokk og ról spratt upp sem blanda af ýmsum „svörtum“ tónlistarstílum (jass, blús, gospel og sálartónlist) sem og amerískri kántrítónlist. Núorðið hefur orði...

category-iconLandafræði

Hvað er Ísland stórt að flatarmáli og hvert er hlutfall þess af heildarflatarmáli jarðarinnar?

Ísland er 103.001 km2 (ferkílómetrar) að flatarmáli en jörðin er 510.072.000 km2 að flatarmáli. Meira má lesa um flatarmál og rúmmál jarðar í svari EDS við spurningunni Hvert er flatarmál og rúmmál jarðar? Þetta gerir það að verkum að flatarmál Íslands er einungis rúmlega 0,02% af heildarflatarmáli jarðarinnar. ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er geðveiki?

Þegar talað er um geðveiki er oftast átt við geðklofa og geðhvarfasýki. Einkenni geðveiki eru alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn. Þetta er nær alltaf svo alvarlegt að hinn sjúki getur ekki lifað eðlilegu lífi og þarf því að dveljast á geðdeild í mislanga...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hverjir hafa verið fánaberar Íslands á Ólympíuleikum?

Setningarathöfn Ólympíuleika er mikið sjónarspil. Hluti af athöfninni felst í að þátttakendur ganga fylktu liði inn á leikvanginn undir fána sinnar þjóðar. Hver þjóð velur fánabera sem gengur fremstur í flokki. Grikkir ganga fyrstir inn á leikvanginn, sem forfeður nútímaólympíuleikana, en þar á eftir ganga aðrar þ...

category-iconLæknisfræði

Hver er munurinn á ofnæmi og óþoli?

Skaðleg eða óæskileg áhrif af fæðu (e. adverse food reactions) hafa verið flokkuð í þrjá flokka: Áhrif miðluð af ónæmiskerfinu, áhrif óháð ónæmiskerfinu og eitranir.[1] (mynd 1). Fæðuofnæmi eru skaðleg eða óþægileg viðbrögð við fæðu, sem endurtaka sig aftur og aftur, ef viðkomandi fæðu er neytt, en koma ekk...

category-iconSálfræði

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um óperur Mozarts?

Mozart (1756-1791) var tvímælalaust eitt helsta óperutónskáld sögunnar. Hæfileikar hans fólust ekki síst í óvenjulegu næmi á innra líf sögupersónanna, sem gerði honum kleift að semja tónlist sem speglar hræringar sálarinnar hverju sinni. Hann greinir persónur sínar að hvað stíl snertir og gefur þannig persónusköpu...

category-iconStærðfræði

Hver var Leonardó Fibonacci og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Stærðfræðingurinn Leonardó Pisano Bigollo eða Leonardó frá Písa, oftar nefndur Fibonacci, er talinn hafa fæðst árið 1170 í Písa á Ítalíu og látist árið 1250, einnig í Písa. Hann var af Bonacci-fjölskyldunni kominn. Þar af stafar gælunafnið Fibonacci – Filius Bonacci – sonur Bonaccis, sem var líklega fundið upp af...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver fékk Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði 2022 og fyrir hvað?

Nóbelsverðlaunin í lífeðlisfræði og læknisfræði eru veitt einstaklingum sem 50 manna hópur sérfræðinga við Karolinsku stofnunina í Stokkhólmi velur úr hópi tilnefninga sem sendar hafa verið Nóbelsnefndinni. Verðlaunin hafa verið veitt fyrir margskonar rannsóknir á frumum, genum, þroskun, veirum og bakteríum, en al...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geturðu sagt mér allt um birni og sýnt mér myndir?

Birnir tilheyra bjarnarætt (Ursidae) sem skiptist í tvær undirættir; Ailurinae (pandabirnir) en til hennar heyrir aðeins ein tegund risapandan (Ailuropoda melanoleuca), og Ursinae (birnir) sem inniheldur sjö tegundir í þremur ættkvíslum. Einungis verður fjallað um tegundir af Ursinae-undirættinni hér þar sem lesa ...

Fleiri niðurstöður